Reykjavík stendur vel

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Geta sveit­ar­fé­laga til að veita íbú­um sín­um þjón­ustu ræðst fyrst og fremst af skatt­tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins og stöðu A-hluta. Öðru hvoru hljóma radd­ir sem fara vill­ur veg­ar og lýsa fjár­mál­um Reykja­vík­ur­borg­ar á versta veg. Í þeirri umræðu er ágætt að hafa í huga að skulda­hlut­fall A-hluta Reykja­vík­ur­borg­ar er það lægsta á höfuðborg­ar­svæðinu. Það þýðir að Reykja­vík stend­ur bet­ur en Garðabær, Seltjarn­ar­nes, Mos­fells­bær, Kópa­vog­ur og Hafn­ar­fjörður.

Skulda­hlut­fall Reykja­vík­ur lægst á höfuðborg­ar­svæðinu

Skuld­ir Reykja­vík­ur eru tölu­vert lægri en skuld­ir annarra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu, hvort sem litið til skuldaviðmiða sveit­ar­stjórn­ar­laga eða skulda­hlut­falls heild­ar­skulda og skuld­bind­inga. Þetta segja okk­ur töl­ur úr árs­reikn­ing­um sveit­ar­fé­lag­anna fyr­ir árið 2019 eins og sjá má á töfl­unni hér til hliðar. Á meðan skulda­hlut­fall Reykja­vík­ur­borg­ar er 52% er skulda­hlut­fall annarra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu á bil­inu 61-108%.

Borg­in er vel rek­in, með traust­an og góðan fjár­hag. Þetta birt­ist enn á ný í síðasta árs­reikn­ingi borg­ar­inn­ar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vildi ekki ræða, því hann taldi póli­tíska umræðu um end­ur­skoðun­arstaðla mik­il­væg­ari. Sjálfs­mynd Sjálf­stæðis­flokks­ins er byggð á því að eng­inn kunni að fara með op­in­ber fjár­mál nema hann einn. Fjár­mál verða því að ein­hverri þrá­hyggju sem verður sér­stak­lega vand­ræðaleg þegar aðrir flokk­ar, líkt og Viðreisn, sýna að þeim er treyst­andi fyr­ir fjár­mál­um.

Um­tals­vert meiri eign­ir borg­ar­inn­ar

Þeir sem mest vilja gera úr skuld­um sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar, og þar með talið Orku­veitu Reykja­vík­ur, líta gjör­sam­lega fram hjá þeim eign­um sem koma á móti. Eign­ir og eigið fé á hvern íbúa Reykja­vík­ur er um­tals­vert hærra en í nokkru öðru sveit­ar­fé­lagi hérna á höfuðborg­ar­svæðinu. Eign­ir á hvern íbúa eru 2,6 sinn­um meiri en í Garðabæ, sem er næ­steigna­mest. Eigið fé Reykja­vík­ur­borg­ar, á hvern íbúa er 2,5 sinn­um meiri en í Garðabæ. Allt tal um al­var­lega fjár­hags­stöðu Reykja­vík­ur­borg­ar nú er því gjör­sam­lega úr lausu lofti gripið.

Ákall sveit­ar­fé­lag­anna

Eins og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hafa bent á í bréf­um til ráðherra sveit­ar­stjórn­ar­mála, munu sveit­ar­fé­lög­in á land­inu verða fyr­ir miklu tekju­falli og stór­felldri út­gjalda­aukn­ingu vegna efna­hags­áfalls­ins í kjöl­far kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Sveit­ar­fé­lög gera ráð fyr­ir að sam­an­lögð út­gjalda­aukn­ing verði um 50 millj­arðar á þessu ári og hinu næsta.

Á þessu ári mun tekju­fall sveit­ar­fé­lag­anna birt­ast strax í lækkuðum út­svars­greiðslum og mun lægri fram­lög­um frá Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­lag­anna. Sam­drátt­ur og at­vinnu­leysi mun leiða til stór­auk­inna fram­laga til vel­ferðar­mála og annarr­ar grunnþjón­ustu sveit­ar­fé­laga, sem sveit­ar­fé­lög­in verða að standa und­ir.

Mögu­leik­ar sveit­ar­fé­lag­anna til að auka tekj­ur sín­ar eru mjög tak­markaðar. Nú hafa einnig birst til­mæli frá ráðherra sveit­ar­stjórn­ar­mála, þar sem sveit­ar­fé­lög eru hvött til að lækka álagn­inga­pró­sentu fast­eigna­skatta. Reykja­vík­ur­borg hef­ur þegar ákveðið að lækka fast­eigna­skatta á at­vinnu­hús­næði og álagn­ing á íbúðahús­næði í Reykja­vík er sú lægsta á Íslandi. En ef ráðherra vill lækka tekj­ur annarra sveit­ar­fé­laga verður hann einnig að koma með lausn­ir um hvernig eigi að brúa bilið á milli mik­il­vægr­ar þjón­ustu og tekna.

Verj­um þjón­ustu og störf

Á fimmtu­dag samþykkti borg­ar­ráð Reykja­vík­ur vinnu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar næsta árs. Um 75% af rekstri borg­ar­inn­ar er vegna þjón­ustu við börn og for­eldra vegna leik­skóla, grunn­skóla og frí­stund­ar og á sviði vel­ferðar­mála, svo sem gagn­vart fötluðum, öldruðum og þeim sem þurfa á fé­lags­legri aðstoð að halda. Við þær aðstæður sem eru uppi telj­um við var­huga­vert að fara í mik­inn niður­skurð til að ná rekstri borg­ar­inn­ar í jafn­vægi og vilj­um verja mik­il­væga þjón­ustu. Því mun­um við gera ráð fyr­ir að Reykja­vík­ur­borg, rétt eins og ríkið, verði rek­in með halla á næsta ári.

Ég tel einnig ekki rétt að auka á vanda efna­hags­lífs­ins með því að skera niður all­ar fram­kvæmd­ir borg­ar­inn­ar og auka þannig at­vinnu­leysið. Einnig þarf að læra af mis­tök­um síðustu niður­sveiflu, auka fjár­fest­ingu og verja viðhald bygg­inga til að skapa ekki enn dýr­ari vanda fyr­ir framtíðina.

Reykja­vík­ur­borg er með traust­an og góðan fjár­hag og því í betri stöðu en mörg sveit­ar­fé­lög til að tak­ast á við harðan vet­ur. Við höf­um veru­leg­ar áhyggj­ur af þróun efna­hags­mála á næstu miss­er­um og vilj­um gjarna opna og góða umræðu um fjár­mál sveit­ar­fé­laga án upp­hróp­ana og sleggju­dóma.

Höf­und­ur er formaður borg­ar­ráðs og odd­viti Viðreisn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. júlí 2020