Við­reisn vill auka fram­boð af hús­næði í mörgum skrefum

Hús­næðis­mál eru eitt af stærstu málum sam­tímans. Sí­fellt fleira ungt fólk sér ekki fram á að komast í eigið hús­næði í náinni fram­tíð. Þetta vanda­mál á sér fleiri hliðar. Fleira og fleira fólk býr eitt í íbúð. Þetta er and­stæða þéttingar byggðar þar sem það búa þá færri í­búar í hverfinu sem minnkar líkurnar á því að hægt sé að starf­rækja þjónustu sér­stak­lega fyrir það hverfi.

Í byrjun árs 2016 gaf sér­fræði­starfs­hópur Hafnar­fjarðar­bæjar út frá­bæra skýrslu um tæki­færi til þéttingar byggðar innan bæjarins og kosti þess að leggja á­herslu á frekari þéttingu á kostnað dreifðari byggðar. Þar eru til­greindir margir stórir þróunar­reitir innan bæjarins.

Þétting þarf samt ekki alltaf að vera á stórum skala. Það eru ó­tal­mörg tæki­færi til þess að fjölga í­búum í ein­býlis- og rað­húsa­hverfum út um allan bæ. Mjög spennandi fyrir­mynd er frá Norður-Ameríku þar sem svo­kallaðar „við­bótar­dvalar­einingar“ eða „accessory dwelling units“ hafa verið að ná stöðugt meiri vin­sældum.

Árið 2010 á­kváðu borgar­yfir­völd í Vancou­ver-borg að heimila í­búum að byggja auka í­búðar­einingu á lóðum sínum. Að­gerðin var bæði al­menn og átti við um alla borg. Niður­staða þessa verk­efnis er að í dag eru hundruð byggingar­leyfa veitt til byggingar á smá­hýsum og við­byggingum með litlum í­búðum (50-100 fer­metrar).

Þetta þurfa þó ekki að vera stak­stæð hús. Á mörgum lóðum í bænum eru stór ein­býlis­hús sem mætti vel skipta upp í nokkrar smærri einingar. Ný­verið voru lögð fram í Reykja­víkur­borg drög að nýju hverfis­skipu­lagi í Ár­bæjar­hverfi þar sem gert er ráð fyrir heimild til þess að skipta upp stærri ein­býlis­húsum í fleiri í­búðir með ein­földum hætti.

Þessi hug­mynd opnar fjölda tæki­færa. Hún skapar mögu­leika á þéttari byggð og skapar fleiri við­skipta­vini fyrir fyrir­tæki í nær­um­hverfinu. Þau bjóða fleira fólki en áður að búa í þéttustu, gang­bærustu hlutum bæjarins og þau skapa tæki­færi til þess að auka hús­næðis­fram­boð með góðri á­hættu­dreifingu þar sem hér er um að ræða hundruð lítilla verk­efna frekar en nokkur risa­verk­efni.

Með því að opna á byggingu við­bótar­dvalar­eininga innan lóða­marka gæti Hafnar­fjarðar­bær tekið for­ystuna í skapandi lausnum á hús­næðis­markaði á Ís­landi. Þetta væri frá­bært tæki fyrir ungt fólk að taka fyrsta skrefið út á hús­næðis­markað og jafn­vel síðar meir gætu for­eldrar fært sig í við­bótar­eininguna til þess að rýma fyrir börnin og barna­börnin.

Þessi ein­falda að­gerð mun ein og sér skapa frá­bær tæki­færi um allan bæ til þess að auka fram­boð hús­næðis í okkar góða bæ.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí 2022