Verk­færa­kassi ríkis­stjórnarinnar

Vonandi sér nú fyrir endann á kjara­deilum Eflingar og Sam­taka at­vinnu­lífsins. Ýmsir at­vinnu­rek­endur hafa þó lýst yfir á­hyggjum af því að geta ekki haldið rekstrinum gangandi með auknum launa­kostnaði ofan á á­lögur sem hafa farið vaxandi undan­farið. Þetta á sér­stak­lega við í til­viki smærri vinnu­veit­enda.

Á meðan launa­fólk greiðir at­kvæði um nýja miðlunar­til­lögu ríkis­sátta­semjara er rétt að leiða hugann að því sem stjórn­völd gætu lagt gott til málanna. Ríkis­stjórnin hefur í hendi sér fjöl­mörg verk­færi til að miðla málum. Til dæmis gæti hún lækkað trygginga­gjald, sem er hlut­fall af greiddum launum og hækkar þannig kostnað launa­greið­enda um­fram kjara­hækkanir. Hún gæti líka lækkað á­fengis­gjald, sem myndi helst gagnast fyrir­tækjum í veitinga­rekstri.

Annað verk­færi ríkis­stjórnarinnar er lækkun virðis­auka­skatts sem myndi bæta kjör al­mennings og draga þannig úr þörf á launa­hækkunum. Virðis­auka­skattur á Ís­landi er þegar sá næst­hæsti meðal allra landa OECD.

Þá gætu stjórn­völd látið sér detta í hug að auka á­vinning þjóðarinnar af sjávar­auð­lindinni.

Beittasta tól stjórn­valda er þó lík­lega að haga ríkis­rekstrinum þannig að hann ýti ekki undir verð­bólgu. Lang­varandi halla­rekstur er þannig til þess fallinn að eyða öllum öðrum til­raunum til að halda verð­bólgunni í skefjum.

Væri aginn og að­haldið raun­veru­legt hjá hinu opin­bera, væri skuld­setning ekki aukin ár eftir ár, vaxta­kostnaður ekki þriðji stærsti út­gjalda­liður ríkisins og mun lík­legra að stýri­vextirnir myndu virka sem skyldi. Það er ekki að á­stæðu­lausu sem seðla­banka­stjóri sagði á fundi í síðustu viku að stofnun hans væri eini aðilinn sem sýndi nokkurt að­hald. Senni­lega mun sam­setning ríkis­stjórnarinnar þó koma í veg fyrir að þau gangi í lið með seðla­banka­stjóra þar.

Stærsta kjara­bót laun­þega á Ís­landi væri svo án efa að skipta sveiflu­kenndum gjald­miðlinum okkar út fyrir evru. Það myndi annars vegar knýja ríkis­stjórnina til á­byrgðar því hún gæti ekki lengur falið sig bak við fallandi krónu. Hins vegar hefði það í för með sér vaxta­lækkanir fyrir allan al­menning og fyrir­tæki. Það væri raun­veru­leg miðlunar­til­laga inn í kjara­við­ræðurnar.

Greinin birtist fyrst 2. mars í Fréttablaðinu