Öflugt menntakerfi byggir á framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og öfluga félagsfærni og tekur tillit til þeirra öru breytinga sem samfélagið tekur. Aðgengi að námi, skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri skal vera jafnt með tilliti til kynja, kynhneigðar, fötlunar, trúarbragða, búsetu, efnahags eða annarrar stöðu.

 

Menntun fyrir öll – Nám alla ævi

Við uppbyggingu öflugs menntakerfis á að vinna eftir fjórða heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna sem segir: „Tryggja skal jafnt aðgengi barna, óháð efnahag, að skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri.”

 

Öflugt menningar-, íþrótta- og tómstundastarf óháð efnahag

Tryggja skal jafnt aðgengi barna, óháð efnahag, uppruna, getu og búsetu, að skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri. Viðreisn vill stuðla að uppbyggingu á félags- og tómstundastarfi um land allt. Tryggja skal jafnt aðgengi barna, óháð efnahag, uppruna, getu og búsetu, að skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri. Slíkt getur af sér víðsýna einstaklinga með sterka sjálfsmynd og hæfni til að takast á við ný og óþekkt störf framtíðar.

 

Viðreisn vill stefna að heilsueflandi samfélagi fyrir alla aldurshópa. Félags-, íþrótta- og tómstundastarf, fyrir börn jafnt sem fullorðna, stuðlar  að aukinni félagsfærni og lýðræðisvitund, hefur forvarnargildi og bætir heilsu og vellíðan. Með styttingu vinnuvikunnar gefst fólki á öllum aldri aukinn tími til að rækta tómstundir sínar.

 

Tryggja þarf að skipulagt íþróttastarf hafi skýrar jafnréttisáætlanir og að þátttakendum sé ekki mismunað á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna eða ólíkrar getu. Tryggja skal sérsamböndum markvissan stuðning og betri aðstöðu til að hlúa að afreksfólki og þjálfa það. Tryggt verði að fjármagn úr Afrekssjóði renni í meira mæli til yngri landsliða og afreksfólks óháð kyni.

Lestu mennta-, menningar-, félags- og tómstundastefnu Viðreisnar hér

 

Heilsuefling og forvarnir í forgrunni

Forvirkar aðgerðir og forvarnir eiga að vera leiðarstef í skipulagi ríkisins í heilbrigðis- og velferðarmálum. Með öflugri forvarnarstefnu tryggjum við betri líðan og minna langtímaálag á heilbrigðis- og velferðarkerfin. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi.

 

Heilsuefling þarf að vera hluti af samfélaginu öllu til að koma í veg fyrir veikindi, bæði andleg og líkamleg. Fræðsla um mataræði, hreyfingu, andlega vellíðan og snemmtæk íhlutun  eiga að vera hluti af námi barna. Tryggja þarf aðgengi að fræðslu og heilsueflandi úrræðum handa öllum út æviskeiðið.

Lestu heilbrigðis- og velferðarstefnu Viðreisnar hér

 

Menning og íþróttir

Sveitarfélög styðji við heilsueflingu og lýðheilsu í sinni víðustu mynd. Við styðjum að börn geti valið sér frístund við sitt hæfi í gegnum frístundastyrki. Huga þarf sérstaklega að stöðu barna af erlendum uppruna. Við viljum öflugt og faglegt samstarf við íþróttahreyfinguna. Við styðjum við sjálfstæða listamenn og sjálfstæð menningarfélög. Við viljum öfluga samkeppnissjóði á sviði menningar og lista. Við vinnum saman með hagaðilum til að tryggja jafnrétti á sviði menningar og íþrótta.

Lestu grunnstefnu Viðreisnar í sveitarstjórnum hér