Fréttir & greinar

Að meðaltali

Ég er 176 sentimetrar að hæð. En ég er líka 167 sentimetrar ef miðað er við meðalhæð íslenskra kvenna. Ég er 58 ára gömul, en líka í kringum 35 ára ef tekið er mið af meðalaldri íslenskra kvenna. Finnst einhverjum þetta gáfulegur málflutningur? Auðvitað ekki.

Lesa meira »

Bann við bælingarmeðferðum samþykkt

Rétt í þessu samþykkti Alþingi frumvarp Viðreisnar um bann við bælingarmeðferðum. Með samþykkt frumvarpsins er það gert refsivert að láta einstakling undirgangast svokallaða bælingarmeðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis sem og að framkvæma bælingarmeðferðir,

Lesa meira »

Eldhúsdagsræða 2023 – Sigmar Guðmundsson

  Eldhúsdagsræða Sigmars Guðmundssonar, 7. júní 2023  Frú forseti. Góðir landsmenn. Vextir og verðbólga, vextir og verðbólga og vextir og verðbólga. Þetta glymur í eyrunum á okkur daginn út og inn. Það er engin þjóð sem þarf að vita meira um vexti og verðbólgu á

Lesa meira »

Eldhúsdagsræða 2023 – Hanna Katrín Friðriksson

  Eldhúsdagsræða Hönnu Katrínar Friðriksson, 7. júní 2023  Herra forseti. Góðir áheyrendur. Þetta hefur verið sérkennilegur vetur. Efnahagsástandið er grafalvarlegt. Staða heimilanna er grafalvarleg. Ástandið kallar á hnitmiðaðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda fyrir heimilin í landinu, en þess í stað hefur tilvera ríkisstjórnarinnar einkennst af

Lesa meira »
Þorsteinn Pálsson

Sigla háan vind eftir röngu striki

Á mánudag hermdu fréttir að ríkisstjórnin hefði samþykkt víðtækar aðgerðir gegn verðbólgu. Það er stórt orð Hákot. Eins er með víðtækar aðgerðir. Þær hljóta að hafa afgerandi áhrif á verðbólgu og vexti, rísi þær undir nafni. Eftir víðtækar aðgerðir ætti verðbólga sem sagt að hjaðna

Lesa meira »

Verðbólguríkisstjórnin kastar inn handklæðinu

Nú liggur endanleg útgáfa fjármálaáætlunar fyrir. Hún stendur óbreytt frá því að hún var lögð fram í vor. Þrátt fyrir þunga ágjöf og merkilega samhljóða gagnrýni frá SA, ASÍ, BHM og fleirum er viðbragð ríkisstjórnarinnar lítið sem ekkert. Með því neitar ríkisstjórnin að vera hluti af lausninni og kastar

Lesa meira »

Lækkum kosninga­aldurinn í 16 ára

Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé

Lesa meira »
Pawel Bartoszek

Grænasta sveitar­fé­lagið skammað af ráð­herra

„Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint

Lesa meira »
Thomas Möller Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi 4. sæti Viðreisn

Viltu fá útborgað í evrum?

Fyrir nokkrum árum rak ég fyrirtæki sem seldi vörur til útflutningsfyrirtækja. Eitt sinn spurði stjórnandi eins fyrirtækjanna hvort ég vildi ekki fá vörureikningana borgaða í evrum í stað króna, sem ég þáði. Eftir það var hægt að senda greiðslur beint til erlendra birgja án þóknana

Lesa meira »

Af­komu­við­vörun!!!!

Þegar rúmlega 200 milljónir í plús breyttust í tæpar 2000 milljónir í mínus. Hvernig færir maður fólki slæmar fréttir? Með því að koma sér beint að efninu. Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár

Lesa meira »

Þarf ég að ganga heim?

Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt

Lesa meira »