Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir

Lovísa er gasblaðra sem svífur um í löngum spotta, skoðanaglöð og forvitin - jákvæð og sterk. Unnusti hennar er akkeri og við það er gasblaðran bundin. Lovísa er fróðleiksfús eilífðarnemandi sem er iðulega lýst sem orkumikilli. Lovísa brennur fyrir jöfnum tækifærum, auknu frelsi í einkalífi fólks og betri lýðheilsu fólks en er líka sérstök áhugamanneskja um osta, lyftingar og nýsköpun. Lovísa býr á Akureyri, kennir við Naustaskóla á Akureyri og er þeim forréttindum gædd að fá að ala upp tvo syni. Sturluð staðreynd um Lovísu er að hún er sú eina á Íslandi sem ber millinafn sitt með þeim ákveðna rithætti, tvöföldu o-i.