Kerfi fyrir fólk – ekki öfugt

Viðreisn leggur áherslu á að fólk eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Enginn lífeyrisþegi almannatrygginga fái lægri heildartekjur en sem nemur lágmarkslaunum. Lífeyriskerfi almannatrygginga skal einfaldað og skerðingum hætt.

 

Búum eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Framboð af hjúkrunarheimilum og öðrum úrræðum verður að vera í samræmi við fyrirsjáanlega þörf. Koma þarf á millistigi milli heimilis og hjúkrunarheimila og tryggja fjölbreytt búsetuúrræði fyrir eldra fólk. Viðreisn leggur áherslu á að starfslok miðist við færni fremur en aldur. Samhæfa þarf stuðning ríkis- og sveitarfélaga.

 

Heilsuefling þarf að vera hluti af samfélaginu öllu til að koma í veg fyrir veikindi, bæði andleg og líkamleg. Fræðsla um mataræði, hreyfingu, andlega vellíðan og snemmtæk íhlutun  eiga að vera hluti af námi barna. Tryggja þarf aðgengi að fræðslu og heilsueflandi úrræðum handa öllum út æviskeiðið.

Lestu heilbrigðis- og velferðarstefnu Viðreisnar hér

 

Heilsueflandi samfélag fyrir alla aldurshópa

Viðreisn vill stefna að heilsueflandi samfélagi fyrir alla aldurshópa. Félags-, íþrótta- og tómstundastarf, fyrir börn jafnt sem fullorðna, stuðlar  að aukinni félagsfærni og lýðræðisvitund, hefur forvarnargildi og bætir heilsu og vellíðan. Með styttingu vinnuvikunnar gefst fólki á öllum aldri aukinn tími til að rækta tómstundir sínar.

Lestu mennta-, menningar-, félags- og tómstundamál hér

 

Velferð

Velferð allra íbúa er grunnur að góðu samfélagi. Við styðjum sjálfstæði og sjálfsvirðingu einstaklinga og styðjum þá til virkni. Gera þarf fólki kleift að búa á eigin heimili eins og hægt er. Í samstarfi við ríkið þarf að fjölga hjúkrunarrýmum.

Lestu grunnstefnu Viðreisnar í sveitarstjórnarmálum hér