María Rut Kristinsdóttir

Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Gift Ingileif Friðriksdóttur, eigum saman þrjú börn og hundinn Míló. Áhugamál eru að skapa minningar með fjölskyldunni, stjórnmál, flestallar keppnir og lélegt sjónvarpsefni. María Rut brennur fyrir samfélagi fjölbreytileikans.

Síðasta vika markaði ákveðin vatnaskil í orðræðu um EES-samninginn á Íslandi þegar leiðtogar stjórnarandstöðunnar öttu kappi í keppnisgreininni dramatískar yfirlýsingar án atrennu. „Evrópusambandið er hnignunarsamband,“ sagði einn. „Setjum allar EES innleiðingar á ís,“ sagði annar. Botninn tók svo úr þegar formaður Sjálfstæðisflokksins, sem eitt sinn...

Hvað segja tölurnar 8,68, 9,10, 8,81, 3,20, 4,97, 3,05 og 2,90 okkur? Nei, þetta eru ekki lottótölur með aukastöfum. Fyrstu þrjár eru vaxtakjör sem Íslendingum býðst hjá viðskiptabönkunum. Næstu fjórar eru vaxtakjör sem standa Dönum, Norðmönnum, Svíum og Finnum til boða. Þessar tölur hafa í raun...

Fyrir kosningar mæta frambjóðendur gjarnan til leiks með sleikipinna í öllum regnbogans litum. Skyndilega er hægt að boða útgjöld í flesta málaflokka og ókeypis þjónustu hér og þar. Sannkölluð óðaverðbólga á gylliboðum. Svona hefur þetta líklega alltaf verið og einskorðast aldeilis ekki við íslensk stjórnmál....

Það sem hefur einkennt pólitískan spuna síðustu ára eru hundaflautur. Þær hljóma ekki hátt, en eru hannaðar til að kalla fram ákveðin viðbrögð hjá ákveðnum hópum. Þannig eru hlutir sagðir undir rós til þess að espa upp tiltekinn hóp samfélagsins. Reagan talaði um bótadrottninguna (e. Welfare Queen). Breskir...

Í kjördæmaviku fáum við tækifæri til að ferðast um kjördæmið og eiga dýrmæt samtöl við íbúa um það sem skiptir þá máli. Dagarnir eru fjölbreyttir, allt frá fundum með kjörnum fulltrúum sveitarfélaga yfir í dýrmæt samtöl í beitningaskúrum, í heita pottinum eða í sjoppunni. Í heimsókn...