Tækifærið sem glataðist

Flest vonuðumst við til þess að fjár­mála­áætl­un fjár­málaráðherra tæki mið af því að hér er 10 pró­sent verðbólga og af þeirri staðreynd að Seðlabank­inn hef­ur séð sig knú­inn til að hækka stýri­vexti tólf sinn­um í röð. En því miður tek­ur áætl­un­in ekk­ert á þeim vanda sem blas­ir við okk­ur, ekki frek­ar en fjár­lög árs­ins 2023 gerðu. Fjár­lög­in höfðu mesta þýðingu enda taka þau til árs­ins í ár en fjár­mála­áætl­un­in varðar stefnu fyr­ir 2024-2028. Dýr­mætt tæki­færi til að verja lífs­kjör al­menn­ings fór þar af leiðandi for­görðum með samþykkt síðustu fjár­laga.

Þrátt fyr­ir viðvar­an­ir valdi fjár­málaráðherra að skila fjár­lög­um fyr­ir 2023 með 120 millj­arða króna halla. Og í nýrri fjár­mála­áætl­un fyr­ir 2024-2028 er eng­ar raun­veru­leg­ar aðgerðir til hagræðing­ar að finna. Útgjaldapóli­tík­in er að mestu hin sama. Ekk­ert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuld­ir sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Það er ein­fald­lega ekki verið að bregðast við stöðunni eins og hún er í dag. Um þetta eru all­ir um­sagnaraðilar sem komið hafa fyr­ir fjár­laga­nefnd sam­mála.

Mark­viss­ar til­lög­ur til hagræðing­ar

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa aðallega svarað þungri gagn­rýni á aðgerðal­eysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar með því að segja að stjórn­ar­andstaðan hafi ekki lagt fram til­lög­ur. Það er í sjálfu sér heiðarleg viður­kenn­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar á því að hún standi ráðþrota frammi fyr­ir vand­an­um að kvarta und­an því að minni­hlut­inn hafi ekki unnið vinn­una fyr­ir hana. En þess­ir sömu þing­menn virðast hins veg­ar al­veg hafa gleymt því að þeir mættu sam­visku­lega í at­kvæðagreiðslur fyr­ir jól þar sem þeir felldu hverja ein­ustu hagræðing­ar­til­lögu Viðreisn­ar.

Viðreisn talaði þá rétt eins og nú fyr­ir mik­il­vægi aðhalds í rík­is­rekstri til þess að styðja Seðlabank­ann í því verk­efni að ná niður verðbólgu. Þannig lögðum við fram mark­viss­ar hagræðing­araðgerðir, m.a. um að draga til baka fjölg­un ráðuneyta og ráðherra­stóla frá upp­hafi kjör­tíma­bils og um lækk­un skulda rík­is­ins um 20 millj­arða strax á þessu ári. Helsta gagn­rýn­in á fjár­mála­áætl­un er hversu óá­byrgt það er að reka ríkið á lán­um í miklu verðbólguf­ári. Fjár­málaráð bend­ir vin­sam­lega á að aðhald í op­in­ber­um fjár­mál­um dragi úr þörf á að beita vöxt­um í eins mikl­um mæli. Ráðið seg­ir jafn­framt að við þenslu sé erfitt að rök­styðja að hið op­in­bera sé rekið með halla. En stefn­an er sú að reka rík­is­sjóð með halla sam­fleytt í næst­um ára­tug. Halla­rekst­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar hófst árið 2019, áður en heims­far­ald­ur skall á, og nú ligg­ur fyr­ir að stefnt er að því að rík­is­sjóður verði rek­inn með halla út árið 2027. Engu skipt­ir því hvort aðstæður séu góðar eða erfiðar, rík­is­stjórn­in skil­ar bók­hald­inu í mín­us. Vaxta­kostnaður er þriðji stærsti fjár­lagaliður rík­is­ins. Ekk­ert annað OECD-ríki býr við eins há vaxta­gjöld og Ísland. Það kost­ar að skulda, fyr­ir ríkið rétt eins og heim­il­in, og vaxta­byrði ís­lenska rík­is­ins er þung. Þess vegna geng­ur ekki upp í umræðu um fjár­mál rík­is­ins að ræða aldrei um skuld­irn­ar og kostnaðinn af þeim.

Skyn­sam­leg tekju­öfl­un

Sam­hliða til­lög­um um hagræðingu lögðum við fram til­lög­ur um tekju­öfl­un fyr­ir rík­is­sjóð. Við lögðum fram breyt­ing­ar­til­lögu um að veiðigjöld yrðu hækkuð um sex millj­arða. Viðreisn hef­ur ít­rekað lagt fram til­lög­ur um að veiðigjöld end­ur­spegli markaðsvirði veiðirétt­inda. Önnur til­laga til tekju­öfl­un­ar laut að því að nýta græna skatta og hvata og að kol­efn­is­gjöld yrðu lögð á stóriðju, sem hingað til hef­ur verið und­anþegin slík­um gjöld­um þrátt fyr­ir að vera ein stærsta upp­spretta gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi. Þá lagði Viðreisn til að Íslands­banki yrði seld­ur að fullu árið 2023 og aðferðin við sölu yrði opin og gagn­sæ. Sölu­and­virðið færi í að greiða niður skuld­ir en svo virðist sem fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um frek­ari sölu bank­ans hafi siglt í strand fyrst og fremst vegna þátta sem varða fjár­málaráðherra.

Stuðning­ur við barna­fjöl­skyld­ur

Það er skemmst frá því að segja að all­ar þess­ar til­lög­ur Viðreisn­ar voru felld­ar, þrátt fyr­ir að þess­ar aðgerðir hefðu strax dregið úr halla rík­is­sjóðs og lækkað þar með svim­andi há vaxta­gjöld rík­is­ins. Til­lög­ur Viðreisn­ar um stuðning við þá hópa sem verst verða fyr­ir barðinu á vaxta­hækk­un­un­um í formi vaxta­bóta, hús­næðis­bóta og barna­bóta voru sömu­leiðis felld­ar. Sendi­nefnd Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins lagði á dög­un­um áherslu á að hugað yrði að þeim sem höll­um fæti standa í þessu verðbólgu­ástandi. Það geng­ur ein­fald­lega ekki upp að láta barna­fjöl­skyld­ur og ungt fólk á hús­næðismarkaði ein um það að bera þyngst­ar byrðar af verðbólgu og vaxta­hækk­un­um.

Í staðinn kaus rík­is­stjórn­in að láta tæki­færið sér úr greip­um ganga, með til­heyr­andi kostnaði fyr­ir heim­il­in og fyr­ir­tæki lands­ins. Fjár­mála­áætl­un­in lof­ar fyr­ir­tækj­um nú raun­ar auk þess 1% skatta­hækk­un. Fjár­lög yf­ir­stand­andi árs ein­kenn­ast af meiri lán­um og sömu út­gjaldapóli­tík.

Þess vegna er ekki ann­ars að vænta en að Seðlabank­inn hækki stýri­vexti 13. skiptið í röð, því á meðan rík­is­stjórn­in ger­ir ekk­ert mun Seðlabank­inn halda áfram að hækka vexti. Svo ein­falt er það.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. maí