Stjórnarsamstarf kyrrstöðunnar

Kafla­skil eru að verða í íslensku efna­hags­lífi eftir upp­gangsár síð­ustu ára. Framundan eru tals­verðar efna­hags­legar og póli­tískar áskor­an­ir. Krónan hefur gefið eftir og verð­bólgan er komin á kreik. Gjald­mið­ill­inn er myllu­steinn íslenskra heim­ila og fyr­ir­tækja og kostn­að­ur­inn við hann er ekki lengur ásætt­an­leg­ur. Spurn­ingin er ekki hvort við eigum að skipta um gjald­miðil heldur hvers vegna við ættum að halda í krón­una? En rík­is­stjórnin hefur valið leið strúts­ins. Hún horfir fram hjá stærsta efna­hags­lega vanda­máli þjóð­ar­innar og hefur engar lausnir fram að færa. Sam­starf fram­sókn­ar­flokk­anna þriggja gengur enda út á kyrr­stöðu – að standa vörð um óbreytt ástand.

Ég held að árið 2018 fari almennt í sögu­bæk­urnar sem alveg ágætis ár fyrir okkur Íslend­inga. Við stöndum vel á alla þá mæli­kvarða helsta sem við notum til við­mið­unar um vel­megun okkar og ham­ingju. Á und­an­förnum árum hefur kaup­máttur okkar auk­ist mikið og almennur upp­gangur ríkt í efna­hags­líf­inu. Við erum meðal ham­ingju­söm­ustu þjóða heims og hvergi mælist jafn­rétti meira en hér. Okkur hefur fjölgað mikið og erum orðin alþjóð­legra, fjöl­breytt­ara og skemmti­legra sam­fé­lag eftir sögu­lega fjölgun inn­flytj­enda á und­an­förnum árum.

Þótt árið hafi verið í flesta staði gott mark­aði það um leið efna­hags­leg kafla­skil. Eftir mik­inn og sam­felldan hag­vöxt und­an­farin 8 ár birt­ast nú ótví­ræð merki víða í sam­fé­lag­inu að tekið sé að hægja á. Fréttum af upp­sögnum fyr­ir­tækja á starfs­fólki hefur farið fjölg­andi og ef marka má kann­anir meðal stjórn­enda má vænta frek­ari upp­sagna á kom­andi ári. WOW lenti í alvar­legum rekstr­ar­vanda og þótt útlit virð­ist fyrir að tek­ist hafi að koma flug­fé­lag­inu fyrir vind verður starf­semi þess tals­vert umfangs­minni á næsta ári með til­heyr­andi áhrifum á ferða­þjónstuna. Auk­innar svart­sýni gætir enda í atvinnu­líf­inu og hafa stjórn­endur fyr­ir­tækja ekki verið svart­sýnni frá því fyrir hrun. Það virð­ist ljóst að við getum ekki vænst við­líka efna­hags­upp­gangs á næsta ári og und­an­farin ár hafa fært okk­ur.

Árið 2018 var líka árið sem blessuð krónan minnti á sig að nýju. Eftir að hafa verið svo stór og sterk innan veggja gjald­eyr­is­hafta allt frá hruni byrj­aði krónan að falla þremur mán­uðum eftir afnám þeirra og hefur verið að veikj­ast jafnt og þétt síð­an. Annar góð­kunn­ingi, verð­bólgu­draug­ur­inn, minnti líka á sig á þessu ári. Eftir fjög­urra ára verð­stöð­ug­leika rauk verð­bólgan af stað í haust og er nú að nálg­ast 4%. Lík­legt verður að telja að verð­bólga verði tals­verð á næsta ári líka. Spá Hag­stof­unnar gerir ráð fyrir tæpum 4% og stjórn­endur fyr­ir­tækja búast við svip­aðri hækkun verð­lags. Krón­an, sem rík­is­stjórnin telur öllum öðrum gjald­miðlum fremri, mun því vænt­an­lega rýra kaup­mátt okkar með kunn­ug­legum hætti á næsta ári. Ekki að því hafi verið bæt­andi við þá rúmu 200 millj­arða króna sem hún kostar okkur í vaxta­á­lag á hverju ári.

Slæmar fréttir fyrir eyðslu­freka kyrr­stöðu­stjórn

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir rík­is­stjórn­ina. Flokk­arnir sem að henni standa sam­ein­uð­ust um kyrr­stöðu. Að standa vörð um óbreytt ástand. Yfir þá stað­reynd er síðan breitt með áformum um stór­aukin rík­is­út­gjöld. Blásið skuli til stór­sóknar í vel­ferð­ar- og mennta­málum svo dæmi séu tek­in. Engin árang­ur­svið­mið hafa þó verið skil­greind önnur en útgjalda­aukn­ingin sjálf. Það end­ur­speglar full­komið ábyrgð­ar­leysi í með­ferð á sköttum almenn­ings. Þau kafla­skil sem nú hafa orðið í efna­hags­líf­inu mun hins vegar valda rík­is­stjórn­inni miklum vanda í að efna stóru útgjalda­lof­orðin sam­hliða fyr­ir­heitum um óbreytta eða lægri skatta. Þessi vandi hefur þegar komið fram. Spár um aukna verð­bólgu á næsta ári leiddu til nið­ur­skurðar í fram­lögum til öryrkja og eldri borg­ara sem og til upp­bygg­ingar í heil­brigð­is­kerf­inu. Þessir liðir voru skornir niður um 7 millj­arða króna á milli 1. og 2. umræðu fjár­laga. Pen­ingarnir reynd­ust ekki vera til. Á sama tíma var hins vegar lögum um veiði­gjöld breytt sem leiddu af sér 4 millj­arða lækkun á tekjum rík­is­sjóðs. Þarna kom for­gangs­röðun rík­is­stjórn­ar­innar ber­lega í ljós. Sér­hags­mun­irnir réðu för og vel­ferð­ar­kerfið fékk að blæða.

Stjórn­ar­sam­starfið hefur hins vegar verið fremur tíð­inda­lítið á þessu ári ef frá eru talin fyrr­nefnd útgjalda­á­form og lækkun veiði­gjalda. Það hefur í sjálfu sér ekki verið mikil póli­tík í þess­ari stjórn og flest þau mál sem fram hafa komið verið inn­leið­ing á EES gerðum og emb­ætt­is­manna­mál sem ágæt sam­staða hefur verið um í þing­inu. Það skýrir einna helst hversu vel þing­inu hefur gengið að halda starfs­á­ætl­un. Þessi rík­is­stjórn er ef til vill mun sam­stillt­ari en af er lát­ið. Hún sam­ein­ast nefni­lega í nokk­urs konar þjóð­ern­isí­haldi. Óbreytt ástand skuli ríkja í gjald­miðla­málum enda sé íslenska krónan eins konar ofur­mynt. Óbreytt land­bún­að­ar­stefna, þótt hún hafi skilað okkur einu hæsta mat­væla­verði í Evr­ópu, enda er íslenska lambið best í heimi (um það erum við auð­vitað öll sam­mála – sum okkar ósátt við verð­mið­ann). Síð­ast en ekki síst verði að slá skjald­borg um útgerð­ina í land­inu og lækka veiði­gjöldin enda sé hún á von­ar­völ. Sú rök­semda­færsla stendur óhögguð þó svo arð­semi grein­ar­innar hafi verið mun betri en flestra ef ekki allra ann­arra atvinnu­greina hér á landi og umfang fjár­fest­inga útgerð­ar­fyr­ir­tækja í óskyldum atvinnu­greinum sé farið að minna óþyrmi­lega á gamla Kol­krabbann.

Hvenær er nóg kom­ið?

Þrátt fyrir að margt hafi tek­ist hér ein­stak­lega vel á und­an­förnum árum búum við enn við sömu grunn­veik­leik­ana í efna­hags­líf­inu og fyrir hrun. Óstöðugan gjald­mið­il, mjög sveiflu­kennt hag­kerfi og meiri verð­bólgu en aðrar þjóðir eiga að venj­ast. Ábyrgð stjórn­mála­manna þegar kemur að versn­andi horfum í efna­hags­líf­inu er því mik­il. Þótt við sköpum ekki störfin berum við ábyrgð á þeirri efna­hags­um­gjörð sem atvinnu­lífi og heim­ilum er búin. Við eigum þar ærið verk­efni fyrir höndum en það þarf fram­sýni og kjark til að takast á við þær áskor­anir sem eru framund­an. Þann kjark og þá sýn skortir þessa rík­is­stjórn hins veg­ar.

Það gleym­ist gjarnan í umræðu um efna­hags­mál að við erum eitt sveiflu­kenndasta hag­kerfi hins vest­ræna heims og höfum verið um ára­tuga skeið. Þrátt fyrir ítrek­aðar stað­hæf­ingar stjórn­mála­manna um hið gagn­stæða vöxum við ekk­ert hraðar en aðrar þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Lands­fram­leiðsla okkar er í dag svipað hlut­fall af lands­fram­leiðslu hinna Norð­ur­land­anna og hún hefur verið að með­al­tali und­an­farin 30 ár. Hið sama á við í sam­an­burði við ríki ESB, Banda­ríkin eða með­al­tal OECD ríkj­anna. Vöxt­ur­inn hér er miklu sveiflu­kennd­ari. Upp- og nið­ur­sveiflur öfga­kennd­ari. En vöxt­ur­inn er ekk­ert meiri til lengri tíma lit­ið.

Krónan okkar er heldur ekki að hjálpa okk­ur. Hún er brot­hætt og gríð­ar­lega sveiflu­kennd örmynt sem magnar frekar hag­sveifl­una hér á landi en að jafna hana. Þegar efna­hags­lífið er á upp­leið og hagur okkar vænkast styrk­ist krónan jafn­an. Með vind­inn í bak­inu vegnar henni vel og kaup­máttur okkar eykst enn frek­ar. Upp­sveiflan verður sterk­ari fyrir vik­ið. Þegar á móti blæs hins vegar veik­ist krónan og kaup­máttur okkar rýrn­ar. Nið­ur­sveiflan verður dýpri. Að auki kostar krónan stór­fé. Vextir eru hér að jafn­aði 4-5% hærri en í nágranna­löndum okk­ar. Það kostar heim­il­in, fyr­ir­tækin og hið opin­bera meira en 200 millj­arða króna í við­bót­ar­vexti á hverju ári. Þá er ýmis kostn­aður ótal­in. 700 millj­arða gjald­eyr­is­vara­forði kostar um 30 millj­arða á ári. Við  greiðum 6 millj­arða í við­bót­ar­gjald­eyr­is­á­lag til korta­fyr­ir­tækj­anna. Því til við­bótar kemur síðan alger skortur á sam­keppni á banka­mark­aði þar sem eng­inn erlendur banki vill starfa á þessu agn­arsmáa mynt­svæði. Síð­ast en ekki síst má ekki gleyma þeim kostn­aði sem öllum sveifl­unum fylgja fyrir atvinnu­líf­ið. Fyr­ir­tækin sem aldrei komust á legg eða flúðu land vegna óstöð­ug­leik­ans. Fjár­fest­ing­arnar sem ekki var ráð­ist í vegna hás vaxta­kostn­aðar og svo mætti lengi áfram telja.

Er krónan þess virði? Stutta svarið er nei!.  Upp­taka ann­ars gjald­mið­ils er eitt stærsta tæki­færi okkar til að bæta stöðu heim­il­anna og auka sam­keppn­is­hæfni íslensks atvinnu­lífs. Stjórn­völd kjósa hins vegar að stinga höfð­inu í sand­inn og neita að horfast í augu við þann vanda sem krónan skap­ar. Spurn­ingin er ekki lengur hvort við eigum að skoða upp­töku ann­ars gjald­mið­ils. Spurn­ingin er miklu fremur af hverju í ósköp­unum ættum við að nota krón­una áfram, eftir allt sem á hefur gengið og allan þann kostnað sem hún hefur valdið heim­ilum og fyr­ir­tækjum í land­inu.

Lýð­ræðið á í vök að verj­ast

En það er ekki bara á sviði efna­hags­mála sem vert er að hafa áhyggjur af stöðu mála. Upp­gangur þjóð­ern­ispoppúl­isma í Banda­ríkj­unum og um alla Evr­ópu er mikið áhyggju­efni. Saga þriðja ára­tugar síð­ustu aldar kennir okkur hversu mikil ógn slík þróun er fyrir lýð­ræð­is­sam­fé­lög. Lýð­ræð­is­vísi­tala tíma­rits­ins Economist hefur farið stöðugt lækk­andi í meira en ára­tug. Lýð­ræð­is­ein­kunn rúm­lega helm­ings þeirra 167 ríkja sem tíma­ritið fylgist með lækk­aði á milli ára. Það þarf ekki annað en horfa til þró­un­ar­innnar í Banda­ríkj­un­um, Rúss­landi, Pól­landi, Ung­verja­landi eða Tyrk­landi til að sjá þá ógn sem steðjar að lýð­ræð­inu.

Auk­inn ójöfn­uður og óvissa í efna­hags­líf­inu sam­hliða þverr­andi trausti almenn­ings á stjórn­málum hefur leitt til valda leið­toga sem ala á ótta og sund­ur­lyndi. Þeir aðhyll­ast ein­angr­un­ar­hyggju. Sækja í átök við nágranna­þjóðir til að sýna mátt sinn og meg­in. Lýð­ræð­inu og lýð­ræð­is­legum stofn­unum sýna þeir hins vegar afar tak­mark­aða virð­ingu. Til­burðir þeirra eru hinir sömu og til­burðir ein­ræð­is­herra í gegnum sög­una.

Lýð­ræðið er langt í frá full­komið stjórn­skipu­lag en það er svo sann­ar­lega mun betra en hvað annað fyr­ir­komu­lag sem reynt hefur ver­ið. Lýð­ræðið tryggir best almenn mann­rétt­indi, vel­ferð og jöfnuð og ekki síst jöfn tæki­færi. Ekk­ert veitir stjórn­mála­mönnum meira aðhald en almennur kosn­inga­rétt­ur. En lýð­ræðið eitt tryggir ekki ofan­greinda þætti. Öll þau lönd sem að ofan eru nefnd glíma t.d. við tals­verðan og vax­andi efna­hags­legan ójöfnuð þó svo þau telj­ist búa við lýð­ræð­is­legt stjórn­skipu­lag. Mann­rétt­indi telj­ast heldur ekki sér­lega trygg í mörgum þeirra og oftar en ekki bein­línis alið á for­dómum og þjóð­fé­lags­hópum att sam­an. Það er einmitt við slíkar aðstæður sem þjóð­ern­ispoppúl­ismi fær best þrif­ist.

Þótt staðan hér á landi sé allt önnur og betri er þessi þróun okkur holl áminn­ing. Þótt margt hafi gengið okkur í hag­inn á und­an­förnum árum hefur ekki tek­ist að end­ur­reisa traust á stjórn­mál­unum eftir hrun. Þrátt fyrir að sett hafi verið lög um aukið gagn­sæi í starf­semi og fjár­málum stjórna­mála­flokka, hags­muna­skrán­ing ráð­herra og þing­manna bætt til muna og þing­mönnum og ráð­herrum settar siða­regl­ur, ríkir enn mikið van­traust í garð stjórn­mál­anna. Upp­á­koman í kringum svo­nefnt Klaust­urs­mál er heldur ekki til þess fallin að ala á trausti.

Það tekur nefni­lega langan tíma að byggja upp traust að nýju og það gerum við best með athöfnum en ekki orð­um. Og þar er ábyrgð okkar stjórn­mála­manna hvað mest

Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 25.12.2018.