Hlustað á íbúa – óbreytt skipulag í M22

Und­an­farnar vikur hefur farið fram umræða um til­lögur að fram­leng­ingu á Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur til árs­ins 2040. Til­lög­urnar fylgja meg­in­línum gild­andi aðal­skipu­lags um gæði og þétt­leika byggðar en gerðar eru nauð­syn­legar breyt­ingar vegna Borg­ar­línu auk þess sem lagt er til að land­notkun verði breytt á nokkrum svæð­um.

Eitt þess­ara svæða er reitur M22 – Hallar í hlíðum Úlf­ars­fells þar sem lagt var til að fella á brott heim­ild til upp­bygg­ingar íbúð­ar­hús­næðis ásamt því heim­ila gróf­ari atvinnu­starf­semi en gert hafði verið ráð fyrir til þessa.

Allir full­trúar í íbúa­ráði hverf­is­ins, sem skipað er full­trúum úr meiri­hluta og minni­hluta borg­ar­stjórnar auk full­trúa gras­rót­ar­sam­taka og íbúa hverf­is­ins, skil­uðu inn sam­eig­in­legri umsögn þar sem fram kom skýr vilji ráðs­ins um að skil­málar núgild­andi aðal­skipu­lags skuli halda gildi sínu í stað þeirra til­lagna sem lagðar voru fram í drögum að breyt­ingum sem snúa að reit M22.

Að teknu til­liti til athuga­semda íbúa­ráðs­ins sem og ann­ara hags­muna­að­ila í borg­ar­hlut­anum liggur beint við að end­ur­skoða áformin enda slíkt í anda þess sam­ráðs sem hafa ber að hafa í tengslum við svo mik­il­væga breyt­ingu. Ekki síst þar sem umsagn­irnar falla almennt vel að heild­ar­hug­mynda­fræði aðal­skipu­lags­ins um bland­aða, þétta og mann­væna byggð. Því er rétt að falla frá umræddum breyt­ingum á reit M22 í Úlf­arsár­dal þannig að núgild­andi skil­málar um bland­aða byggð íbúða og þrifa­lega atvinnu­starf­semi verði áfram í gildi á reitn­um.

Eðli­legt er að skoða nánar skipu­lag fyrir svæðið í tengslum við gerð hverf­is­skipu­lags fyrir hverf­ið. Það skipu­lag verður unnið í breiðu sam­ráðs­ferli eins og öll hverf­is­skipu­lög hingað til. En í þessu máli var afstaða íbúa skýr og á hana verður hlust­að.

Pawel Bar­toszek, borg­ar­full­trúi Við­reisnar og vara­for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs.
Freyr Gúst­avs­son, full­trúi Við­reisnar í íbúa­ráði Graf­ar­holts og Úlf­arsár­dals og for­maður ráðs­ins.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 12. janúar 2021