Búin að hjálpa Úkraínu nóg?

Fljót­lega eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu í fe­brú­ar 2022 kom beiðni frá Úkraínu um niður­fell­ingu tolla á úkraínsk­um vör­um en úkraínsk stjórn­völd voru þar að leita leiða til að halda efna­hag lands­ins gang­andi þrátt fyr­ir stríðsátök.

Ísland tók vel í þessa beiðni og fyr­ir ári samþykkti Alþingi lög um tíma­bundna und­anþágu á toll­um á vör­um frá Úkraínu. Sú und­anþága rann út í gær en ekki ligg­ur fyr­ir af hálfu ís­lenskra stjórn­valda hvert fram­haldið verður. Evr­ópu­sam­bandið og Bret­ar, sem líkt og Ísland svöruðu kalli Úkraínu fyr­ir ári, hafa fram­lengt und­anþág­una.

Bænda­sam­tök Íslands hafa lýst and­stöðu við að þessi stuðning­ur við Úkraínu verði fram­lengd­ur. Frá því að und­anþágan tók gildi fyr­ir ári hef­ur inn­flutn­ing­ur frá Úkraínu auk­ist úr 25 millj­ón­um króna í 94 millj­ón­ir. Aukn­ing­in felst fyrst og fremst í inn­flutn­ingi á kjúk­ling­um sem nem­ur ör­litl­um hluta af heild­ar­markaði.

Fyr­ir ári var efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is ein­huga um af­greiðslu und­anþág­unn­ar og vitnaði til orða for­seta Úkraínu í nefndaráliti sínu „Þess vegna er mik­il­vægt fyr­ir frjáls­ar þjóðir heims að Úkraína verði ekki skil­in eft­ir á berangri og berj­ist þar ein og af­skipt við Rúss­land. Það er mik­il­vægt að all­ar þjóðir leggi hönd á plóg.“

Fyr­ir nokkr­um vik­um átti ég sam­tal við úkraínsk­an þing­mann sem lýsti mik­il­vægi þess að hjól at­vinnu­lífs­ins sner­ust áfram í Úkraínu þrátt fyr­ir stríðið: „Þannig náum við að greiða her­mönn­um okk­ar og heil­brigðis­starfs­fólki laun. Án þess er bar­átt­an töpuð.“ Bar­átt­an sem úkraínski þingmaður­inn vísaði til er blóðugt varn­ar­stríð Úkraínu við hættu­leg­ustu aft­ur­haldsöfl sem heims­álfa okk­ar hef­ur séð um tölu­vert skeið.

Fram­leng­ing um­ræddr­ar tol­laund­anþágu er ör­lítið lóð á þessa vog­ar­skál og mik­il­vægt að sú aðstoð verði ekki stöðvuð vegna skamm­tíma­hags­muna þröngra hópa í ís­lensku at­vinnu­lífi.

Í vik­unni kom fram í svari Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur for­manns Viðreisn­ar að hún væri hlynnt því að Ísland fram­lengdi und­anþág­una. Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hef­ur hins veg­ar ekki enn vísað slíku máli til efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is. Sú dap­ur­lega staðreynd leiddi til þess að ég kallaði í gær eft­ir sjón­ar­miðum Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur for­manns nefnd­ar­inn­ar varðandi stöðuna. Af viðbrögðum Guðrún­ar í þingsal var ekki hægt að ráða að ein­hug­ur væri um það meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna að við legðum áfram okk­ar lóð á vog­ar­skál­arn­ar.

Það er ein­dreg­in von mín að þröng­ir sér­hags­mun­ir ráði ekki för stjórn­valda hér. Það er ekki við Úkraínu að sak­ast þótt stríðinu sé ekki lokið og þau þurfi áfram­hald­andi aðstoð. Ég hvet stjórn­völd til að klára málið sem fyrst þannig að sómi sé að.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. júní