Viðreisn Íslands!

Hví­líkt ár! Við höf­um lesið um harðinda­vet­ur og drep­sótt­ir. Árið byrjaði með snjóflóði og ham­fara­veðri svo vik­um skipti og lauk með aur­skriðum. Bless­un­ar­lega án mann­tjóns. En ég hygg að fæst okk­ar hafi ímyndað sér að á okk­ar dög­um mynd­um við glíma við heimskreppu vegna far­sótt­ar.

Þegar við fögn­um nýju ári horf­um við með bjart­sýni til þess að við fáum brátt bólu­efni til að sigr­ast á vá­gest­in­um. Klaufagang­ur rík­is­stjórn­ar og upp­lýs­inga­óreiða um hvenær við get­um hent þess­ari boðflennu út í hafsauga breyt­ir ekki þeirri bjart­sýni. Góður ár­ang­ur í sótt­vörn­um staf­ar m.a. af sam­starfi rík­is og einkaaðila. Því verður rík­is­stjórn­in að leggja tor­tryggni sinni gagn­vart einkaaðilum á heil­brigðis­sviði og nýta öll þau sam­bönd sem hún hef­ur til að tryggja hags­muni Íslend­inga.

Við stönd­um í þakk­ar­skuld við þá sem af þekk­ingu og hyggju­viti hafa stýrt erfiðum en óhjá­kvæmi­leg­um sótt­vörn­um hér á landi. Um allt sam­fé­lagið er líka fólk, sem í þess­ari glímu hef­ur lagt meira á sig en ætl­ast má til í þágu heild­ar­inn­ar. Fyr­ir það erum við enda­laust þakk­lát.

Vita­skuld hef­ur sumt orkað tví­mæl­is. En það sem máli skipt­ir er að í heild leysti sótt­varnateymið verk­efnið vel af hendi og skapaði nauðsyn­lega sam­stöðu.

Hnapp­helda stjórn­ar­sam­starfs­ins

Viðreisn hef­ur stutt þá hugs­un að skuld­setja rík­is­sjóð tíma­bundið til þess að brúa bilið fyr­ir þau heim­ili og fyr­ir­tæki, sem harðast hafa orðið fyr­ir barðinu á krepp­unni. Þannig að viðspyrn­an verði sem snörp­ust fyr­ir ís­lensk­an efna­hag þegar þar að kem­ur. Ágrein­ing­ur­inn við rík­is­stjórn­ina hef­ur ekki snú­ist um þessa hug­mynda­fræði.

Kjarn­inn í gagn­rýni Viðreisn­ar á efna­hagsaðgerðirn­ar er sá að okk­ur fannst ekki nógu stór skref stig­in strax. Þegar við flutt­um til­lög­ur um stærri skref í byrj­un far­ald­urs­ins voru þær felld­ar. Rík­is­stjórn­in kom svo með marg­ar þeirra mánuðum seinna. Snarp­ari viðbrögð hefðu veitt okk­ur sterk­ari viðspyrnu.

Satt best að segja held ég að þessi seinu viðbrögð stafi ekki ein­vörðungu af skiln­ings­leysi for­ystu­manna stjórn­ar­flokk­anna. Vand­inn ligg­ur í eðli stjórn­ar­sam­starfs­ins.

Það varð til í blúss­andi góðæri og grund­völl­ur stjórn­arsátt­mál­ans var kyrrstaða. Nema fyr­ir rík­is­sjóð sem rík­is­stjórn­in gerði ósjálf­bær­an löngu fyr­ir veiru. Stjórn, sem mynduð er á kyrr­stöðufor­send­um, á erfitt með að bregðast við breytt­um aðstæðum, hvað þá nýj­um áskor­un­um með mark­vissri stefnu.

Þessi eðlis­læga hnapp­helda stjórn­ar­sam­starfs­ins verður svo enn al­var­legri þegar við á nýju ári þurf­um að leggja lín­ur um viðreisn lands­ins.

Ný og betri stjórn­ar­skrá

Ég tók því vel þegar for­sæt­is­ráðherra bauð öll­um þing­flokk­um í byrj­um kjör­tíma­bils­ins til sam­starfs um heild­stæðar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá. Verk­inu átti ljúka á tveim­ur kjör­tíma­bil­um.

Nú er komið að skulda­dög­um fyrri áfanga. For­sæt­is­ráðherra hef­ur kynnt fjög­ur frum­vörp. Ég hef boðist til að standa að flutn­ingi þriggja þeirra.

Auðlinda­ákvæðinu óbreyttu get ég aft­ur á móti ekki fylgt. Ástæðan er sú að þar er þjóðar­eign auðlinda ekki tryggi­lega meitluð í stein með ótví­ræðu skil­yrði um end­ur­gjald fyr­ir tíma­bundn­ar nýt­ing­ar­heim­ild­ir.

Þá hef­ur for­sæt­is­ráðherra ekki efnt það, sem samþykkt var í byrj­un, að koma fram með til­lögu sem fær­ir fólk­inu í land­inu rétt til að ákveða sjálft í þjóðar­at­kvæðagreiðslu hvernig það kýs að skipa mál­um varðandi fjölþjóðasam­vinnu lands­ins á krefj­andi tím­um. Að þjóðin fái það frelsi í stjórn­ar­skrá sem hún þarf til að kveða á um eig­in framtíð.

Ef eng­ar breyt­ing­ar verða á af­stöðu stjórn­ar­flokk­anna verða alþing­is­kosn­ing­arn­ar úr­slita­orr­usta um þessi grund­vallarágrein­ings­efni.

Í þeirri bar­áttu mun Viðreisn standa vörð um þá ríku al­manna­hags­muni, sem að baki búa, og heita því að leggja sitt af mörk­um til að ljúka heild­ar­verk­inu á næsta kjör­tíma­bili.

Ný viðreisnaráætl­un um meiri hag­vöxt

Á næstu árum þurf­um við að gera miklu meira en að reisa við þá efna­hags­starf­semi sem lamaðist í krepp­unni: Auka þarf verðmæta­sköp­un veru­lega um­fram það til að geta staðið und­ir skuld­un­um.

Í fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára hafa flokk­arn­ir lengst til vinstri og hægri náð sam­an um heild­ar­um­fang rík­is­út­gjalda. Ég reikna ekki með stór­um ágrein­ingi um þá niður­stöðu. En kraf­an verður því sterk­ari um hagræðingu og skipu­lags­breyt­ing­ar í rík­is­rekstr­in­um til að nýta fjár­mun­ina bet­ur þar sem þörf­in er mest.

Stærsti vand­inn felst í hinu að stjórn­ar­sam­vinna um kyrr­stöðu og íhald á eng­in svör við því hvernig auka á hag­vöxt þannig að skulda­söfn­un­in þrengi ekki að vel­ferðar­kerf­inu. Kunn­ug­legt stef um skatta­hækk­an­ir er ekki lausn­in.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir segja það eitt að trú þeirra sé að við mun­um nálg­ast sama hag­vaxt­arstig og áður. En sú trú dug­ar eng­an veg­inn eigi að verja vel­ferðar­kerfið og vinna á skulda­vand­an­um.

Hér duga eng­in vett­linga­tök. Við þurf­um að setja okk­ur mark­mið lengra fram í tím­ann. Til þess að at­vinnu­lífið geti hlaupið hraðar þarf að ryðja hindr­un­um úr vegi. Það kall­ar á marg­vís­leg­ar skipu­lags­breyt­ing­ar og und­an því verður ekki vikist að grípa þau tæki­færi sem fel­ast í fjölþjóðasam­vinnu.

Við þurf­um nýja viðreisnaráætl­un fyr­ir Ísland. Þar sem frjáls­lyndi er lyk­ill­inn.

Sam­starf við Evr­ópu­sam­bandið um stöðugri krónu

Virk­ari sam­keppni er mik­il­væg for­senda þess að hægt verði að auka fram­leiðni í at­vinnu­líf­inu. Til þess þurfa sér­hags­mun­ir að víkja fyr­ir al­manna­hags­mun­um.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur skilað mik­illi fram­leiðni og verðmæt­um. Þar eru enn ónýtt tæki­færi. Markaðslausn­ir við ákvörðun veiðigjalda í tíma­bundn­um samn­ing­um eru eitt skref. Annað felst í auknu gegn­sæi, kröf­um um skrán­ingu á hluta­bréfa­markað og skil­yrðum um dreifða eign­araðild að stærstu fyr­ir­tækj­um.

Auka á stuðning við land­búnaðinn. Um leið þarf að leysa nýja verðmæta­sköp­un úr læðingi með frjáls­ara kerfi og teng­ingu við loft­lags­mark­mið.

Stöðugur gjald­miðill er síðan helsta for­senda fram­leiðniaukn­ing­ar. Sá mikli vöxt­ur í ný­sköp­un og þekk­ing­ariðnaði, sem við þurf­um að reiða okk­ar á næsta ára­tug, verður því aðeins að veru­leika að við fáum stöðuga mynt. Hér er til mests að vinna og engu ein­asta tæki­færi má tapa.

Árleg­ur kostnaður al­menn­ings og fyr­ir­tækja vegna krón­unn­ar hleyp­ur á tug­um millj­arða. Byrðin vegna skulda­vand­ans verður einnig þyngri vegna krón­unn­ar.

Viðreisn ætl­ar því að leggja til að án taf­ar verði leitað eft­ir form­legu sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið, á grund­velli aðild­ar okk­ar að innri markaði þess, til þess að verja stöðugra verðgildi krón­unn­ar. Síðan verður að opna fleiri út­flutn­ings­mögu­leika, efla sam­keppni og menn­ing­ar­sam­starf með fullri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Kosið um frjáls­lyndi eða íhald

Þetta er kjarn­inn í nauðsyn­leg­um breyt­ing­um. Engri þjóð hef­ur tek­ist að ná þeim hag­vexti, sem við þurf­um nú svo sár­lega á að halda til að verja vel­ferðar­kerfið, nema með mikl­um skipu­lags­breyt­ing­um og nýj­um skref­um í fjölþjóðasam­vinnu.

Fjölþjóðasam­vinna er líka for­senda þess að við náum sett­um mark­miðum í lofts­lags­mál­um. Án raun­hæfra aðgerða geta þau orðið dýr­keypt­ari en veir­an. Í heild hanga fjöl­mörg brýn verk­efni á þess­ari spýtu áætl­un­ar um viðreisn efna­hags­ins.

Kosn­ing­arn­ar næsta haust snú­ast því ekki eins og stund­um um óskalista, held­ur um frjáls­lyndi eða íhald, vöxt eða stöðnun.

Leys­um gát­una

Þegar við stönd­um and­spæn­is mikl­um áskor­un­um reyn­ir á þá kjöl­festu sem við eig­um í ís­lensk­um menn­ing­ar­arfi. Þar sem jafn­rétt­isáhersl­ur leika líka stærra hlut­verk en áður. Gleym­um aldrei að við erum að vinna fyr­ir fólkið okk­ar og ætt­ar­landið sjálft.

Þor­steinn Erl­ings­son varð þjóðskáld á átaka­tíma í ís­lenskri sögu þegar við brut­umst til sjálf­stæðis til þess að skipa eig­in mál­um að vild og haga sam­vinnu við aðrar þjóðir eins og best þjónaði okk­ar hags­mun­um. Hann unni Íslandi, var eld­hugi, jafnaðarmaður en jafn­framt óhrædd­ur við að brýna landa sína til að tak­ast á við nýj­ar áskor­an­ir.

Mér finnst sem þess­ar ljóðlín­ur hans eigi vel við það mikla verk­efni, sem við okk­ur blas­ir nú:
Því sá, sem hræðist fjallið og ein­lægt aft­ur snýr,
fær aldrei leyst þá gátu: hvað hinum meg­in býr.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. desember 2020