Þétting fimmfalt betri

Stefna okkar í Við­reisn hefur verið að byggja þétt og þeirri stefnu hefur verið fram­fylgt í Reykja­vík. Í nýju hverfi á Ártúns­höfða sem var sam­þykkt í skipu­lags­ráði fyrir ára­mót er gert ráð fyrir 1600 íbúðum á 16 hekt­ara svæði. Það gerir um 100 íbúðir á hekt­ara.

Þau sem gagn­rýna þessa stefnu tala jafnan fyrir því að borgin skipu­leggi í stað­inn „ódýr­ar“ sér­býl­is­húsa­lóð­ir. Í dæmi­gerðum nýjum hverfum í bæjum sem liggja í um klukku­stund­ar­fjar­lægð frá Reykja­vík er einmitt veðjað á ódýrar sér­býl­is­húsa­lóð­ir, byggð eru 6-8 íbúða rað­hús og kaup­endur fá íbúð­irnar afhentar fok­held­ar. Algengur þétt­leiki í þessum hverfum er 20 íbúðir á hekt­ara.

Það er ekk­ert að 6-8 íbúða rað­hús­um. En þau geta ekki verið hryggjar­stykki í lausn á hús­næð­is­málum Reyk­vík­inga. Rúm­fræðin er ein­föld: Ef við hefðum skipu­lagt Ártúns­höfða fyrst og fremst fyrir ódýr sér­býli þá hefðum við getað komið fyrir 320 nýjum íbúðum í stað 1600. Við hefðum leyst hús­næð­is­þörf fimm­falt færri Reyk­vík­inga á sama land­svæði.

Lóðir í Reykja­vík geta aldrei orðið hræó­dýr­ar. Ástæða þess að land kostar meira í Reykja­vík er að það er eft­ir­sótt, eins og land í höf­uð­borgum gjarnan er. Eft­ir­sótt land á að nýta á hag­kvæman hátt, og það er gert með því að byggja þétt eins og mark­að­ur­inn oft­ast vill gera. Og við eigum alls ekki að berj­ast gegn því. Þétt­ing byggðar er skyn­söm. Með henni fáum við meiri borg. Fimm­falt meiri borg.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og skipar 2. sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 21. apríl 2022