Fæðuöryggi á stríðstímum

Það eru óveð­urs­ský á lofti. Hern­aði Rússa í Úkra­ínu linnir ekki, frið­ar­við­ræðum miðar hægt og brjál­aðir menn með kjarn­orku­vopn halda heim­inum í helj­ar­g­reip­um. Það er full ástæða til að ræða öryggi þjóð­ar­inn­ar, ekki bara varnir gegn hern­aði heldur líka fæðu­ör­yggi henn­ar. Hver er staða fæðu­ör­yggis okkar ef allt fer á versta veg og styrj­öld brýst út í Evr­ópu?

Í ljósi sög­unnar

Undir lok fyrri heims­styrj­aldar var land­lægur skortur á nauð­synj­um. Þar spil­aði inn í að spænska veikin reið yfir heim­inn og frosta­vet­ur­inn mikli lok­aði á sama tíma sigl­inga­leiðum til Íslands. Þreng­ing­arnar lýstu sér ekki ein­göngu í skorti á mat­vælum heldur einnig kolum og öðru elds­neyti.

Í síð­ari heims­styrj­öld var mann­fall mikið þegar kaf­bátar nas­ista sökktu bæði fisk­veiði­skipum og flutn­inga­skip­um. Þrátt fyrir það voru afleið­ing­arnar bless­un­ar­lega ekki slíkar að fæðu­ör­yggi Íslend­inga hafi verið ógn­að.

Þessi yfir­vof­andi ógn um ein­angrun og hung­ursneyð er þó ekki sér­ís­lensk. Í styrj­öldum síð­ustu aldar réð­ust herir líka á land­flutn­inga­leiðir nágranna­ríkja okkar og ótt­inn við skort var jafn raun­veru­legur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutn­ingum og engin Vest­ur­landa­þjóð er sjálfri sér næg.

Inn­lend fram­leiðsla er háð öruggum flutn­ingum

Ef vöru­flutn­ingar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma er nær öruggt að við þyrftum að þola mik­inn vöru­skort. Ekki aðeins vegna þess að við gætum ekki flutt inn erlend mat­væli heldur vegna þess að bæði land­bún­að­ur­inn okkar og fisk­veiði eru háð olíu, tækjum og öðrum aðföngum erlendis frá. Inn­lend mat­væla­fram­leiðsla treystir á stöðuga og örugga flutn­inga milli landa.

Án opinna flutn­inga­leiða myndu olíu­birgðir þjóð­ar­innar að end­ingu tæm­ast. Trakt­orar stæðu kyrrir á heim­reiðum og tog­arar við bryggju. Við gætum verið heppin og átt 90 daga birgðir eða óheppin með birgða­stöðu í lág­marki. Við gætum verið sér­stak­lega óheppin og misst stóran hluta hey­skap­ar­ins.

Snemma í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum bár­ust fréttir af því að fram­leiðsla dýra­af­urða er ekki ein­göngu háð milli­landa­flutn­ingum á aðföng­um. Í ljós kom að kjúklinga­bændur eru háðir því að erlendir sér­fræð­ingar geti flogið til lands­ins til að kyn­greina unga. Að þeirra sögn er þessi sér­fræði­þekk­ing ekki til staðar á Íslandi. Þá snertum við ekki á því að Frakkar og Sviss­lend­ingar hafa þegar bannað aflífun unga með mölun eða gasi vegna þess hve grimmi­leg hún þykir og láta kyn­grein­ingu fara fram áður en ung­arnir klekj­ast úr eggj­um.
Þrátt fyrir allt tal um hvað stuðn­ingur við íslenska mat­væla­fram­leiðslu sé mik­il­vægur til að tryggja fæðu­ör­yggi okkar þá er raun­veru­leik­inn sá að henni væru allar bjargir bann­aðar ef flutn­ingar til lands­ins legð­ust af.

Þar af leið­andi getum við full­yrt að vernd­ar­toll­ar, rík­is­styrkir og höft gera lítið til að tryggja fæðu­ör­yggi okk­ar. Það sem helst áorkast með þeim er að hækka hér mat­ar­verð, öllum neyt­endum til óhags.

Hvaða fram­leiðsla hefur burði til að vera sjálf­bær?

Ef mark­mið stjórn­valda er að auka hér fæðu­ör­yggi þá þarf að horfa til þeirrar mat­væla­fram­leiðslu sem er raun­veru­lega sjálf­bær. Ylrækt á græn­meti og prótín­fram­leiðsla úr jurta­rík­inu getur mettað marg­falt fleiri íbúa en hefð­bundin kjöt- og fisk­fram­leiðsla ef Ísland ein­angr­ast frá umheim­in­um.

Aug­ljós­lega er mat­jurta­ræktun einnig háð tækjum og aðföngum erlendis frá. Eins og staðan er núna treystir hún mjög á inn­fluttan til­bú­inn áburð. Án hans áætlar Mat­væla­stofnun að upp­skera minnki strax á fyrsta ári um 25-35%. Aftur á móti eru spenn­andi nýsköp­un­ar­verk­efni í gangi sem geta gert það að raun­hæfum mögu­leika að fram­leiða áburð heima á búum.

Ef stuðn­ingur við mat­væla­fram­leiðslu er undir for­merkjum fæðu­ör­yggis þá er aug­ljóst að það ætti að færa hann allan til þeirrar fram­leiðslu sem nýtir raf­magn en ekki olíu og hefur burði til að vera sjálf­bær til lengri tíma.

Hlut­verk Evr­ópu

Til allrar ham­ingju er ólík­legt að vöru­flutn­ingar til Íslands stöðv­ist. Gríð­ar­legar sam­göngu­bætur hafa orðið á síð­ustu 100 árum og nær óhugs­andi að skortur eins og þjóðin upp­lifði 1918 muni end­ur­taka sig.

Þess vegna verður fæðu­ör­yggi þjóð­ar­innar best tryggt með frjálsum og hafta­lausum við­skiptum milli ríkja. Besta verk­færi okkar í þeim efnum er í dag samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Hann er horn­steinn í utan­rík­is­við­skiptum þjóð­ar­innar og tryggir okkur greiðan aðgang að erlendum mörk­uðum með mat­væli og aðrar nauð­synj­ar. Hann er líka aðgöngu­miði okkar að Evr­ópu­sam­band­inu og umfangs­miklum aðgerðum þess til að stuðla að auknu fæðu­ör­yggi í heim­in­um.

Erlendis snýst umræðan um fæðu­ör­yggi nefni­lega minna um það hvernig hver þjóð geti þreytt þorr­ann óháð öðr­um. Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig stuðlað verði að upp­bygg­ingu á þeim svæðum sem búa við skort og hvernig sé hægt að tryggja örugga flutn­inga á neyð­ar­tím­um. Evr­ópsk sam­vinna skiptir hér lyk­il­máli.

Ef allt fer á versta veg er hið minnsta ljóst að meiri hluti umræð­unnar um fæðu­ör­yggi hér á landi hefur verið á villi­göt­um.

Höf­undur er aðstoð­ar­maður þing­flokks Við­reisn­ar.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 18. mars 2022