Opinn fundur um opinberar framkvæmdir

Hvernig getum við bætt umgjörð opinberra útboða þannig að skattfé nýtist sem best? Viðreisn býður til opins fundar í streymi á facebook síðu Viðreisnar, laugardaginn 9. janúar kl. 11-12.
Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og Runólfur Þór Ástþórsson, framkvæmdastjóri VSÓ Ráðgjöf munu halda stutt erindi um opinberar framkvæmdir og hvernig best sé að bæta umgjörð þeirra og eftirlit. Þórður Víkingur mun svo sitja fyrir svörum ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs og oddvita Viðreisnar í Reykjavík. Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti BF Viðreisnar í Kópavogi mun stýrir umræðum.
Hægt verður að bera fram spurningar í kommentum við útsendinguna og verður þeim svarað eins og tími gefst til.