Eignarrétturinn jarðaður?

Það ætti kannski alltaf að vekja spurn­ingar þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur, Vinstri Græn og Sjálf­stæð­is­flokkur koma sér saman um leið til að ráð­stafa auð­lindum lands­ins. Nú liggur fyrir frum­varp um hvernig má ráð­stafa jörðum lands­ins og þá um leið auð­lind­unum sem jörð­unum fylgja. Leiðin sem hefur verið valin er að við ákveðnar aðstæður þurfi sam­þykki frá ráð­herra til að öðl­ast eigna­rétt eða afnota­rétt jörð­um. Málið varðar sem sagt algjöra grund­vall­ar­hags­muni. Það fjallar um auð­lindapóli­tík. Málið er bæði stórt póli­tískt og það er stórt í þeirri merk­ingu að það hefur í för með sér breyt­ingar á fjórum laga­bálk­um; lögum um eign­ar­rétt og afnota­rétt fast­eigna; þing­lýs­inga­lög­um; lögum um skrán­ingu og mat fast­eigna og loks jarða­lög­um. Margt við þetta mál krefst þess að það sé rýnt en helst eru það tvö atriði sem vekja upp spurn­ing­ar.

Hvers vegna liggur svona á?

Fyrst er að þetta mál hefur varla verið rætt á þingi áður en keyra á það í gegn sem lög. Það eru óboð­leg vinnu­brögð og í engu sam­ræmi við mik­il­vægi hinna sam­fé­lags­legu hags­muna sem liggja að baki. Laga­setn­ing af þessum toga þarf að vera ígrund­uð, hún þarf að fá umræðu og fá að þroskast í umræð­unni. Gott væri að laga­setn­ing sem þessi fengi umræðu í sam­fé­lag­inu, sem getur auð­vitað ekki orðið á þeim hraða sem þetta mál virð­ist eiga að þjóta í gegnum þing­ið. Það gefur auga­leið að laga­setn­ing sem rædd er á örfáum fundum nefndar og svo í kjöl­farið keyrð í gegn á loka­dögum þings verður aldrei til þess fallin að ná sátt. Það verður fyrst eftir að lögin hafa verið sett sem kast­ljósið fer á inn­tak og póli­tíska hug­mynda­fræði máls­ins. Auk þess er hætta á því að við svo hraða yfir­ferð verði gerð mis­tök. Hitt atriðið lýtur að hug­mynda­fræð­inni að baki mál­inu. Þessi tvö atriði gera að verkum að spurn­ingar vakna.

Stafar hrað­inn á mál­inu vegna þess að það varðar hags­muni sem þola ekki bið? – Nei, það mun ekk­ert dramat­ískt ger­ast þó þetta mál fái tím­ann með sér og umræðu. Þvert á móti mun það vinna með mark­miðum laga­setn­ing­ar­innar að vandað sé til verka. Er málið þá unnið á þessum hraða vegna þess að það er ákall um þessar laga­breyt­ingar í sam­fé­lag­inu? – Nei, það er ekki heldur reynd­in. Reyndar er það ein­kenn­andi um þetta frum­varp að umsagnir um frum­varpið eru margar mjög nei­kvæð­ar. Í þeim segir meðal ann­ars að frum­varpið geti skert mögu­leika bænda til verð­mæta­sköp­un­ar, dregið úr fjár­fest­ingu og veiti ráð­herra of víð­tækt vald til að ákveða hvort við­skipti með jarðir fái að eiga sér stað. Slíkar umsagnir ættu að vekja stjórn­völd til umhugs­unar nú þegar aðgerðir stjórn­valda snú­ast einmitt fyrst og fremst um að styrkja fyr­ir­tæki lands­ins og efna­hags­líf sem hefur orðið fyrir þungu höggi, að stjórn­völd séu þau sam­hliða að smíða lög sem margir telja að muni hafa í för með sér að draga mun úr fjár­fest­ingu, í þessu til­viki í stærri fast­eignum utan þétt­býl­is. Allur minni­hluti alls­herj­ar­nefndar var enda sam­mála um að málið væri ekki nálægt því að telj­ast full­unn­ið, því mik­il­vægum spurn­ingum er ósvar­að, þar á meðal um það hver áhrif slíkrar laga­setn­ingar verða.

Umhugs­un­ar­verð leið að góðu mark­miði

Yfir­lýst mark­mið frum­varps­ins er að auka gagn­sæi og taka fyrir eigna­sam­þjöpp­un. Það er mik­ils­vert mark­mið og svo sam­fé­lags­lega mik­il­vægt mark­mið á skilið að vinna í kringum málið sé til þess fallin að ná því fram. Und­ir­liggj­andi mark­mið virð­ist þó fyrst og síð­ast að ákveðnir útlend­ingar geti aðeins keypt jarðir hafi þeir til þess sam­þykki ráð­herra. Ísland er nú þegar afar lokað þegar kemur að erlendri fjár­fest­ingu og þessi leið gerir ráð­stöfun eigna­rétt­ar­ins til til­tek­inna útlend­inga utan EES háð leyfi ráð­herra. Sýslu­menn munu sam­kvæmt frum­varp­inu hafa með höndum ákveðið eft­ir­lits­hlut­verk hvað þessi við­skipti varðar en þeir hafa lýst því yfir að sjá ekki auð­veld­lega fram á að geta sinnt því hlut­verki. Fyrir liggur því að þeir aðilar sem vinna eiga að því að ná fram mark­miðum lag­anna treysta sér ekki til þess.

Hér á landi er gnægð af þjóð­fé­lags­lega mik­il­vægum nátt­úru­auð­lindum undir og á yfir­borði jarð­ar, þar á meðal jarð­hita, vatns- og veiði­rétt­ind­um. Við erum rík af sam­fé­lags­legum verð­mætum í ósnort­inni nátt­úru lands­ins. Það er sann­ar­lega gild rök til þess að taka á sam­þjöppun eign­ar­halds á landi. Laga­setn­ing um þessi mark­mið er í þágu almanna­hags­muna. Útfærslan um þetta mark­mið hefur hins vegar mikið um það að segja hvort reyndin verði sú að standa vörð um almanna­hags­muni. Aðferðin sem lögð er til í frum­varp­inu til að tryggja þessi mark­mið er umhugs­un­ar­verð. Sam­þykki ráð­herra verður áskilið fyrir ráð­stöfun jarða í til­teknum til­vik­um, svo tryggja megi nægt aðgengi að rækt­an­legu landi. Ráð­stöfun á lög­býli verður háð athugun og sam­þykki ráð­herra.

Ráð­herr­ann rann­sakar

Ráð­herra hefur sam­kvæmt þessu það hlut­verk að rann­saka í hvaða til­gangi jarðir eru keyptar og svo að veita sam­þykki fyrir kaup­um, ef honum líst þannig á. Til þess fær ráð­herrann nokkuð svig­rúm, því við matið á hann að líta til þess hver áform við­tak­anda réttar um nýt­ingu nýrrar fast­eignar eru og hvernig hann og tengdir aðilar nýta fast­eignir sem þeir eiga fyr­ir. Opið orða­lag eins og þetta um völd ráð­herra hvað varðar kaup og sölu á jörðum opnar á að póli­tík verði sam­ofin jarða­kaup­um. Það er stef sem rímar illa við það mark­mið að ætla að verja almanna­hags­muni. Frum­varp sem snýst um auð­lindapóli­tík hlýtur að krefj­ast vand­aðra vinnu­bragða.

Það er sömu­leiðis ástæða til að líta víð­tækar tak­mark­anir á eign­ar­rétt­inum gagn­rýnum aug­um, enda hefur frum­varpið jafn­framt verið gagn­rýnt fyrir að velja óþarf­lega íþyngj­andi leið til að ná fram mark­miði um að sporna gegn eigna­sam­þjöpp­un. Gott mark­mið getur ekki orðið til þess að leið­ina að mark­mið­inu megi ekki ræða. Það á sér­stak­lega við þegar vilji stjórn­valda virð­ist standa til að drífa mál í gegn um þing­ið, án telj­andi umræðu og í miklum hraði. Hér er engin aðkallandi hætta á ferðum sem gerir að verkum að þetta mál þoli ekki umræðu í haust.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 26. júní 2020