Ísland barnanna okkar

„Ég nenni ekki að fylgj­ast með íslenskum stjórn­mál­um. Þau eru svo leið­in­leg því þið eruð öll sam­mála um allt.“ Þegar hálf­ís­lensk/hálf­banda­rísk vin­kona mín sagði þetta við mig fyrir nokkrum árum horfði ég á hana í for­undr­an. Þessi full­yrð­ing hennar hefur hins vegar setið í mér. Ég skil hvað hún er að fara. Það er breið sam­staða um grunn­á­hersl­urnar í íslenskum stjórn­mál­um. Áherslur á vel­ferð, t.d. jafnan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­un. Áhersla á jöfnuð óháð kyni, atgervi, upp­runa og kyn­hneigð. Áhersla á heil­næmt umhverfi. Áhersla á jöfnun ráð­stöf­un­ar­tekna gegnum skatt­kerf­ið. Áhersla á mark­aðs­bú­skap á flestum sviðum utan opin­berrar þjón­ustu. Áhersla á opið hag­kerfi þar sem vinnu­afl, vörur og þjón­usta flæða nokkuð óhindr­að. Ég geri því ráð fyrir að líf mitt verði ágætt, hér eftir sem hingað til, þó svo fólk sé við stjórn­völ­inn sem ég er ósam­mála. Það er mikil blessun að búa í slíku landi.

Ég hef þó mínar áhyggj­ur. Þær snú­ast um tæki­færin sem Ísland skapar íbúum lands­ins og hvernig við stuðlum að því að öll fái tæki­færi. Tryggjum að Ísland sé stað­ur­inn þar sem kom­andi kyn­slóðir vilji búa – land tæki­færa.

Þegar slíkum spurn­ingum er varpað fram er gott að við erum nokkuð sam­mála um grunn­við­mið­in. Okkur dugar að ræða áherslur og leiðir að mark­miðum fremur en mark­miðin sjálf.

Í grunn­inn er það fólkið sem skiptir öllu. Að hæfi­leikar þess nýt­ist því sjálfu til góða og þar með sam­fé­lag­inu öllu. Til þess þurfum við mennta­kerfi sem býður öllum tæki­færi óháð bak­grunni á for­sendum sem henta hverjum og ein­um. Mennta­kerfi sem er sveigj­an­legt og getur tek­ist á við áskor­anir í heimi þar sem sífellt hrað­ari tækni­breyt­ingar eru stöðugt að breyta eðli starfa – skapa störf og eyða.

Við þurfum stöð­ug­leika í efna­hags­mál­um, þannig að fólk geti tekið ákvarð­anir til lengri tíma án þess að eiga það á hættu að for­sendur breyt­ist og rústi plön­um. Geti keypt sér hús­næði. Stofnað fyr­ir­tæki. Farið í nám. Hin Norð­ur­löndin gengu í gegnum breyt­ingar á tíunda ára­tug síð­ustu aldar þar sem stöð­ug­leiki var settur í for­gang. Sam­bæri­leg áhersla hefur ekki náð fram á Íslandi. Á Íslandi sveifl­ast vextir mun meira, gengi sveifl­ast meira og verð­lag er breyti­legra. Stöð­ug­leiki er flókið verk­efni sem krefst sam­vinnu aðila vinnu­mark­að­ar­ins og rík­is­ins. Fjöl­mörg ríki búa hins vegar við stöð­ug­leika svo verk­efnið er ekki óleys­an­legt. Nýgerðir kjara­samn­ingar sýna að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins á Íslandi skilja þetta vanda­mál og eru til­búnir að axla sína ábyrgð. Langvar­andi halli á rík­is­sjóði, sem hófst fyrir kór­ónu­veiru­far­aldur og stendur enn þó far­aldr­inum sé lok­ið, er mikið áhyggju­efni og bendir ekki til sama skiln­ings hjá núver­andi rík­is­stjórn.

Ísland er lítið sam­fé­lag. Stundum er það frá­bært. Hlutir redd­ast hér sem víða ann­ars staðar gætu ekki redd­ast. Stuttar boð­leiðir og hröð ákvarð­ana­taka gera hópum kleift að leggj­ast á eitt. Gall­inn á þessu fyr­ir­komu­lagi er að oft skortir á gegn­sæi. Stutt boð­leið er ekki endi­lega besta boð­leið­in. Alvar­leg­ast er þegar slíkum lausnum er beitt til að úthluta eða veita aðgang að auð­lindum – hvort sem um er að ræða fiski­stofna, aðstöðu fyrir fisk­eldi eða vind­orku­ver. Freist­andi er að ganga í og redda mál­um. Halda hjólum atvinnu­lífs­ins gang­andi. En við búum jafnan lengi að fyrstu gerð. Ákvarð­an­irnar verða við­var­andi kerfi sem eru hvorki sann­gjörn né skil­virk fyrir sam­fé­lag­ið. Huga þarf betur að lang­tíma­hags­munum almenn­ings. Það eru nefni­lega hags­munir sam­fé­lags­ins.

Lofts­lagsvá er stærsta áskorun sam­tím­ans. Hún krefst sárs­auka­fullra aðgerða strax sem bera óvissan ávöxt í fram­tíð­inni. Ísland er í ein­stakri stöðu til þess að ná árangri á þessu sviði. Ísland hefur áður farið í gegnum orku­skipti, þegar olíu og kolum var skipt út fyrir heitt vatn til hús­hit­unar á síð­ustu öld. Ísland er afar ríkt af end­ur­nýj­an­legri orku. Þær auð­lindir eru þó ekki óþrjót­andi né er nýt­ing þeirra án umhverf­is­á­hrifa. Ætlum við að auka fram­leiðslu eða breyta nýt­ingu á núver­andi orku­fram­leiðslu? Hér ættum við að hugsa um hvatana sem ráku áfram fyrstu orku­skiptin hér á landi. Það var ein­fald­lega hag­kvæmara að kynda með jarð­varma en olíu og kol­um. Gjöld á losun er leið til þess að skapa slíka hvata. Ísland beitir gjöldum á losun enn í mjög tak­mörk­uðum mæli þó þau séu án efa auð­veldasta leiðin til að hvetja til sam­dráttar í los­un. Enn eru þeir geirar sem standa fyrir mestri losun und­an­þegnir los­un­ar­gjöld­um. Því þarf að breyta.

Íslenska þjóðin er lang­líf og hún er að eld­ast. Fyr­ir­sjá­an­lega mun þörfin fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu aukast veru­lega á kom­andi ára­tug­um. Útgjöld til heil­brigð­is­mála hafa auk­ist mikið á und­an­förnum árum og munu halda áfram að aukast um ókomin ár. Heil­brigð­is­kerfið á nú þegar við mönn­un­ar­vanda að etja. Þessar áskor­anir krefj­ast skipu­lags til lengri tíma – skipu­leggja þarf fjár­mögn­un, ákveða rekstr­ar­form og und­ir­búa mönn­un. Þetta er lang­tíma­verk­efni sem nálg­ast þarf með breiðri aðkomu og í víð­tækri sátt. Sú hug­mynd að setja heil­brigð­is­stefnu til lengri tíma, eins og síð­asta rík­is­stjórn gerði, er því góð. Það sætir furðu að ekki skuli unnið eftir stefnu heldur hafi heil­brigð­is­mál­unum verið leyft að verða að bit­beini á sviði stjórn­mál­anna með til­heyr­andi stefnu­breyt­ingum og hringli.

Ísland hefur sögu­lega búið við afar lítið atvinnu­leysi. Raunar hefur Ísland jafnan skapað fleiri störf en þjóðin getur mann­að. Fátt bendir til þess að þetta muni breyt­ast. Sem betur fer hefur ekki skort vilj­ugar hendur til að sinna þessum störf­um. Mik­ill fjöldi fólks hefur tekið sig upp og flutt til Íslands. Tekið til starfa hér á landi og skapað verð­mæti fyrir sig og sam­fé­lag­ið. Við þurfum að tryggja að þessum ein­stak­lingum sem og afkom­endum þeirra standi til boða sömu tæki­færi og öðrum sem hér búa. Ann­ars er hætta á að hér skap­ist sam­fé­lag ójöfn­uðar sem gengur þvert gegn þeim grunn­gildum sem við sem þjóð erum sam­mála um.

Hörmu­leg inn­rás Rússa í Úkra­ínu markar tíma­mót. Vonir um að dagar land­vinn­inga­stríða væru taldir hafa verið gerðar að engu. Hörm­ungar og dauði eru kall­aðar yfir fólk sem ekk­ert annað hefur til saka unnið en að hafna stjórn­kerfi Rúss­lands. Þetta minnir okkur á hvar Ísland á heima í sam­fé­lagi þjóð­anna – meðal frjáls­lyndra lýð­ræð­is­ríkja. Saga Íslands sýnir svart á hvítu hve mik­il­vægt það hefur alltaf verið að hafa greið sam­skipti við okkar nágranna­þjóð­ir. Þegar þau hafa verið tak­mörk­uð, hvort sem er vegna ham­fara, stríðs eða vegna ákvarð­ana stjórn­valda, hafa afleið­ing­arnar alltaf verið þær sömu. Fátækara sam­fé­lag á Íslandi. Hinn frjáls­lyndi heimur mun þjappa sér saman á kom­andi árum. Ísland þarf að vera virkur þátt­tak­andi í þeirri þró­un. Frjálst meðal vina.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 31. desember 2022