Viðreisn

Vandi hinnar óstöðugu krónu

24.03.17
Höfundur: Birna Þórarinsdóttir

Á næsta þriðjudagsfundi Viðreisnar, hinn 28. mars, ætla Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og Björg Ingadóttir, framkvæmdastjóri Spakmannsspjara að ræða um krónuna sem gjaldmiðil. 

Allt frá lokum fyrri heimstyrjaldar hefur stjórn peningamála verið í ólestri og gengi krónunnar verið fellt til að rétta af þjóðarskútuna eftir efnhagsleg áföll sem oftar en ekki stöfuðu af mistökum í hagstjórn. En gengishækkun getur einnig skapað vanda, svo sem berlega hefur komið í ljós á síðustu misserum. Sterkari króna hefur reynst mörgum útflutningsgreinum þungbær, ekki síst sjávarútvegi, sprotafyrirtækjum og ferðaþjónustu, veikt samkeppnisstöðu landsins og hætta er á að þessi þróun grafi undan stöðugleika og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma. En hvernig er að reka íslenskt fyrirtæki við aðstæður sem þessar? Hvaða áhætta og kostnaður fylgir því að nota svo óstöðugan örgjaldmiðil? Og hvernig hafa gjaldmiðlar heimsins þróast undanfarin ár? 

Fundurinn er skipulagður af málefnahópi Viðreisnar um efnahagsmál. Fundarstjóri er Sveinbjörn Finnsson, varaformaður hópsins.

Fundinum verður að vanda streymt af Facebook síðu Viðreisnar

Heitt á könnunni í Ármúla 42 og öll velkomin!

Opið hús Viðreisnar er haldið alla þriðjudaga kl. 17-18 í Ármúla 42, Reykjavík. Fundirnir eru skipulagðir af málefnahópum Viðreisnar til að frjóvga og fræða málefnastarf flokksins.