Stöðnun í orkumálum hefur afleiðingar

Nú­ver­andi rík­is­stjórn setti sér há­leit mark­mið um full orku­skipti fyr­ir árið 2040. Sér­fræðing­ar efuðust reynd­ar um að mark­miðin væru raun­sæ, ekki síst þar sem nokkuð virðist í land þegar kem­ur að tækni­lausn­um í alþjóðasam­göng­um.

Eitt er þó að setja sér mark­mið en annað að ná þeim fram. Til þess þarf skýra sýn og for­ystu. Síðustu sex ár hafa fyrst og fremst ein­kennst af aðgerðal­eysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem er sundruð í orku­mál­um, eins og reynd­ar flest­um þeim mál­um sem skipta al­menn­ing miklu. Og á því tap­ar allt ís­lenskt sam­fé­lag.

Tjónið blas­ir núna við. Nei­kvæð áhrif á lofts­lagið sem og mik­ill sam­fé­lags­leg­ur kostnaður vegna þess að upp­bygg­ing á nýrri grænni orku­vinnslu hef­ur verið á hraða snigils­ins. Hvað þýðir þetta í reynd fyr­ir Ísland? Á hverju ári glat­ast dýr­mæt tæki­færi; tæki­færi til ný­sköp­un­ar og sjálf­bærr­ar at­vinnu­upp­bygg­ing­ar sök­um veik­b­urða raf­orku­kerf­is og skorts á orku. Íslensk­ir frum­kvöðlar og alþjóðleg fyr­ir­tæki leita á önn­ur mið. Rík­is­stjórn sem spól­ar í hjól­för­un­um í orku­mál­um mun raða sér aft­ar­lega hvað varðar ný­sköp­un og sam­keppn­is­hæfni við aðrar þjóðir. Aðgerðal­eysið hef­ur af­leiðing­ar.

Íslenskt at­vinnu­líf hef­ur mik­inn metnað fyr­ir því að taka af­ger­andi skref í orku­skipt­um. Hæga­gang­ur­inn í upp­bygg­ingu nýrr­ar raf­orku­vinnslu er hins veg­ar raun­veru­leg hindr­un. Alþjóðlegt sam­keppn­is­for­skot ís­lenskra fyr­ir­tækja er í hættu ef þau verða eft­ir­bát­ar er­lendra fyr­ir­tækja sem njóta stuðnings og skiln­ings sinna rík­is­stjórna um orku­skipti og öfl­un grænn­ar orku. Að Ísland með sín­ar auðlind­ir sé í þeirri stöðu er með ólík­ind­um.

Heim­ili lands­ins hafa síðan verið skil­in eft­ir sem af­gangs­stærð í bar­átt­unni um þá litlu grænu raf­orku sem bæt­ist við kerfið á næstu árum. Allt er þetta í boði stjórn­valda sem virðast fyrst og fremst stunda það að forðast ákv­arðanir og tefja fram­fara­mál. Metnaður í orku­skipt­um er aug­ljóst hags­muna­mál og jafn­rétt­is­mál fyr­ir byggðir lands­ins.

Það þarf að ryðja úr vegi hindr­un­um og flýta fram­kvæmd­um. Hið op­in­bera þarf að vinna hraðar og af­greiða þau leyfi sem hafa verið í um­sókn­ar­ferli mánuðum og jafn­vel árum sam­an. Í fram­haldi þarf að taka leyf­is­veit­inga­ferli til end­ur­skoðunar og auka skil­virkni. Á kom­andi þing­vetri ætti einnig að ljúka upp­færslu á skatt­lagn­ingu orku­vinnslu sem trygg­ir sveit­ar­fé­lög­um skýr­an fjár­hags­leg­an ávinn­ing af upp­bygg­ingu raf­orku­vinnslu á sínu svæði.

Að lok­um verður rík­is­stjórn­in að vakna og átta sig á því að þau geta ekki ein­göngu verið áhorf­andi og álits­gjafi þegar kem­ur að orku­skipt­um at­vinnu­lífs­ins. Við þurf­um skýra hvata og íviln­an­ir sem verðlauna þau fyr­ir­tæki sem draga úr los­un.

Ef póli­tísk­ur vilji er til verks­ins þá má vel út­færa þessi skref sam­hliða fjár­lög­um strax í haust. Og með því má koma hreyf­ingu á orku­skipt­in. Fyr­ir þess­um aðgerðum mun Viðreisn tala á Alþingi í vet­ur. Það er aug­ljóst hags­muna­mál alls al­menn­ings að Ísland sýni for­ystu í þess­um mála­flokki. Ávinn­ing­ur­inn hvað varðar lofts­lag, innviði, at­vinnu­líf og byggðir lands­ins blas­ir ein­fald­lega við.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. september