Siðferðisgátt fyrir félagsmenn

Viðreisn hefur samið við Hagvang um að taka í notkun þjónustu Siðferðisgáttarinnar fyrir alla skráða félaga og starfsmenn í Viðreisn.

Með þjónustunni gefst félagsmönnum óháður vettvangur til að koma ábendingum á framfæri ef þeir verða fyrir óæskilegri háttsemi eða upplifa vanlíðan í störfum sínum fyrir flokkinn.

Markmið Siðferðisgáttarinnar er að hvetja til góðra samskiptahátta og að skapa óháðan farveg fyrir einstaklinga til að hægt sé að taka faglega á ábendingum félagsmanna strax frá upphafi. Meginmarkmiðið er að stuðla að vellíðan allra sem taka þátt í störfum flokksins og að uppræta framkomu og hegðun sem hvergi á rétt á sér.

Þjónustan er nú þegar komin í gagnið.