Part­ur af prógr­am­met, frú Stell­a?

Þorsteinn Pálsson

Í fyrr­a yf­ir­gáf­u flest­ir er­lend­ir fjár­fest­ar ís­lensk­a fjár­mál­a­mark­að­inn vegn­a van­trú­ar á krón­unn­i. Mörg­um þótt­i því á­nægj­u­legt að sjá er­lend­a fjár­fest­ing­a­sjóð­i taka þátt í hlut­a­fjár­út­boð­i Ís­lands­bank­a.

For­sæt­is­ráð­herr­a og fjár­mál­a­ráð­herr­a sögð­u að þett­a sýnd­i traust út­lend­ing­a á efn­a­hags­stjórn­inn­i. Í f lest­um vest­ræn­um ríkj­um eru er­lend­ar fjár­fest­ing­ar ein­mitt vís­bend­ing um að hlut­irn­ir séu í góðu lagi. Það er þó ekki al­gild regl­a.

Líta þarf und­ir yf­ir­borð­ið

Í sum­um til­vik­um er nauð­syn­legt að skyggn­ast að­eins und­ir yf­ir­borð­ið áður en á­lykt­an­ir eru dregn­ar um það mat, sem að baki slík­um fjár­fest­ing­um býr.

Er­lend­ir fjár­fest­ar hafa keypt hér verð­bréf fyr­ir­tækj­a og rík­is­sjóðs í gegn­um tíð­in­a. Þeir hafa svo kom­ið og far­ið eins og vind­ur­inn.

Meir­i­hlut­i Al­þing­is held­ur því fram að það sé ó­rjúf­an­leg­ur hlut­i af full­veld­i lands­ins að Ís­lend­ing­ar, neyt­end­ur og skatt­borg­ar­ar, greið­i er­lend­um á­hætt­u­sjóð­um marg­falt hærr­i vext­i en þeir fá í heim­a­lönd­um sín­um.

Út­lend­ing­ar hafa því leng­i get­að stund­að hér mjög á­bat­a­söm vaxt­a­mun­ar­við­skipt­i og líka átt á­hætt­u­við­skipt­i með krón­un­a.

Full­veld­ið not­að sem af­sök­un

Hér er full­veld­ið vit­a­skuld not­að sem af­sök­un. Raun­ver­u­leg á­stæð­a fyr­ir þess­um við­skipt­a­hátt­um er allt önn­ur.

Nokkr­ir ís­lensk­ir ein­staklingar og fá­ein ís­lensk fyr­ir­tæk­i hagn­ast vel á sams kon­ar á­hætt­u­við­skipt­um. Meir­i­hlut­i Al­þing­is er að verj­a slík­a sér­hags­mun­i gegn hags­mun­um al­menn­ings og þorr­a fyr­ir­tækj­a í land­in­u. Það er full­veld­in­u alveg ó­við­kom­and­i.

Reynd­ar mætt­i frem­ur segj­a að það græf­i und­an fjár­hags­leg­u full­veld­i lands­ins.

Ís­land flokk­að með Níg­er­í­u

Í þess­u ljós­i var á­hug­a­vert að lesa frétt­a­skýr­ing­u í Kjarn­an­um ný­leg­a um er­lend­u fjár­fest­ing­a­sjóð­in­a, sem keypt­u í Ís­lands­bank­a. Þar kem­ur fram mat þeirr­a á Ís­land­i og stöð­ug­leik­a krón­unn­ar.

Sam­kvæmt Kjarn­an­um flokk­ar fjár­fest­ing­a­sjóð­ur­inn RWC Asset Man­a­gem­ent Ís­land sem verð­and­i ný­mark­aðs­rík­i í glær­u­kynn­ing­u. Í þeim flokk­i eru ríki eins og Kró­at­í­a og Níg­er­í­a.

Sjóð­ur­inn tel­ur að verð­and­i ný­mark­aðs­rík­i stand­i að baki lönd­um eins og Mex­ík­ó og Rúss­land­i, en margt sé þó líkt með Ís­land­i og lönd­um eins og Chil­e og Argent­ín­u.

Ætla verð­ur að ráð­herr­arn­ir hafi les­ið þett­a mat áður en þeir lýst­u á­nægj­u sinn­i með álit sjóðs­ins á ís­lensk­u efn­a­hags­líf­i.

Spá um geng­is­há­stökk

Reynd­ar voru aðr­ir hlut­ir í mati RWC Asset Man­a­gem­ent mikl­u at­hygl­is­verð­ar­i en þess­i f lokk­un. Í mat­in­u kem­ur nefn­i­leg­a fram að sjóð­ur­inn ger­ir ráð fyr­ir ó­breytt­u geng­i krón­unn­ar í ár en 7% hækk­un á næst­a ári.

Ein af for­send­un­um fyr­ir hlut­a­bréf­a­kaup­un­um er sem sagt geng­is­há­stökk krón­unn­ar.

Í flest­um öðr­um vest­ræn­um ríkj­um hefð­i slík frétt hleypt öllu í bál og brand. Fjöl­miðl­ar hefð­u var­ið ó­mæld­u pláss­i og tíma í um­fjöll­un um mál­ið. Rík­is­stjórn og Seðl­a­bank­i hefð­u stig­ið fram og gef­ið sann­fær­and­i yf­ir­lýs­ing­ar um að slíkt mynd­i ekki ger­ast.

En hér er ekki sagt eitt auk­a­tek­ið orð. Gern­ing­ar af þess­u tagi virð­ast bara vera „part­ur af prógr­am­met“ svo ekki sé vitn­að í minn­i mann en Sal­om­on Gust­av­son í Stell­u í or­lof­i.

Froð­u­hag­kerf­i eða verð­mæt­a­sköp­un

Ljóst er að ræt­ist þess­i hagn­að­ar­for­send­a RWC Asset Man­a­gem­ent, þýð­ir það ó­mælt tap venj­u­legr­a, ís­lenskr­a útf lutn­ings­fyr­ir­tækj­a. Alveg sér­stak­leg­a yrði þett­a skell­ur fyr­ir við­reisn ferð­a­þjón­ust­unn­ar og ný­sköp­un þekk­ing­ar­iðn­að­ar.

Rík­is­sjóð­ur yrði hins veg­ar í góðu vari með geng­is­á­hætt­u af mikl­um er­lend­um lán­tök­um frá síð­ast­a ári.

Þett­a lýs­ir vel þeirr­i innr­i spenn­u, sem ó­not­hæf­ur gjald­mið­ill veld­ur í ís­lensk­u efn­a­hags­líf­i. Mat RWC Asset Man­a­gem­ent er dæmi um spenn­u mill­i froð­u­hag­kerf­is og verð­mæt­a­sköp­un­ar.

Nú hef­ur Seðl­a­bank­inn feng­ið heim­ild­ir til þess að beit­a gjald­eyr­is­höft­um í þeim til­gang­i að koma í veg fyr­ir sveifl­ur af þess­u tagi. Vænt­an­leg­a verð­ur öll­um verk­fær­um bank­ans beitt og snún­ing­ur tek­inn á þeirr­i guðs­gjöf sem ráð­herr­arn­ir sáu í komu sjóð­ann­a.

Varl­a verð­ur ferð­a­þjón­ust­an lát­in borg­a þeim 7% geng­is­hagn­að ofan á veg­leg­a for­gjöf rík­is­sjóðs. Sum­ir sjóð­ann­a ótt­ast höft­in og eru þeg­ar farn­ir með for­gjöf­in­a.

Pott­lok á um­ræð­un­a

Fyr­ir sex árum voru Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins virk í um­ræð­u um stöð­ug­an gjald­mið­il fyr­ir hag­kerf­i verð­mæt­a­sköp­un­ar. Nú virk­a þau eins og pott­lok á þá um­ræð­u. Þess­i um­skipt­i eru ekki hjálp­leg, nema fyr­ir þá fáu sem hagn­ast á froð­u­hag­kerf­in­u.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2021