Niðurstöður leiðbeinandi könnunar í Mosfellsbæ

Niðurstöður liggja nú fyrir í óbindandi, rafrænni skoðanakönnun á meðal félagsmanna Viðreisnar í Mosfellsbæ varðandi röðun í 1.-6. sæti á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

1. sæti: Lovísa Jónsdóttir
1.-2. sæti: Valdimar Birgisson
1.-3. sæti: Elín Anna Gísladóttir
1.-4. sæti: Ölvir Karlsson
1.-5. sæti: Olga Kristrún Ingólfsdóttir
1.-6. sæti: Ágústa Fanney Snorradóttir

Uppstillingarnefnd Viðreisnar í Mosfellsbæ tekur nú við niðurstöðum könnunarinnar og vinnur með þær áfram en meðal annars þarf að taka tillit til reglna Viðreisnar um fléttulista. Uppstillingarnefnd stefnir á að bera listann upp til samþykktar í lok mars.

Öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í kosningabaráttu Viðreisnar í Mosfellsbæ í vor eru hvött til að senda okkur póst á mosfellsbaer@vidreisn.is.