Heiðarleika umfram hentisemi

Nú dag­inn fyrir kjör­dag er mikil spenna í lofti. Það er líka margt í húfi. Ákvarð­an­irnar stórar og ábyrgðin mik­il, fyrir kjós­endur jafnt sem sveit­ar­stjórn­ar­fólk næstu ára. Þegar allt kemur til alls snýst valið á morgun þó um tvennt, mál­efni og trú­verð­ug­leika. Áður en gengið er í kjör­klef­ann þarf að spyrja sig hvað fram­boðin ætli að gera og eins hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Kjós­endur þurfa að taka afstöðu til beggja og þá vand­ast valið þegar fram­boðin eru jafn ólík og þau eru mörg.

Hverjum treystum við til verka?

Við í Við­reisn höfum markað okkur sér­stöðu til að gera valið skýr­ara. Við erum nútíma­legt og frjáls­lynt afl sem lætur sig jafn­rétti og almanna­hag varða. Það segir samt ekki alla sög­una því vita­skuld vilja öll fram­boðin kenna sig við góð og göfug gildi sem þessi. Þá skiptir máli að kafa dýpra, leggja mat á það hversu raun­hæf stefnu­málin eru og spyrja sig hverjum sé best treystandi til þeirra verka sem þarf að vinna. Rauði þráð­ur­inn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völd­in. Við munum fylgja því áfram.

Umbætur á grund­velli árang­urs

Fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunn­þjón­ust­una. Í borg­inni hefur verið lögð höf­uð­á­hersla á að veita góða þjón­ustu og tryggja umbætur í þágu borg­ar­búa. Það hefur verið gert á grund­velli ábyrgrar hag­stjórn­ar. Full­trúar Við­reisnar hafa verið í lyk­il­hlut­verki þar og árang­ur­inn af því er aug­ljós. Auð­vitað reyna sumir að draga úr þess­ari vel­gengni og setja málin fram eins og hentar þeim sjálfum best, en sann­leik­ur­inn verður ekki beygð­ur.

Stað­reynd­irnar tala sínu máli. Góður rekstur borg­ar­innar hefur ásamt þrótt­miklu atvinnu­lífi skapað betra mann­líf og tryggt raun­veru­legar umbætur í þágu borg­ar­búa. Full­gerðum íbúðum hefur fjölgað mikið á síð­ustu árum og þús­undir íbúða munu rísa til við­bótar á næstu miss­er­um. Á sama tíma sjáum við að skulda­staða borg­ar­innar er hin lægsta í öllum sam­an­burði við nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög, hvort sem litið er til skulda­hlut­falls eða hlut­falls­fjölda íbúa. Svo er margt á döf­inni þegar kemur að sam­göngu­málum og þar hefur líka heilmargt verið gert á tíma­bil­inu. Öllum til bóta, fyrir borg­ar­búa sem og aðra íbúa.

Fyrri afrek sem þessi gefa góða vís­bend­ingu um fram­tíð­ina.

Er ekki bara best að vanda sig?

Við­reisn hefur kynnt skýra fram­tíð­ar­sýn í öllum fram­boðum sínum víða um land. Metn­að­ar­full stefnu­mál og raun­hæf mark­mið í skipu­lags­mál­um, sam­göngu­málum og skóla­málum svo fátt eitt sé nefnt. Allt verður þetta þó að hvíla á traustum grunni ábyrgrar stjórn­ar. Það er einmitt á grund­velli góðs árang­urs og skýrrar fram­tíð­ar­stefnu sem við gerum umbæt­urnar að veru­leika. Stefna Við­reisnar tekur mið af því.

Við höfum alltaf sagt að stjórn­mála­fólk verði að vanda sig þegar því er treyst fyrir völdum og áhrif­um. Það hefur verið skil­yrði í öllu starfi okkar og sam­starfi. Þessi sýn er þó mis­á­ber­andi í orð­ræðu þeirra fram­boða sem bjóða nú fram. Það sem er ósagt er þó hægt að upp­götva þegar litið er á heild­ar­mynd­ina. Stundum er keis­ar­inn kviknakinn þó hann reyni að sann­færa fólk um ann­að. Það sjáum við þegar betur er að gáð.

Kosið um trú­verð­ug­leik­ann

Þau fram­boð sem bjóða fram undir for­merkjum stærri stjórn­mála­flokka verða að sýna ábyrgð og svara fyrir allar gjörðir sinna flokka. Það dugar ekki að tala bara um ímynd­aðan árangur og upp­skálduð afrek. Ekki síður þarf að svara fyrir allt það slæma, afleið­ingar þeirra, mis­tökin og öllu sem þeim fylgja. Ann­ars verður trú­verð­ug­leik­inn eng­inn, bara tál­sýn sem verður öllum ljós á end­anum þegar stuðn­ing­ur­inn dvínar og traustið hverf­ur.

Þess vegna er mik­il­vægt að sýna ábyrgð og veita kjós­endum skýr svör. Heið­ar­leika umfram henti­semi. Því þessar kosn­ingar snú­ast ekki bara um stefnu­mál og fögur fyr­ir­heit flokka. Þær snú­ast líka um aðgerð­irnar sem þurfa að fylgja með í kjöl­far­ið. Allar ákvarð­an­irnar sem þarf að taka á næstu árum. Um kraft­inn til að nýta tæki­færin rétt og hug­rekkið til að takast á við erf­iðar áskor­an­ir.

Höfum þetta hug­fast á kjör­dag og kjósum raun­hæfar umbætur og stefnu­festu til fram­tíð­ar. Kjósum trú­verð­ugan val­kost. Merkjum X við C á morg­un.

Greinin birstist fyrst á Kjarnanum 13. maí 2022