Skýr sýn fyrir Reykjavík

Við­reisn hefur frá stofnun flokks­ins talað fyrir því að almanna­hags­munir séu leið­ar­stef í allri hug­mynda­fræði og vinnu­brögð­um. Við nálg­umst málin frá miðj­unni og erum rödd frjáls­lynd­is, jafn­réttis og ábyrgðar í fjár­mál­um. Það þarf fólk í borg­ar­stjórn Reykja­víkur sem setur almanna­hags­muni í fyrsta sæti.

Skýr sýn um þjón­ustu borg­ar­búa

Það er ábyrgð okkar sem kjör­inna full­trúa að fara vel með almannafé og sýna ábyrgð í rekstri. Þannig höfum við nálg­ast fjár­mál Reykja­vík­ur­borg­ar. Árang­ur­inn er sá að skulda­hlut­fall borg­ar­sjóðs er það lægsta af öllum sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Til þess að geta boðið borg­ar­búum góða þjón­ustu þarf að sýna ábyrgð í fjár­mál­um. Aðeins þannig getum við byggt upp og veitt fyr­ir­taks vel­ferð­ar­þjón­ustu til borg­ar­búa og styrkt inn­viði í þágu borg­ar­búa.

Það er okkar trú að borgin eigi að hvetja til heil­brigðrar sam­keppni þar sem hún getur en halda að sér höndum varð­andi verk­efni sem einka­fram­takið getur sinnt. Við viljum ekki fjölga starfs­fólki borg­ar­innar nema í grunn­þjón­ustu í þágu borg­ar­búa. Til dæmis til að fjölga leik­skól­um, auka við heima­þjón­ustu eldra fólks og til að styðja fatlað fólk við athafnir dag­legs lífs. Við viljum halla­lausan rekstur borg­ar­sjóðs og við höfum sett okkur skýr og raun­hæf mark­mið þar um. Borgin bæði getur og þarf að vera góður kaup­andi til að ná þessu mark­miði. Borgin þarf þess vegna að gera kröfur sem kaup­andi, bæði um gæði og um verð. Það getur Reykja­vík í krafti stærðar sinn­ar. Liður í því er að beita sam­ræmdum inn­kaupum borg­ar­innar til að tryggja hag­stæð­asta verð.

Skýr sýn um rekstur borgar

Við viljum sér­stak­lega styðja við nýsköpun og þróun með því að Reykja­vík kaupi þjón­ustu af fyr­ir­tækjum sem sér­hæfa sig í staf­rænum lausn­um. Við erum á því að það eigi að grípa þau tæki­færi sem fel­ast í auknu sam­starfi við sjálf­stætt starf­andi aðila sem starfa að vel­ferð­ar­mál­um, t.d. nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í vel­ferð­ar­tækni, hjúkr­un­ar­heim­ili og vinnu­staði fatl­aðs fólks. Og við ætlum að halda áfram að ein­falda kerfið með því að taka stór skref í staf­rænni þjón­ustu.

Við lof­uðum því að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði og stóðum við það á því kjör­tíma­bili sem er að líða. Á því næsta ætlum við að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði enn meira. Við viljum halda áfram að styðja við fyr­ir­tækin í borg­inni og viljum ekki að Reykja­vík­ur­borg sé í sam­keppn­is­rekstri og keppi þannig við fyr­ir­tækin í borg­inni.

Skýr sýn um hags­muni barna

For­eldrar eiga að hafa raun­veru­legt val­frelsi um skóla barna þeirra. Þess vegna teljum við að það eigi að vera frítt í alla grunn­skóla óháð því hvort þeir eru reknir á vegum borg­ar­innar eða eru sjálf­stætt starf­andi. Við viljum auka fag­legt frelsi kenn­ara og skóla. Þannig getum við bæði stuðlað að ein­stak­lings­bundnu námi og fært þjón­ustu við börn nær þeim. Við viljum að fimm ára börn fái frítt í leik­skóla vegna þess að við vitum að hluti þeirra er ekki á leik­skóla, að stærstum hluta frá tekju­lægri heim­il­um. Börn koma betur und­ir­búin í skóla, þegar þau koma úr leik­skóla og það er því jafn­rétt­is­mál fyrir börnin að fá þetta ár í leik­skóla. Við teljum að sjálf­stætt starf­andi leik­skólar séu lyk­ill­inn að því að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla­göngu.

Reykja­vík sem dafnar

Und­an­farin þrjú ár hefur átt sér stað met­upp­bygg­ing íbúða í Reykja­vík. Töl­urnar tala þar sínu máli. Við vitum hins vegar að það þarf að gera meira og halda áfram. Við viljum skipu­leggja lóðir fyrir 2.000 íbúðir á ári. Við viljum jafn­framt að Reykja­vík stuðli að því að það verði bæði fljót­legra og ódýr­ara að byggja í Reykja­vík. Þess vegna viljum við að farið sé að ráð­legg­ingum OECD til að ein­falda umgjörð bygg­inga­mála. Við viljum halda áfram að þétta byggð. Við viljum líka reisa ný hverfi í Skerja­firði, Ártúns­höfða, á Keld­um. Síð­ast en ekki síst: Við viljum að í Vatns­mýri komi blönduð byggð í stað flug­vall­ar.

Þess vegna á að kjósa Við­reisn

Í kosn­ingum er ekki síst kosið um traust. Traust og ábyrgð helst í hendur þegar kjörnir full­trúar fara með sam­eig­in­lega hags­muni borg­ar­búa og fjár­muni þeirra. Fólk sem vinnur í þágu allra borg­ar­búa á að bera virð­ingu fyrir því að það er að vinna í umboði fólks og bera virð­ingu fyrir fjár­munum sem þeim er treyst fyr­ir. Í Reykja­vík skiptir þess vegna máli að kjósa fólk sem stendur fyrir skýra hug­mynda­fræði og ákveðin vinnu­brögð. Fólk sem getur sagt skýrum orðum fyrir hvað það stend­ur. Und­an­farið kjör­tíma­bil höfum við starfað í meiri­hluta nokk­urra flokka. Þar höfum við talað fyrir okkar stefnu­málum og náð mörgum þeirra fram en vita­skuld ekki öll­um. Ég er stolt af því að borg­ar­full­trúar Við­reisnar hafa verið rödd skyn­samrar með­ferðar á fjár­munum borg­ar­búa, skýrrar hug­mynda­fræði í skipu­lags­málum í þágu borg­ar­búa, verið rödd nýsköp­un­ar, fyr­ir­tækja og atvinnu­lífs­ins. Talað fyrir jafn­rétti og frjáls­lyndi. Það skiptir máli að kjósa fólk sem hefur skýra sýn fyrir Reykja­vík. Það er af þess­ari ástæðu sem kjósa á Við­reisn í Reykja­vík.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 10. maí 2022