Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Þingmaður. Býr með dætrum sínum, Elísabetu Unu (19 ára), Kristrúnu (16 ára) og Maríu Guðrúnu (8 ára) og köttunum Símoni og Shakiru. Áhugamál eru bækur, kvikmyndir og áhrifakonur sögunnar. Obba brennur fyrir að Ísland verði land góðra lífskjara, frjálslyndis og jafnréttis.

Á undanförnum tveimur áratugum hefur kaupmáttur launa sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum norrænu löndunum. Á sama tíma hafa lítil og meðalstór fyrirtæki glímt við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör...

Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið...

Sjö ára tilraunastarfsemi um samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er blessunarlega lokið og komið er að kosningum. Kosningum sem snúast um forgangsröðun, hagræðingu og sókn í efnahagslegum kjörum fólks og fyrirtækja. Kosningum um breytingar, efnahagslegt jafnvægi og síðast en ekki síst lausnamiðaða hugsun. Til þess þarf ríkisstjórn...