Vinnum þetta stríð líka

Vinur minn frá Noregi, sem ók hringinn, sagði mér að ó­trú­legur fjöldi bíl­hræja um land allt hefði komið honum hvað mest á ó­vart í Ís­lands­ferð – inni. Í f lestum bæjar­fé­lögum, við sveita­bæi og kringum fyrir­tæki væru bíl­druslur og vinnu­véla­hræ.

Hann sagði mér að í Noregi væru lög sem banna þetta, enda er þetta ekki bara sjón­mengun, heldur einnig um­hverfis­mál vegna hættu á eitur­efna­leka og ógn við öryggi barna sem oft leika sér kringum hræin. Við Ís­lendingar elskum bíla og erum lík­lega með f lesta bíla á mann í heiminum. En af hverju elskum við bíl­hræin svona mikið? Þau eru eins og hei­lögu kýrnar á Ind­landi – ó­snertan­leg!

Ég fór í heim­sókn í lítið bæjarfé­lag um daginn og taldi um 70 bíl­hræ á víð og dreif. Á ferða­lagi um landið taldi ég um 30 bíl­hræ í litlu, sætu sveitar­fé­lagi á Norður – landi. Við Hval­fjarðar­göngin er bær með um 250 bíl­hræ og í Ísa – fjarðar­djúpi er úti­svæði með um 700 bíl­hræ, svo dæmi séu nefnd.

Ég giska á að um 30 þúsund bíl- og vinnu­véla­hræ séu á víð og dreif um landið. Þetta eru á að giska 45 þúsund tonn eða um 10 skips­farm – ar af brota­járni sem hægt væri að f lytja út og breyta í nýja bíla. Er þetta söfnunar­á­rátta, hellis­búa – hugsun eða bara sóða­skapur?

Gerum átak þar sem við komum þessum hræjum í endur­vinnslu eða eins og aðal­plokkari landsins, Einar Bárðar­son, sagði um daginn: „Drasl er hrá­efni á röngum stað.“ Komum bíl­hræjunum á réttan stað! Hreinsum landið af þessum ó­sóma áður en ferða­mennirnir koma aftur.

Við unnum Co­vid-stríðið. Er ekki kominn tími á að lýsa yfir stríði við bíl­hræin?

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4.6.2020.