Veltum við hverri krónu

Hagræðing er nauðsyn­leg­ur þátt­ur af op­in­ber­um rekstri. Síðan Viðreisn kom í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar árið 2018 hef­ur verið ár­leg hagræðing­ar­krafa upp á 1% af launa­kostnaði ásamt því að hætta að verðbæta rekstr­ar­kostnað. Með þessu setj­um við á okk­ur stöðuga pressu, bæði á að velta við hverri krónu og að hafa það ætíð í huga að við sem stýr­um op­in­ber­um rekstri erum með al­manna­fé í okk­ar vörslu. Nú er svo komið að grípa verður til enn sterk­ari aðgerða.

Aldrei skemmti­legt, en afar nauðsyn­legt

Fram und­an er óvissa og eng­in góðæris­ár virðast sjá­an­leg. Í þeirri fjár­hags­áætl­un sem til umræðu er í borg­ar­stjórn í dag ger­um við ráð fyr­ir vexti en við stíg­um einnig ákveðin á brems­una hvað varðar rekst­ur­inn.

Rekst­ur lang­flestra sveit­ar­fé­laga hef­ur verið afar þung­ur. Reykja­vík er þar eng­in und­an­tekn­ing en hér hef­ur verið haldið uppi öfl­ugri grunnþjón­ustu á und­an­förn­um miss­er­um þrátt fyr­ir erfiðleika. Þjón­ustu­stig borg­ar­inn­ar hef­ur verið það hæsta sem ger­ist á land­inu. Við leggj­um nú áherslu á verk­efnamiðaða hagræðingu. Það þýðir að við höf­um velt við hverri krónu, skoðað hvað við get­um hætt að gera, hvað við vilj­um leggja niður, sam­eina eða end­ur­skipu­leggja.

12 millj­arða breyt­ing

Með þeim 92 til­lög­um um hagræðingu og um­bóta­til­lög­um sem við leggj­um fram í dag, ásamt þeirri föstu hagræðing­ar­kröfu sem hef­ur þegar verið ákveðin, mun­um við draga úr rekstr­ar­kostnaði um rúm­lega þrjá millj­arða. Fjár­fest­ingaráætl­un næsta árs hef­ur einnig verið lækkuð um níu millj­arða frá fyrri áætl­un­um. Sam­an­lagt er þetta breyt­ing upp á 12 millj­arða.

Minni­hlut­an­um í borg­ar­stjórn hef­ur orðið tíðrætt um að hagræðing­ar­til­lög­urn­ar séu tak­markaðar og dugi ekki til. En lítið hef­ur heyrst af góðum sparnaðar­til­lög­um frá þeim, nema end­ur­nýtt­ar og fyr­ir­sjá­an­leg­ar hug­mynd­ir um að fækka starfs­fólki í miðlægri stjórn­sýslu og lækka laun borg­ar­full­trúa.

Þegar aðgerðir meiri­hlut­ans eru skoðaðar má sjá þó nokkr­ar til­lög­ur sem draga úr kostnaði við miðlæga stjórn­sýslu. En það er ekki á dag­skrá hjá okk­ur að lækka hvort held­ur laun starfs­manna borg­ar­inn­ar né borg­ar­full­trúa. Það sem við höf­um hins veg­ar gert er að setja skýr mark­mið um hvernig við drög­um úr launa­kostnaði í sam­ræmi við mark­mið fjár­mála­stefnu borg­ar­inn­ar. Aðgerðir í ráðning­ar­mál­um eiga þó ekki við störf í fram­línu, svo sem í skóla- og frí­stundaþjón­ustu eða í vel­ferðarþjón­ustu.

Hlú­um að grunnþjón­ust­unni

Um leið og farið er í hagræðingu og aðhald í rekstri verður lögð áhersla á lög­bund­in verk­efni sveit­ar­fé­laga, þeim sýnd alúð og at­hygli með það að mark­miði að fjár­mögn­un og stjórn­un sé sem rétt­ust og í góðu jafn­vægi. Það eyk­ur stöðug­leika og fyr­ir­sjá­an­leika í rekstr­in­um sem hef­ur bein áhrif á starfið og gæði þjón­ust­unn­ar hvort sem það eru mennta­mál, vel­ferðar­mál eða upp­bygg­ing­ar­mál. Við mun­um nú sem áður hlúa að grunnþjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins, það er þar sem kjarna­verk­efni sveit­ar­fé­laga ligg­ur.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. desember 2022