María Rut Kristinsdóttir

Aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Gift Ingileif Friðriksdóttur, eigum saman þrjú börn og hundinn Míló. Áhugamál eru að skapa minningar með fjölskyldunni, stjórnmál, flestallar keppnir og lélegt sjónvarpsefni. María Rut brennur fyrir samfélagi fjölbreytileikans.

Þegar kemur að íslenskri efnahagsstjórn er að mínu mati risastór fíll í herberginu. Hann er stór og klaufalegur. Plássfrekur og ófyrirsjáanlegur. Hann heitir íslenska krónan. Það hefur einhverra hluta vegna orðið að einhvers konar þjóðarstolti að viðhalda eigin gjaldmiðli. Hann er vissulega fagur fimmhundruðkallinn með...

Í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar vegna snjóflóðsins í Súðavík hefur skiljanlega kviknað umræða um hvort nauðsynlegt sé að rannsaka aðra atburði með sambærilegum hætti. Við vitum að við Íslendingar erum sterkir í miðju almannavarnarástandi. En það verður hins vegar að viðurkennast að við erum ekki sérlega...

Ég finn mig æ oftar staldra við og setja hljóða í samfélagsumræðunni. Hvort sem er í samhengi alþjóðamála eða hér heima. Mér finnst við vera á rangri braut. Við gleymum að horfast í augu, ræða saman, rökræða og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Og verst af...

Síðasta vika markaði ákveðin vatnaskil í orðræðu um EES-samninginn á Íslandi þegar leiðtogar stjórnarandstöðunnar öttu kappi í keppnisgreininni dramatískar yfirlýsingar án atrennu. „Evrópusambandið er hnignunarsamband,“ sagði einn. „Setjum allar EES innleiðingar á ís,“ sagði annar. Botninn tók svo úr þegar formaður Sjálfstæðisflokksins, sem eitt sinn...

Hvað segja tölurnar 8,68, 9,10, 8,81, 3,20, 4,97, 3,05 og 2,90 okkur? Nei, þetta eru ekki lottótölur með aukastöfum. Fyrstu þrjár eru vaxtakjör sem Íslendingum býðst hjá viðskiptabönkunum. Næstu fjórar eru vaxtakjör sem standa Dönum, Norðmönnum, Svíum og Finnum til boða. Þessar tölur hafa í raun...

Fyrir kosningar mæta frambjóðendur gjarnan til leiks með sleikipinna í öllum regnbogans litum. Skyndilega er hægt að boða útgjöld í flesta málaflokka og ókeypis þjónustu hér og þar. Sannkölluð óðaverðbólga á gylliboðum. Svona hefur þetta líklega alltaf verið og einskorðast aldeilis ekki við íslensk stjórnmál....