Stofnanir ríkisins eiga að þjónusta almenning. Almenningur er neytandi þjónustu hins opinbera og kerfið á að starfa fyrir almenning en ekki í þágu stofnanna sjálfra. Gera skal þjónustu hins opinbera aðgengilega með auknum rafrænum lausnum og laga regluverk þannig að rafrænar lausnir séu viðurkenndar.

Einfalda þarf og straumlínulaga stjórnsýslu í málefnum innviða.

Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar hér

 

Kerfi fyrir fólk – ekki öfugt

Viðreisn leggur áherslu á að fólk eigi gott líf og þau kerfi sem eiga að halda utan um það verði einfaldari og sveigjanlegri. Enginn lífeyrisþegi almannatrygginga fái lægri heildartekjur en sem nemur lágmarkslaunum. Lífeyriskerfi almannatrygginga skal einfaldað og skerðingum hætt.

Þjónusta við fólk verði í öndvegi skipulags heilbrigðis- og velferðarmála, ekki form rekstrarins, sem standa á öllum til boða óháð efnahag. Einfalda og samþætta þarf kerfið þannig að það sé skiljanlegt og aðgengilegt fyrir alla. Öflugt og sveigjanlegt almannatryggingakerfi er forsenda lífsgæða og velferðar.

Lestu heilbrigðis – og velferðarstefnu Viðreisnar hér

 

Einfaldari stjórnsýsla

Aukið viðskiptafrelsi, markviss efnahagsstjórn, einfaldara reglugerða- og skattaumhverfi, öflug samkeppni, stöðugur gjaldmiðill og virk þátttaka í alþjóðlegu viðskiptalífi eru grunnforsendur fyrir efnahagslegum framförum, aukinni framleiðni og varanlegri aukningu kaupmáttar. Þannig má koma framleiðni á Íslandi í fremstu röð. Markaðslausnir verði nýttar þar sem þeim verður við komið.

Traust hagstjórn, með öguðum ríkisfjármálum og bættum vinnubrögðum á vinnumarkaði, eru forsenda stöðugleika og hagsældar. Viðreisn vill draga úr ríkisumsvifum, lækka skuldir hins opinbera og einfalda stjórnsýslu.

Lestu efnahagsstefnu Viðreisnar hér

 

Fjölbreytt atvinnutækifæri um allt land

Blómleg og öflug byggð landið um kring er forsenda velsældar í íslensku samfélagi. Nýsköpun í þágu sjálfbærni, fæðuöryggis og umhverfisverndar mun stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum. Stjórnvöld verða að tryggja jöfn skilyrði um allt land til vaxtamöguleika til atvinnusköpunar. Rafræn stjórnsýsla bætir aðgengi að þjónustu og skapar tækifæri til hagræðingar og framleiðniaukningar í opinberum rekstri. Stuðla ætti að auknum sveigjanleika á vinnumarkaði með því að byggja frekar undir möguleika á fjarvinnu.

Lestu atvinnustefnu Viðreisnar hér