Grípum tækifærin í menntun og nýsköpun

Eft­ir þungt efna­hags­legt högg sem fylgdi heims­far­aldri hef­ur mikið verið rætt um nauðsyn þess að fjölga stoðum at­vinnu­lífs­ins og styrkja þannig lands­hag. Flest­ir átta sig á því að það fel­ast hætt­ur í því að treysta ein­göngu á fáar at­vinnu­grein­ar. Það ger­ir okk­ur sem þjóð ber­skjaldaða, því þegar þess­ar grein­ar verða fyr­ir höggi verður höggið svo þungt fyr­ir sam­fé­lagið allt.

Ferðaþjón­ust­an reynd­ist okk­ur mik­il lyfti­stöng eft­ir hrunið. Sú at­vinnu­grein reynd­ist land­inu öllu og ekki síst byggðunum gríðarlega já­kvæð og mik­il­væg. Það leyn­ir sér ekki þegar við ferðumst um landið og njót­um nýrra veit­ingastaða og afþrey­ing­ar sem orðið hafa til á rúm­um ára­tug. Ferðaþjón­ust­an er og verður okk­ur áfram mik­il­væg stoð. Leiðin til að fjölga stoðunum er ekki sú að tala niður þær grein­ar sem eru fyr­ir á fleti. Við eig­um að vera stolt af ferðaþjón­ust­unni. En við þurf­um hins veg­ar að sækja mark­visst fram á fleiri sviðum.

Fjár­fest­um í há­skól­um og rann­sókn­um

Grund­vall­arþátt­ur þess að fjölga stoðum at­vinnu­lífs og veðja á ný­sköp­un er að fjár­festa mark­visst í mennt­un og mennta­kerf­inu. Mennt­un og ný­sköp­un verða nefni­lega ekki í sund­ur slit­in. Á þetta hef­ur Viðreisn lagt mikla áherslu í umræðu um viðbrögð við efna­hags­lega högg­inu sem fylgdi heims­far­aldri. Mér hef­ur hins veg­ar fund­ist sem und­ir­tekt­ir hefðu mátt vera sterk­ari hjá full­trú­um annarra flokka og mér hef­ur raun­ar fund­ist áber­andi hversu lítið vægi mennta­mál fá í þess­ari kosn­inga­bar­áttu.

Mennt­un leiðir til ný­sköp­un­ar og al­mennr­ar vel­ferðar í sam­fé­lag­inu. Þetta er ein­fald­lega staðreynd. Og það er mik­il­væg­ara en nokkru sinni fyrr að byggja skap­andi at­vinnu­líf með hug­viti og þekk­ingu. Með því móti sköp­um við eft­ir­sókn­ar­verð störf, auk­um fram­leiðni og mót­um sam­fé­lag sem laðar að sér hæfi­leika­ríka ein­stak­linga. Með þessu tryggj­um við að ungt fólk sem sæk­ir sér fram­halds­mennt­un er­lend­is velji að snúa aft­ur heim.

Liður í því að tryggja næstu kyn­slóð sam­keppn­is­hæf lífs­kjör er að störf á Íslandi stand­ist sam­keppni að utan. Sú sam­keppni snýst vissu­lega um kjör en ekki síður um hvernig störf við bjóðum, hvernig starfs­um­hverfi við bjóðum, hversu auðvelt er að eign­ast heim­ili á Íslandi og hver dag­leg­ur kostnaður fjöl­skyldna er. Mennta­kerfið geym­ir lausn­ina við þeirri áskor­un sem lýt­ur að því að hér verði til fjöl­breytt og spenn­andi störf. Þess vegna er óviðun­andi að Ísland skuli standa hinum Norður­landaþjóðunum að baki þegar litið er til fjár­mögn­un­ar há­skóla, til rann­sókna og þró­un­ar. Ísland er eft­ir­bát­ur Norður­landaþjóðanna. Það er speg­ill á skamm­sýni stjórn­valda.

Viðreisn mennt­un­ar

Viðreisn hef­ur á fimm ára sögu sinni talað fyr­ir þeirri hug­mynda­fræði að nálg­ast beri út­gjöld til há­skól­anna sem lang­tíma­fjár­fest­ingu. Viðreisn hef­ur frá upp­hafi lagt áherslu á að stjórn­völd eigi að standa með og standa vörð um há­skóla­mennt­un með því að gera há­skól­um kleift að sækja fram á sviði rann­sókna. Vilji okk­ar stend­ur til þess að Íslend­ing­ar standi jafn­fæt­is frænd­um sín­um ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um hvað varðar fram­lög til há­skóla­mennt­un­ar. Þegar Viðreisn var stofnuð árið 2016 sett­um við okk­ur þetta mark­mið fyr­ir árið 2022. Nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur þó fengið því áorkað að Ísland hef­ur nú náð OECD-meðaltal­inu en tölu­vert er hins veg­ar í land til að kom­ast í flokk með ná­grannaþjóðunum.

Liður í því að sækja fram í mennta­mál­um er að stjórn­völd setji sér metnaðarfull mark­mið og sjái tæki­fær­in sem fel­ast í mennta­kerf­inu. Þau blasa við okk­ur. Liður í því að sækja fram sem sam­fé­lag er jafn­framt að stjórn­völd séu meðvituð um og mark­viss í því að sjá og styrkja tengsl­in milli mennt­un­ar og ný­sköp­un­ar. Þá sýn hef­ur vantað hjá þeirri rík­is­stjórn sem nú sit­ur.

Tæki­fær­in í mennta­kerf­inu

Há­skól­ar verða að vera fram­sýn­ir og það eru þeir. En það verða stjórn­völd líka að vera, því stjórn­völd eru bak­hjarl skól­anna. Það er þörf á stjórn­mála­afli sem vill efla há­skól­ana. Það er þörf á viðreisn há­skól­anna. Mennt­un og ný­sköp­un eru syst­ur sem eiga að fá að ganga hönd í hönd. Það er ekki hægt að veðja á ný­sköp­un ef fókus á mennta­kerfið fylg­ir ekki með. Tæki­fær­in í há­skóla­mennt­un, rann­sókn­um og ný­sköp­un blasa við. Þau þarf að grípa. Það verður best gert með því að veita há­skól­un­um sterk­ari stuðning. Þannig gef­um við framtíðinni tæki­færi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. september 2021