Ís­lensk­ir hags­mun­ir í húfi

Þorsteinn Pálsson

Ís­land á að­ild að stærst­um hlut­a Evróp­u­sam­starfs­ins. Sú fjöl­þjóð­a­sam­vinn­a hef­ur þjón­að ís­lensk­um hags­mun­um afar vel.

Um að­ild Ís­lands að innr­i mark­að­i Evróp­u­sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn stóð­u þó hat­ramm­ar deil­ur þeg­ar sú á­kvörð­un var tek­in. Þær guf­uð­u hins veg­ar upp um leið og samn­ing­ur­inn byrj­að­i að virk­a.

And­óf­ið fær byr

En nú, meir­a en ald­ar­fjórð­ung­i síð­ar, eru há­vær­ar kröf­ur inn­an tveggj­a stjórn­mál­a­flokk­a um að samn­ing­ur­inn verð­i tek­inn til end­ur­skoð­un­ar.

Þett­a er klár stefn­a Mið­flokks­ins. En í­halds­arm­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins tal­ar fyr­ir sömu hug­mynd­um þó að flokk­ur­inn í heild hafi ekki enn gert kröf­un­a að stefn­u­mál­i.

Þess­i sjón­ar­mið komu skýrt fram þeg­ar þriðj­i ork­u­pakk­inn kom til um­fjöll­un­ar á Al­þing­i. Af­greiðsl­an tafð­ist í meir­a en ár. Á­stæð­an var ekki ó­ró­leik­i í VG. Það voru sjálf­stæð­is­menn, sem höfð­u ekki fullt vald á mál­in­u, hvork­i í þing­flokkn­um né í bak­land­in­u.

Sjálf­stæð­is­menn í suð­vest­ur­kjör­dæm­i á­kváð­u ný­leg­a að setj­a í bar­átt­u­sæt­i á list­a sín­um í þess­u sterk­ast­a vígi flokks­ins einn helst­a and­ófs­mann EES-samn­ings­ins, sem auk þess var aðal hug­mynd­a­fræð­ing­ur­inn í and­stöð­unn­i við þriðj­a ork­u­pakk­ann.

Áður skip­að­i þett­a sæti tals­mað­ur frjáls­lyndr­a við­horf­a í flokkn­um.

Skýr skil­a­boð

Þett­a eru skýr skil­a­boð um að á næst­a kjör­tím­a­bil­i muni Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggj­a aukn­a á­hersl­u á þett­a and­óf og færa sig nær Mið­flokkn­um.

Vinn­i flokk­ur­inn sæt­ið má reikn­a með fleir­i upp­á­kom­um við inn­leið­ing­u regln­a á grund­vell­i EES-samn­ings­ins.

Verð­i báð­ir flokk­arn­ir í næst­u rík­is­stjórn er eins lík­legt að end­ur­skoð­un samn­ings­ins um Evrópsk­a efn­a­hags­svæð­ið verð­i haf­in.

Gald­ur­inn

Sá mikl­i efn­a­hags­leg­i ár­ang­ur, sem innr­i mark­að­ur Evróp­u­sam­bands­ins hef­ur skil­að, bygg­ir á því að að­ild­ar­þjóð­irn­ar hafa sam­mælst um að fylgj­a all­ar sömu leik­regl­um á til­tekn­um svið­um. Nefn­a má sam­keppn­is­regl­ur, neyt­end­a­vernd og kröf­ur um heil­brigð­i og holl­ust­u.

Þett­a hef­ur sér­stak­leg­a styrkt sam­keppn­is­stöð­u minn­i ríkj­a eins og Ís­lands. Af sömu á­stæð­u hef­ur þett­a ver­ið afl­vak­i fyr­ir minn­i og með­al­stór fyr­ir­tæk­i hér og um alla álf­un­a. Gald­ur­inn er að all­ir fylg­i sömu leik­regl­um.

Þau ríki, sem eiga full­a að­ild að Evróp­u­sam­band­in­u, setj­a regl­urn­ar. Hér hef­ur þjóð­in ekki einu sinn­i feng­ið að segj­a álit sitt á því hvort rétt sé að tryggj­a Ís­land­i sæti við borð­ið þeg­ar á­kvarð­an­ir eru tekn­ar.

Loð­in­mælt­ir tals­menn

Ein­hverr­a hlut­a vegn­a hafa tals­menn end­ur­skoð­un­ar EES-sam­n­ings­ins ver­ið frem­ur loð­in­mælt­ir um mark­mið­ið. Kjarn­inn í máli þeirr­a virð­ist þó vera sá að Ís­land eigi að hald­a öll­um rétt­ind­um á innr­i mark­aðn­um en fá frjáls­ar hend­ur til þess að velj­a hvað­a sam­eig­in­leg­u regl­um það vill fylgj­a.

Aug­ljóst er að þess­i hug­mynd­a­fræð­i geng­ur ekki upp. Í raun og veru er því ver­ið að tala í kring­um þá hugs­un að Ís­land fari út af innr­i mark­aðn­um.

Kosn­ing­a­bar­átt­a sjálf­stæð­is­mann­a í suð­vest­ur­kjör­dæm­i snýst um að tryggj­a þess­u við­horf­i auk­in á­hrif á Al­þing­i.

Við­spyrn­an

Í þess­u sam­band­i er vert að hafa í huga að ný skref í fjöl­þjóð­legr­i sam­vinn­u og þátt­tak­a í sam­eig­in­leg­um leik­regl­um hef­ur allt­af ver­ið við­spyrn­an þeg­ar Ís­land hef­ur unn­ið sig út úr efn­a­hags­lægð­um.

Nefn­a má að­ild­in­a að Nor­ræn­a mynts­am­band­in­u, að­ild­in­a að Brett­on Wo­ods gjald­miðl­a­sam­starf­in­u á við­reisn­ar­ár­un­um, að­ild­in­a að Frí­versl­un­ar­sam­tök­um Evróp­u, að­ild­in­a að innr­i mark­að­i Evróp­u­sam­bands­ins og sam­starfs­samn­ing­inn við Al­þjóð­a­gjald­eyr­is­sjóð­inn eft­ir hrun.

Við­spyrn­an eft­ir krepp­un­a núna bygg­ir á því að ís­lensk fyr­ir­tæk­i fái ný tæk­i­fær­i á er­lend­um mörk­uð­um. Jafn­framt þarf að tryggj­a geng­is­stöð­ug­leik­a.

Tvær leið­ir

Þess­u má ná skjótt með auk­inn­i sam­vinn­u inn­an mark­a EES-samn­ings­ins og til lengr­i tíma lit­ið með fullr­i að­ild að Evróp­u­sam­band­in­u. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn boð­ar hins veg­ar: auk­in gjald­eyr­is­höft til að styðj­a krón­un­a, eng­in fleir­i skref í fjöl­þjóð­a­sam­vinn­u og auk­ið and­óf gegn EES.

Þjóð­verj­ar gang­a til kosn­ing­a á sama tíma og við í haust. Nýr leið­tog­i Krist­i­legr­a dem­ó­krat­a þar seg­ir að eina leið­in til þess að vaxa út úr krepp­unn­i sé auk­in Evróp­u­sam­vinn­a og auk­in al­þjóð­leg sam­vinn­a.

Hér sit­ur rík­is­stjórn, sem held­ur því fram að Ís­land eigi nú í fyrst­a skipt­i að vinn­a sig út úr krepp­u án þess að stíg­a ný skref í fjöl­þjóð­a­sam­vinn­u.

Hér eru ís­lensk­ir hags­mun­ir í húfi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júlí 2021