Hér þarf þó að meta hvort þeir samn­ingar sem við náðum í gegn, með sam­starfi við aðrar Evr­ópu­þjóðir á grund­velli þess að hlut­falls­lega fengju allar þjóð­irnar jafn­mikið af bólu­efni, séu næg ástæða til að grafa undan gildi alþjóða­sam­skipta og sam­starfs við ESB. Það virð­ist vera mark­mið þeirra sem hæst gagn­rýna samn­ing­inn. Einnig þarf að skoða hvort lík­legt sé að örþjóðin Ísland hefði ein getað náð mun betri samn­ingum og hvað slíkir samn­ingar hefðu kost­að. Líkur eru á að við höfum náð betri árangri, sem hluti af stærri og öfl­ugri heild.

Göngum alla leið í ESB

Síð­ustu ára­tugi hefur Ísland til­heyrt EES og því hálf­part­inn hluti af Evr­ópu­sam­band­inu. Margir ótt­uð­ust að með aðild að EES myndu þjóð­ar­ein­kenni Íslands dvína, við þyrftum að greiða dýru verði fyrir aukið við­skipta­frelsi og að í því fælist of mikið valda­fram­sal.  Raunin hefur þó aðeins verið jákvæð. Hag­sæld Íslend­inga hefur auk­ist mikið og staða okkar batnað á alþjóða­vísu. Nú síð­ast hefur þetta banda­lag tryggt okkur nægt magn bólu­efnis gegn hættu­legum heims­far­aldri. Almennt er ávinn­ing­ur­inn af sam­starfi við ESB af hinu góða.

Með EES erum við með annan fót­inn inni í ESB. En með fullri aðild og báða fætur inni myndi staða okkar styrkj­ast enn frekar og tryggja okkur Íslend­ingum meiri ávinn­ing og ákvarð­ana­vald að auki. Sam­starfið við ESB og þau tæki­færi sem það býður upp á eru ekki sjálf­gef­in. Þess vegna megum við ekki leyfa þeim sem kjósa að draga úr sam­starfi við ESB að stýra umræð­unni. Við komumst í gegnum heims­far­ald­ur­inn einmitt með því að starfa með vinum okkar handan sjón­deild­ar­hrings­ins og vera þjóð meðal þjóða.

Höf­undur er stofn­fé­lagi Við­reisn­ar, vara­borg­ar­full­trúi og fyrrv. for­maður Ungra Evr­ópu­sinna.