Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavík

Framboðslisti Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík var staðfestur í dag á fjölmennum félagsfundi Reykjavíkurráðs Viðreisnar. Sæti í ráðinu eiga allir meðlimir Viðreisnar búsettir í Reykjavík.

Oddviti listans er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sigurvegari prófkjörsins og formaður borgarráðs. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi. Í þriðja sæti er Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri. Í fjórða sæti er Geir Finnsson, framhaldsskólakennari og forseti Landssambands Ungmennafélaga.

Valið var í efstu sæti listans í prófkjöri sem fór fram 4.-5. mars. Tæplega 1.200 atkvæði bárust og var kjörsókn 61%. Úrslit prófkjörs sendar uppstillinganefnd, sem stillti upp lista Viðreisnar í Reykjavík í samræmi við reglur flokksins.

“Þetta er öflugur listi sem sýnir breidd Viðreisnar í Reykjavík. Við erum búsett í öllum hverfum borgarinnar og með fjölbreytta reynslu. Við höfum því skarpa sýn á þarfir Reykvíkinga og munum halda áfram að beita okkur fyrir því að einfalda lífið í borginni og efla öll hverfi til að þar megi finna aukna þjónustu og atvinnulíf,” segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti listans.

Meðalaldur frambjóðenda er 39,5 ár. Yngsti frambjóðandinn verður 18 ára mánuði fyrir kosningar. Elsti frambjóðandinn er 80 ára. Búseta frambjóðenda er um alla borg en flestir frambjóðendur búa í Breiðholti.

Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavík 2022:

  1. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs
  2. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi
  3. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
  4. Geir Finnsson, framhaldsskólakennari og forseti Landssambands Ungmennafélaga
  5. Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, öryrki
  6. Erlingur Sigvaldason, kennaranemi
  7. Emilía Björt Írisardóttir, háskólanemi og forseti Uppreisnar í Reykjavík
  8. Samúel Torfi Pétursson, verkfræðingur og skipulagsráðgjafi
  9. Anna Kristín Jensdóttir, náms- og starfsráðgjafi
  10. Pétur Björgvin Sveinssonm, verkefnastjóri
  11. Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir, forstöðukona
  12. Sverrir Kaaber, fyrrverandi skrifstofustjóri
  13. Emma Ósk Ragnarsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
  14. Arnór Heiðarsson, aðstoðarskólastjóri
  15. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, háskólanemi og forseti Uppreisnar
  16. Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur og einkaleyfasérfræðingur
  17. Anna Margrét Einarsdóttir, lýðheilsufræðingur
  18. Bóas Sigurjónsson, framhaldsskólanemi
  19. Þuríður Pétursdóttir, lögfræðingur
  20. Máni Arnarsson, háskólanemi
  21. Hera Björk Þórhallsdóttir, tónlistarkona
  22. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins
  23. Arna Garðarsdóttir, verkefnastjóri
  24. Oddgeir Páll Georgsson, hugbúnaðarverkfræðingur
  25. Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og formaður íbúðaráðs Grafarholts
  26. Arnfinnur Kolbeinsson, háskólanemi
  27. Þyrí Magnúsdóttir, lögfræðingur
  28. Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur
  29. Sunna Kristín Hilmarsdóttir, blaðamaður
  30. Ingvar Þóroddssson, háskólanemi
  31. Ilanita Jósefína Harðardóttir, framhaldsskólanemi
  32. Andri Freyr Þórðarson, verkfræðingur
  33. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur
  34. Reynir Hans Reynisson, sérnámslæknir
  35. María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra
  36. Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og leiðsögumaður
  37. Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri
  38. Hákon Guðmundsson, markaðsfræðingur
  39. Sonja Sigríður Jónsdóttir, háskólanemi
  40. Kjartan Þór Ingason, umsjónakennari
  41. Þórunn Hilda Jónsdóttir, viðburðarstjóri
  42. David Erik Mollberg, hugbúnaðarsérfræðingur
  43. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, fyrrverandi lektor
  44. Þorsteinn Eggertsson, textahöfundur
  45. Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi
  46. Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi Alþingismaður