Viðreisn

Ný stjórn Viðreisnar í Mosfellsbæ var kjörinn á aðalfundi félagsins í gær, fimmtudaginn 4. apríl. Helgi Pálsson var kjörinn nýr formaður og er honum óskað til hamingju. Með honum sitja í stjórn Guðrún Þórarinsdóttir og Valdimar Birgisson. Varamenn eru Elína Anna Gísladóttir og Reynir Matthíasson....

Axel Sigurðsson var í gær kjörinn nýr formaður Sveitarstjórnarráðs Viðreisnar á aðalfundi ráðsins. Með honum í stjórn voru kjörin Jón Ingi Hákonarson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Karólína Helga Símonardóttir og Lovísa Jónsdóttir. Axel lagði áherslu á að efla þyrfti samtalið innan sveitarstjórnarráðs, efla rödd sveitarstjórna innan Viðreisnar...

Gabríel Ingimarsson var kjörinn nýr forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fram fór síðustu helgi. Gabríel er 24 ára viðskiptafræðingur og hefur verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. Hann var um tíma formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í...

Elva Dögg Sigurðardóttir hefur tekið sæti sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Elva hefur mikla trú á því að við getum gert betur í því nútíma samfélagi sem við búum í. Á sama tíma og við eigum að takast á við þær áskoranir sem blasa við okkur...

Þingmenn Viðreisnar ferðast um landið og vilja fá að heyra hvað liggur þér á hjarta. Fundarferðin hefst í Borgarnesi og á Akranesi og munu frekari fundir verða uppfærðir hér, svo fylgstu með! Hanna Katrín Friðriksson, Sigmar Guðmundsson og Elva Dögg Sigurðardóttir vilja hitta þig á Bara bar,...

Golfmót Viðreisnar 2023 verður haldið á golfvellinum í Hveragerði  fimmtudaginn 31. ágúst kl. 14.00. Fyrirkomulag mótsins er punktamót. Fyrsti rástími er kl 14:00 og verða endanlegir rástímar gefnir út þegar þátttaka liggur fyrir. Teiggjöf fyrir alla og verðlaun fyrir sigurvegarann!  Eftir að mótinu líkur verður svo...

Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman sem fyrst vegna niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins um lögbrot við sölu Íslandsbanka. Þingmenn Viðreisnar telja mikilvægt að þingið ræði þá alvarlegu stöðu sem upp er komin og taki afstöðu til fyrri kröfu stjórnarandstöðunnar um skipan rannsóknarnefndar til...

Rétt í þessu samþykkti Alþingi frumvarp Viðreisnar um bann við bælingarmeðferðum. Með samþykkt frumvarpsins er það gert refsivert að láta einstakling undirgangast svokallaða bælingarmeðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis sem og að framkvæma bælingarmeðferðir,...

Við fögnum Evrópuhátíðinni sem er þessa vikuna. Og að sjálfsögðu er kviss! Það er bæði Evrópudagurinn í dag. Svo hefst Eurovision í kvöld með fyrstu undankeppninni. Það er góð upphitun fyrir fimmtudagskvöldið þegar Diljá mun sýna styrk sinn, þegar hún flytur lagið Power í síðari...