Banvænt vanmat á ópíóíðavanda

Ný út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á ópíóíðavand­an­um er svaka­leg­ur lest­ur. Margt af þessu var vitað fyr­ir en að fá þetta allt sam­an­dregið frá eft­ir­lits­stofn­un Alþing­is er mjög gagn­legt fyr­ir umræðuna og þokar mál­um von­andi áfram.

Eitt helsta atriði skýrsl­unn­ar er að ekk­ert ráðuneyti eða stofn­un hef­ur tekið skýra for­ystu í mál­um sem snúa að ópíóíðafíkn og öðrum fíkni­vanda. „Heil­brigðisráðuneytið þarf að taka skýra for­ystu í mála­flokkn­um.“ Að þetta sé staðan eft­ir ára­tuga bar­áttu er bein­lín­is grát­legt.

Skoðum hvað þetta þýðir. Það eru um 2.700 manns sem biðja um pláss á Vogi á hverju ári. Stór hóp­ur til viðbót­ar leit­ar beint í önn­ur úrræði, til dæm­is á Land­spít­ala. Það lét­ust um 30 vegna ópíóíðafíkn­ar í fyrra, mest ungt fólk (lög­regla og fleiri telja reynd­ar að tal­an sé í raun tals­vert hærri). Tug­ir til viðbót­ar lét­ust úr sjúk­dómn­um með öðrum hætti. Var­lega áætlað er tala lát­inna yfir 100 á ári. Það þurfa sem sagt þúsund­ir ein­stak­linga að leita á náðir heil­brigðis­kerf­is­ins á hverju ári með ban­væn­an sjúk­dóm, en samt rík­ir al­gert for­ystu­leysi í mála­flokkn­um. „Eng­inn viðmæl­enda Rík­is­end­ur­skoðunar gat bent á hvar for­ysta í mála­flokkn­um lægi.“

Þetta seg­ir okk­ur að þótt heil­brigðis­yf­ir­völd gang­ist við því að fíkni­vandi sé sjúk­dóm­ur, þá skort­ir enn mjög mikið upp á að vand­an­um sé sinnt með mann­sæm­andi hætti. Stjórn­völd hafa ekki einu sinni yf­ir­sýn yfir verk­efn­in sem þarf að sinna vegna al­var­lega veiks fólks sem á ský­laus­an rétt á heil­brigðisþjón­ustu en fær hana ekki.

Van­matið er vandi

Það hef­ur verið vitað í fjöl­mörg ár að meðferðarúr­ræði á Íslandi eru allt of fá og að þau þurfa að vera fjöl­breytt­ari. Það skort­ir end­ur­hæf­ingu. Það skort­ir bráðaþjón­ustu. Það er skort­ur á fjár­magni. Skort­ur á skaðam­innk­un. Al­var­leg­ast­ur er samt ára­tuga skort­ur á raun­veru­leg­um skiln­ingi ráðamanna á því hvað vand­inn er hrika­lega stór og víðtæk­ur. Van­matið er okk­ar helsti vandi og af­leidd­ur kostnaður þess að gera of lítið er stjarn­fræðilega hár. Hring­ir það í al­vöru eng­um bjöll­um að nokk­ur þúsund manns með ban­væn­an sjúk­dóm biðja um aðstoð á hverju ári? Mun fleiri en grein­ast með krabba­mein ár­lega. Vilj­inn til að gera vel er einskis virði ef raun­veru­leg­ar aðgerðir fylgja ekki.

Það er fleira sem kem­ur fram í út­tekt­inni. „Heil­brigðisráðuneyti hef­ur ekki metið fjárþörf vegna ópíóíðavanda auk þess sem þörf fyr­ir heil­brigðis- og meðferðarþjón­ustu vegna vímu­efna­vanda hef­ur ekki verið kort­lögð með heild­stæðum hætti.“ Þetta er sorg­legt að lesa því ópíóíðavand­inn hef­ur verið staðreynd í ís­lensku sam­fé­lagi í ára­tugi og neysl­an er að aukast mikið. Samt hef­ur okk­ur ekki auðnast að kort­leggja hversu mikla þjón­ustu þurfi að veita eða hvers kon­ar þjón­ustu. Hvað þá að menn hafi lagst yfir hvað hún geti kostað. Mála­flokk­ur­inn daml­ar bara ein­hvern veg­inn áfram á sjálf­stýr­ingu og heil­brigðis­yf­ir­völd reiða sig á að grasrót­ar- og fé­laga­sam­tök dragi vagn­inn, sam­kvæmt skýrsl­unni.

Döp­ur staðreynd

Aug­ljós­asta dæmið um þetta er sú dapra staðreynd að ríkið niður­greiðir lyfjameðferð vegna ópíóíðafíkn­ar hjá SÁÁ fyr­ir 90 manns á ári. Það er óbreytt frá ár­inu 2014 á meðan vand­inn vex og vex. Þetta er lífs­bjarg­andi meðferð við hættu­leg­ustu neysl­unni. Í fyrra fengu hins veg­ar 358 ein­stak­ling­ar þessa meðferð hjá SÁÁ. Þetta þýðir að ís­lenska ríkið borg­ar þessa lífs­bjarg­andi heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir einn af hverj­um fjór­um sem meðferðina þiggja. 268 sjúk­ling­ar fá þessa sjálf­sögðu heil­brigðisþjón­ustu ein­göngu vegna þess að fjöldi fólks nenn­ir að selja álf­inn í Kringl­unni og Smáralind, en ekki vegna þess að ríkið ábyrg­ist hana.

Stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt­ur til heil­brigðisþjón­ustu á ekki að ráðast af því hversu dug­leg fé­laga­sam­tök eru að selja fíg­úr­ur í versl­un­ar­miðstöðvum eða biðja um fé frá fyr­ir­tækj­um. Mynd­um við sætta okk­ur við að sjúk­ling­ur kæm­ist ekki í hjartaaðgerð eða að krabba­meins­sjúk­ur fengi ekki lyf vegna þess að ein­hver álfa­sala í Glæsi­bæ gekk ekki nógu vel? Auðvitað ekki, þetta er bara della og þvæla og við eig­um ekki að sætta okk­ur við þetta leng­ur.

Það er til lausn

Það kost­ar um 100 millj­ón­ir að borga þessa meðferð að fullu fyr­ir alla og ég hef lagt fram þing­mál sem á að tryggja að það verði gert. Von­andi verður það samþykkt. Þetta er langt því frá tæm­andi upp­taln­ing á því sem Rík­is­end­ur­skoðun nefn­ir. Staðan er ein­fald­lega grafal­var­leg og við þurf­um að gera miklu bet­ur. Von­andi ýtir þessi skýrsla við stjórn­völd­um.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. mars 2024