Sveitarstjórnarþing Viðreisnar

Stjórn sveitarstjórnarráðs Viðreisnar boðar til sveitarstjórnarþings laugardaginn 30. janúar, frá kl. 10-14. Þingið verður rafrænt að þessu sinni.  Kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstiginu og þau sem starfa í nefndum/ráðum sveitarfélaga fyrir Viðreisn ættu öll að hafa fengið tölvupóst um þingið og skráningu. Hafi sá tölvupóstur ekki borist er fólk hvatt til að senda póst á vidreisn@vidreisn.is til að fá hlekk á skráningu.

Dagskrá sveitarstjórnarþingsins tekur mið af því að nú er kjörtímabil sveitarstjórna hálfnað. Því er tími til að líta um öxl og sjá hvaða lærdóma við getum dregið af undanförnum tveim árum og svo undirbúa okkur fyrir kosningar á næsta ári.

Dagskrá þingsins verður:
1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar setur þingið
2. Kosning fundarstjóra og ritara
3. Daði Már Kristófersson: innra starf í aðdraganda tveggja kosninga
4. Rödd Viðreisnar og mörkun. Hvernig komum við okkar skilaboðum á framfæri?
5. Lovísa Jónsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs: Síðasta sveitarstjórnarþing, niðurstöður og lærdómur
6. Ályktun sveitarstjórnarráðs (athugið að við atkvæðagreiðslu hafa einungis þeir atkvæðarétt sem eru í sveitarstjórnarráði, þ.e. aðal- og varafulltrúar í sveitarstjórnum sem eru flokksbundnir í Viðreisn)
7. Óvæntur hressleiki.

Skráðir þátttakendur munu fá staðfestingarpóst með Zoom-hlekknum til að tengjast fundinum. Í aðdraganda fundar munu svo allir skráðir þinggestir fá tölvupóst með drögum að ályktun sveitarstjórnarráðs.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Það er með þátttöku okkar allra sem Viðreisn verður að öflugri rödd í stjórnmálum Íslands.

Stjórn Sveitarstjórnarráðs,

Lovísa Jónsdóttir formaður, Einar Þorvarðarson, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Pawel Bartoszek og Sigurjón Vídalín.