Í átt að sjálfbærri borg

Orðið sjálf­bærni er ungt að árum í íslenskri tungu og var fyrst notað í kringum 1965 (1). Hug­takið sjálf­bær þróun er enn yngra og var ekki form­lega skil­greint fyrr en undir lok síð­ustu ald­ar. Síðan þá hefur það fengið verð­skuldað braut­ar­gengi í því hvernig við leysum verk­efni sem snúa að umhverf­inu og jörð­inni allri á bæði stórum og smáum skala. Efa­semd­aradd­irnar hafa smám saman dofn­að, því ef hlut­irnir eru rétt gerðir hagn­ast allir á sjálf­bærri þró­un.

Borgir eru eitt stærsta mann­anna verk, og því kemur ekki á óvart að rekstur þeirra og skipu­lag hafi í síauknum mæli verið skoðað með hlið­sjón af sjálf­bærri þró­un. Þessi hugsun hefur því ratað inn í flest það sem við­kemur borg­ar­málum og Reykja­vík er engin und­an­tekn­ing. Og ekki seinna að vænna því áskor­anir okkar eru stórar og má þar nefna lofts­lags­mál.

Náum mark­miðum okkar

Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna er áætlun til árs­ins 2030 um að auka sjálf­bæra þróun á heims­vísu. Þau eru sautján tals­ins og mörg þeirra eiga vel við þegar kemur að höf­uð­borg­inni okk­ar. Og við erum að standa okkur vel. Sem bæði borg og reyndar þjóð erum við standa okkur mjög vel þegar kemur að jafn­rétti kynj­anna, menntun fyrir alla, heilsu og vellíð­an, atvinnu- og nýsköp­un, og svo má áfram telja. Sjálf­bærar borgir eru svo eitt sjálf­stætt mark­mið í Heims­mark­mið­unum og það er þar sem Reykja­vík fer með veiga­mikið hlut­verk á Íslandi.

Verðum sjálf­bær borg

Reykja­vík er mjög góð borg á flesta mæli­kvarða. Áskor­an­irnar í átt að sjálf­bærri borg eru þess eðlis að það er vel raun­sætt að stefna á að vera best í heimi. Það hlýtur að vera eft­ir­sókn­ar­vert, eða hvað? En til að svo megi verða eru nokkur atriði sem þarf að setja í for­gang. Það þarf að halda áfram að auka fram­boð hús­næð­is, ekki síst fyrir tekju- og eigna­lága. Það gekk vel á síð­asta kjör­tíma­bili, eftir mörg mögur ár þar á und­an. Met voru slegin í íbúða­upp­bygg­ingu og óhagn­að­ar­drifin hús­næð­is­fé­lög hafa átt ríkan þátt í því, en halda þarf dampi. Við verðum að bæta loft­gæði, en þar á svifryk einna stærstan þátt. Í Reykja­vík er orsökin helst sú hve við keyrum bíla mik­ið, en slit á mal­biki og bremsu­borðum auk útblást­urs frá bílum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti eru stærstu upp­sprettur svifryks­ins. Stærstur hluti af örplast­mengun í haf­inu við landið kemur frá sliti bíldekkja og vegmerk­inga (2). Þá eru ótalin atriði eins og umferð­ar­há­vaði og umferð­ar­slys, en þau draga úr lífs­gæðum okk­ar.

Jákvæðar breyt­ingar áfram

Það þarf að halda áfram á þeirri braut að stór­bæta aðstæður fyrir gang­andi, hjólandi og not­endur almenn­ings­sam­gangna, en í dag er meira en fjórð­ungur þeirra sem keyra bíl til­bú­inn til að ferð­ast með öðrum far­ar­mátum ef aðstæður batna nógu mikið frá því sem nú er (3). Þá þarf að draga hlut­falls­lega úr akstri til að borgin nái kolefn­is­hlut­leysi (4). Það er ekki nóg að raf­væða bíla­flot­ann. Þess vegna er Borg­ar­línan mik­il­væg og ekki má gefa afslátt af henni. Hún er nauð­syn­leg for­senda þess að jákvæðar breyt­ingar geti orð­ið. Hug­myndir sumra um svo­kall­aða létt­línu ganga ekki upp, því að baki þeirri hug­mynd á að ráð­ast í stór­fellda, kostn­að­ar­sama og sárs­auka­fulla upp­bygg­ingu á hrað­brautum og mörgum mis­lægum gatna­mót­um. Það hampar einka­bílnum á kostnað ann­arra sam­göngu­máta, einkum gang­andi og hjólandi, og hentar síður vel inni í borgum m.a. út af plássi, mengun og hávaða. Það mun gera illt verra og vinnur gegn öðrum mark­mið­um. Ekki er síður áríð­andi að stækka gjald­svæði bíla­stæða, en það er mjög í anda sjálf­bærni að not­endur greiði fyrir afnot af borg­ar­landi okkar allra í takt við notk­un. Það er rétt­læti gagn­vart hinum sem ekki nota það eins mik­ið. Þá þarf að vernda, stækka og efla græn svæði sem hafa mikla þýð­ingu fyrir úti­vist og aðgengi okkar að gróðri og nátt­úru.

Við­reisn til verks­ins

Hér hefur ein­ungis verið tæpt á því helsta. Þetta er það sem Við­reisn í Reykja­vík vill halda á lofti á næsta kjör­tíma­bili. Við­reisn vill að Reykja­vík verði í fremstu röð meðal sjálf­bærra borga, en sjálf­bærar borgir eru líka ein­fald­lega skemmti­leg­ustu borg­irn­ar. Ef þú ert sam­mála því er atkvæði greitt Við­reisn vel var­ið.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 12. maí 2022