Sam­­staða í lang­hlaupi

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Co­vid-19 far­aldurinn er nú tekinn að dreifa sér víðar og fjölgar þeim dag­lega sem greindir eru smitaðir. Þetta verður langt ferða­lag. Í þessu lang­hlaupi, sem mun taka á fólk og fyrir­tæki með víð­tækum af­leiðingum, munum við þurfa að standa saman til að vinna að hag allra, ekki síst við­kvæmari hópa.

Frá því að ó­vissu­stigi var lýst yfir, hefur starfs­fólk Reykja­víkur­borgar unnið sleitu­laust að því að tryggja, eftir fremsta megni, ó­rofna þjónustu borgarinnar. Það er for­gangs­verk­efni sveitar­fé­lagsins að tryggja þjónustu þrátt fyrir sam­komu­bann og lokanir, í sam­vinnu við sótt­varna­lækni og al­manna­varnir. Starfs­fólk okkar hefur brugðist fum­laust við þessu ein­staka á­standi og af miklu æðru­leysi og er ég þakk­lát þessu góða fólki.

Reykja­víkur­borg þarf einnig að vera til­búin að bregðast við fjár­hags­legum og efna­hags­legum á­hrifum. Því setti Neyðar­stjórn Reykja­víkur strax af stað teymi, undir for­ystu fjár­mála­stjóra, til að greina á­hrifin og undir­búa á­kvarðanir og breytta á­ætlana­gerð. Greindar hafa verið þrenns konar sviðs­myndir sem byggja á mis­munandi tíma­ramma far­aldursins. Það er mikil ó­vissa um hvernig hann mun þróast í heiminum öllum og þarf Reykja­víkur­borg að búa sig undir alla mögu­leika, þó að við vonumst öll til að á­hrifin verði til skamms tíma.

Í borgar­ráði í gær voru ræddar þver­pólitískar hug­myndir að við­brögðum Reykja­víkur­borgar til að koma til móts við fólk og fyrir­tæki. Það skiptir sköpum að ná að verja störfin og tak­marka at­vinnu­leysi. Það þarf að að­stoða fyrir­tæki sem hafa nú tíma­bundið misst tekjur sínar. Það þarf einnig að að­stoða þá ein­stak­linga sem munu koma til með að missa vinnu sína. Þegar far­aldurinn líður hjá þarf Reykja­víkur­borg svo að vera til­búin með á­taks­verk­efni og nýja for­gangs­röðun fram­kvæmda. Á­ætlanir um við­brögð þurfa að byggja á vel í­grunduðum lausnum, í stað töfra­lausna. Öll borgar­stjórn þarf nú að sýna á­byrgð og tala saman um á­standið af yfir­vegun og á­byrgð og standa saman að góðum lausnum

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. mars 2020