Í hvaða liði viljum við vera?

Þetta eru skýr merki um breytt­an veru­leika sem þrýst­ir á um að við verðum að vera á varðbergi. Við þurf­um að huga að ör­yggi okk­ar og vörn­um.

Á sama tíma og Don­ald Trump er upp­tek­inn við að grafa und­an Nató halda Rúss­ar áfram myrkra­verk­um sín­um í Úkraínu. Sam­hliða þessu senda Rúss­ar ýmis önn­ur ógn­andi skila­boð sem und­ir­strika andúð þeirra á frelsi, man­rétt­ind­um og lýðræði. Í hringiðu þessa mis­kunn­ar­leys­is þeirra er séð til þess að Navalní, helsti and­ófsmaður Putíns, er drep­inn. Á síðustu dög­um höf­um við einnig heyrt af hand­töku­skip­an Rússa á Kaju Kallas for­sæt­is­ráðherra Eist­lands. Allt skal gert til að ýta und­ir ótta og glundroða inn­an Evr­ópu. Þeim sem standa uppi í hár­inu á Putín er ógnað og hótað. Og þaðan af verra. En við þessu hafa ná­granna­ríki Rússa, eins og Eystra­salts­rík­in, varað í ár­araðir.

 

Ógn við ör­yggi okk­ar

Þetta eru skýr merki um breytt­an veru­leika sem þrýst­ir á um að við verðum að vera á varðbergi. Við þurf­um að huga að ör­yggi okk­ar og vörn­um. Við í Viðreisn lögðum það strax til við inn­rás Rússa í Úkraínu að við mótuðum varn­ar­stefnu en flest­ar ná­grannaþjóðir fóru í end­ur­mat á vörn­um og ör­yggi í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar. Stjórn­ar­flokk­arn­ir voru voru treg­ir og töldu ekki ástæðu til.

Þegar yf­ir­lýs­ing­ar Trumps verða nú dig­ur­barka­legri gagn­vart Nató er það ógn við ör­yggi okk­ar. Hann tel­ur enga ástæðu til að virða grunn­reglu Natósátt­mál­ans; að árás á eitt Natór­íki jafn­gildi árás á þau öll. Og ógn­in verður enn verri ef þessi maður verður Banda­ríkja­for­seti á ný. Það er hætt við því.

Við Íslend­ing­ar ætt­um auðvitað að koma skýr­um skila­boðum til Rússa og mót­mæla harðlega viður­styggi­legri meðferð þeirra á Navalní. Og við eig­um líka að koma á fram­færi mót­mæl­um okk­ar gegn þeirri hand­töku­skip­an sem þeir hafa gefið út á hend­ur lýðræðis­lega kjörn­um ráðherr­um okk­ar vinaþjóðar.

 

Van­rækj­um ekki heima­vinn­una

Hitt er síðan að við verðum líka að fara í end­ur­mat á stöðu Íslands á þess­um breyttu og viðsjár­verðu tím­um. Við hljót­um að spyrja okk­ur meðal ann­ars hvort við get­um raun­veru­lega treyst á tví­hliða varn­ar­samn­ing okk­ar við Banda­rík­in. Sér í lagi ef Trump verður for­seti, með þau viðhorf sem hann hef­ur. Og hvernig mun Nató þá þró­ast? Ný­leg fram­ganga full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings hlýt­ur einnig að vekja okk­ur til um­hugs­un­ar þegar kem­ur að því að verja frelsi og lýðræði vinaþjóða. Þetta allt þarf að fara yfir. Það hlýt­ur í öllu falli að vera til gaum­gæfi­legr­ar skoðunar hvaða sviðsmynd­ir blasa við okk­ur Íslend­ing­um hvað viðkem­ur vörn­um og ör­yggi. Þetta vil ég fara yfir í ut­an­rík­is­mála­nefnd.

Við eig­um að nýta full­veldi okk­ar og rödd á alþjóðavísu. Það ger­um við best með dygg­um stuðningi og fullri þátt­töku í vest­rænu sam­starfi. Hvort sem það er á veg­um Nató, ESB eða Norður­land­anna. Á öll­um þeim víg­stöðvum þurf­um við að dýpka sam­starfið. En við þurf­um auðvitað líka að vinna okk­ar heima­vinnu. Ein­feldni verður þá að vera ýtt út af borðinu.

Í mín­um huga er nauðsyn­legt að Evr­ópa standi enn frek­ar sam­an til að verja frið, frelsi og okk­ar dýr­mæta lýðræði. Á end­an­um stönd­um við frammi fyr­ir spurn­ing­unni: Í hvaða liði vilj­um við vera?

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. febrúar 2024