10 jan Félagsfundur: Viðreisn í Reykjavík
Stjórn Reykjavíkurráðs boðar hér með til félagsfundar þann 10. janúar kl. 20. Fundarefni er tillaga stjórnar Reykjavíkurvíkurráðs um fyrirkomulag við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022 n.k.
Á þessum félagsfundi verður tekin ákvörðun um hvort farið verði í prófkjör eða hvort farin verði leið uppstillingar. Í samræmi við leiðbeinandi reglur, sem stjórn Viðreisnar samþykkti í lok desember 2021 mun sérstök kjörstjórn vegna prófkjörs leggja til fjölda þeirra sem kosið er um í prófkjöri, verði tekin ákvörðun um slíkt. Kosið yrði um efstu tvö til átta sætin á framboðslistanum.
Á fundinum verður einnig kosið í uppstillingarnefnd. Hana þarf að skipa óháð því hvort ákveðið verði að fara í prófkjör eða ekki, enda munu alls 46 frambjóðendur sitja á framboðslistanum. Hafir þú áhuga á að bjóða þig fram í uppstillingarnefnd er hlekkur hér fyrir neðan þar sem þú getur skráð nafn þitt og tilgreint ástæður fyrir því af hverju þú hefur áhuga á að taka þátt í uppstillingarnefnd.
https://forms.gle/gBwxRVzxk3AH1zJH8
Í uppstillinganefnd skal velja 5 aðalmenn og tvo til vara og verða þau að vera félagar í Viðreisn. Einn aðalmaður skal vera formaður nefndarinnar. Ef ekki næst að fullmanna uppstillingarnefnd á fundinum verður borin upp sú tillaga að stjórn Reykjavíkurráðs verði heimilt að finna fólk í uppstillinganefnd að fundi loknum. Rétt er að benda á að meðlimir uppstillingarnefndar geta ekki tekið sæti á framboðslista.
Verði prófkjör fyrir valinu þarf að kjósa 3-5 manna kjörstjórn á fundinum. Kjörstjórn leggur til fjölda þeirra sæta sem kjósa á um í prófkjöri. Samkvæmt leiðbeinandi reglum flokksins skulu það vera efstu tvö sætin að lágmarki en mest átta sæti. Að prófkjöri loknu skilar kjörstjórn niðurstöðum prófkjörs til uppstillingarnefndarinnar. Tekið verður á móti framboðum í kjörstjórn á félagsfundinum verði tekin ákvörðun um að halda prófkjör.
Fundurinn verður fjarfundur á Zoom. Ef þú ert félagi í Viðreisn í Reykjavík getur þú fengið fjarfundarhlekkinn sendan með því að senda póst á vidreisn@vidreisn.is
Dagskrá:
- Ákvörðun um val á aðferð við uppröðun á lista fyrir sveitarstjórnarkosningar
- Kosning formanns uppstillinganefndar
- Kosning 4 fulltrúa í uppstillinganefnd og 2 til vara
Ef prófkjör verður fyrir valinu:
- Kosning 3 fulltrúa í kjörstjórn