Heilsuefling og forvarnir í forgrunni

Forvirkar aðgerðir og forvarnir eiga að vera leiðarstef í skipulagi ríkisins í heilbrigðis- og velferðarmálum. Með öflugri forvarnarstefnu tryggjum við betri líðan og minna langtímaálag á heilbrigðis- og velferðarkerfin. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi.

Lestu heilbrigðis- og velferðarstefnu Viðreisnar hér

 

Notkun vímuefna er heilbrigðismál

Líta skal á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Viðreisn vill að skref verði tekin í átt að lögleiðingu vímuefna. Afglæpavæðing sé rökrétt fyrsta skref í þá átt. Lögleiðing vímuefna færir viðskipti með þau úr undirheimum og upp á yfirborðið þar sem öryggi neytenda er betur tryggt. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. opnun neyslurýma.

Lestu innanríkisstefnu Viðreisnar hér