Að kjósa utan kjörfundar

Öll þau sem ekki komast á kjörstað þann 14. maí nk. geta kosið utankjörfundar. Dómsmálaráðuneytið hefur undirbúið leiðbeiningarmyndbönd á íslensku og ensku um hvernig er kosið utan kjörfundar í sveitarstjórnarkosningum.

Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt. Á vefsíðu sýslumanna má sjá hvar og hvenær hægt er að kjósa. Á höfuðborgarsvæðinu fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram í Holtagörðum á 2. hæð.

Opnunartími í Holtagörðum er:
15. – 16. apríl, kl. 11:00 – 14:00
19. apríl – 1. maí, kl. 10:00 – 20:00
2. maí – 13. maí, kl. 10:00 – 22:00

Á kjördag laugardaginn 14. maí verður opið frá kl. 10:00 – 17:00 fyrir kjósendur sem eru á
kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Kjörstaðir eru:

Þau sem eru erlendis geta kosið á  skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns. Á vef utanríkisráðuneytisins eru að finna frekari upplýsingar.

Hægt er að kjósa á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsum. Tilkynnt verður um slíka kosningu á hverju heimili, sjúkrahúsi eða stofnun fyrir sig.

Kjósandi, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann geti kosið á sjúkrahúsi, dvalarheimili, fangelsi eða á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og bera fram við sýslumann eigi síðar en kl. 10. tveimur dögum fyrir kjördag.