Hvað liggur þér á hjarta?

Þingmenn Viðreisnar ferðast um landið og vilja fá að heyra hvað liggur þér á hjarta.

Fundarferðin hefst í Borgarnesi og á Akranesi og munu frekari fundir verða uppfærðir hér, svo fylgstu með!

Hanna Katrín Friðriksson, Sigmar Guðmundsson og Elva Dögg Sigurðardóttir vilja hitta þig á Bara bar, Borgarnesi miðvikudaginn 20. september kl 20.00.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir og Elva Dögg Sigurðardóttir vilja hitta þig á Lighthouse, Akranesi fimmtudaginn 21. september kl 20.00.

Við ætlum að ræða stöðuna á grunnþjónustunni, atvinnumálin og hvað annað sem á þér brennur. Hvað gengur vel og hvað má vera betra?

Verið velkomin í opið spjall og takið vini og vandamenn með, því viðburðurinn er opinn öllum.

Þetta eru fyrstu fundirnir í hringferð þingflokksins í vetur. Viltu að þingmenn okkar heimsæki bæinn þinn og hjálpa til við að skipuleggja slíkan fund? Sendu okkur þá línu á vidreisn@vidreisn.is