Skynsamlegar fjárfestingar til framtíðar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Efna­hags­leg áhrif kór­ónufar­ald­urs­ins má sjá hjá heim­il­um og hinu op­in­bera, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Helsta ógn­in sem við stönd­um frammi fyr­ir í dag er vax­andi at­vinnu­leysi sem leggst þungt á þá sem verða því fyr­ir og get­ur orðið mjög dýrt fyr­ir sam­fé­lagið allt. Seðlabank­inn sagðist í vik­unni gera ráð fyr­ir 10% at­vinnu­leysi á þessu ári, sem þýðir að um 20 þúsund manns verða án at­vinnu.

Mark­mið þessa hausts hlýt­ur að vera að milda höggið fyr­ir þá sem verða fyr­ir at­vinnum­issi með áfram­hald­andi hluta­bót­um og leng­ingu á tekju­tengd­um bót­um, líkt og rík­is­stjórn­in hef­ur þegar til­kynnt um. Mark­mið hins op­in­bera hlýt­ur líka að vera að koma í veg fyr­ir at­vinnu­leysi eft­ir því sem kost­ur er, með því að styðja við fólk og fyr­ir­tæki og halda uppi at­vinnu­stigi.

Græn­ar áhersl­ur Reykja­vík­ur­borg­ar

Frá því að far­ald­ur­inn hófst hef­ur Reykja­vík­ur­borg lagt ann­ars veg­ar áherslu á heil­brigði og varn­ir gegn dreif­ingu veirunn­ar og hins veg­ar á efna­hags­lega viðspyrnu í þágu borg­ar­búa. Strax í vor kynnt­um við aukna inn­spýt­ingu t.d. í viðhalds­verk­efni og sum­arstörf nema. Við kynnt­um líka Græna planið, um græn­ar áhersl­ur upp úr efna­hags­áfall­inu, þar sem eru tek­in mik­il­væg skref til framtíðar, skref sem við þurf­um að taka til að bæta lífs­gæði, loft­gæði og lofts­lag. Græna planið þarf að byggj­ast á sjálf­bærni, þar sem vanda­mál­um er ekki ýtt áfram til kom­andi kyn­slóða, held­ur sé það á okk­ar ábyrgð að bregðast við þeim vanda sem við stönd­um frammi fyr­ir.

Mik­ill tekju­sam­drátt­ur

Árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar 2019 sýndi sterk­an fjár­hag borg­ar­inn­ar og rými til að tak­ast á við kom­andi þreng­ing­ar. Nú hef­ur sex mánaða upp­gjör borg­ar­inn­ar verið lagt fram og sýn­ir glögg­lega að tekj­ur eru að drag­ast hratt sam­an á meðan út­gjöld aukast vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, líkt og sést hjá öðrum sveit­ar­fé­lög­um og rík­inu. Það var við því að bú­ast að tekj­ur A-hluta borg­ar­inn­ar yrðu mun lak­ari en fjár­hags­áætl­un gerði ráð fyr­ir.

Skuld­ir sam­stæðu Reykja­vík­ur hafa auk­ist á þessu ári, til að geta brugðist við efna­hags­sam­drætt­in­um og minnk­andi tekj­um borg­ar­inn­ar og fyr­ir­tækj­um henn­ar. Staðgreiðsla skatta er t.a.m. tæp­um 3 millj­örðum, eða 6,6%, lægri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir á fyrstu sex mánuðum árs­ins. Minni um­svif í efna­hags­líf­inu sjást einnig í minni tekj­um Strætó og Faxa­flóa­hafna. Þá hef­ur lækk­un á ál­verði og veik­ing krón­unn­ar frá ára­mót­um haft tölu­verð áhrif á rekstr­arniður­stöðu Orku­veit­unn­ar.

Strax í vor lagði Reykja­vík­ur­borg fram sviðsmynd­ir um efna­hags­leg áhrif kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og hef­ur hún því verið und­ir­bú­in fyr­ir sam­drátt. Áfram mun Reykja­vík­ur­borg byggja á grein­ingu fag­manna borg­ar­inn­ar til að bregðast við á traust­um og fag­leg­um grunni.

Sjálf­bærni til framtíðar

Vinnu­markaðsaðgerðir hins op­in­bera þurfa að gera ráð fyr­ir aðgerðum strax, til að stuðla að aukn­um tekj­um og lækk­un kostnaðar til framtíðar litið. Hinn kost­ur­inn er að flýta fram­kvæmd­um sem þegar hafa verið ákveðnar.

Í áætl­un­um til næstu fimm ára ætti því að stefna að því að færa meg­inþunga fram­kvæmda eins framar­lega í tíma og kost­ur er. Slík­ar fram­kvæmd­ir geta t.d. lotið að upp­bygg­ingu mik­il­vægra innviða eða að flýta snjall­væðingu ferla sem mun spara til framtíðar. Við þurf­um þó að fara gæti­lega og tryggja að um tíma­bundn­ar aðgerðir verði að ræða og að þær leiði ekki til þess að hið op­in­bera bólgni út á þann hátt að erfitt verði að skera niður þegar bet­ur árar.

Flýt­um um­hverf­i­s­væn­um innviðum

Nú eru sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu og ríkið að samþykkja stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags sem mun bera nafnið Góðar sam­göng­ur ohf. og mun sjá um fram­kvæmd sam­göngusátt­mál­ans. Stærsti eig­and­inn verður ríkið með 75% hlut og svo Reykja­vík með 14% en önn­ur sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu með minna.

Með stofn­un Góðra sam­gangna gefst rík­inu og sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu tæki­færi til þess að flýta fram­kvæmd­um sem þegar er búið að ákveða að ráðast í, til að bæta sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu. Til dæm­is væri hægt að flýta fram­kvæmd­um upp á 8,2 millj­arða sem búið er að eyrna­merkja göngu- og hjóla­stíg­um, göngu­brúm og und­ir­göng­um.

Þrátt fyr­ir lægri tekj­ur þarf Reykja­vík­ur­borg, líkt og öll sveit­ar­fé­lög í land­inu, að vera þess reiðubú­in að veita góða grunnþjón­ustu og sveit­ar­fé­lög­in mega ekki verða til þess að magna niður­sveifl­una með því að fara í harka­leg­an niður­skurð núna. Það er skyn­sam­legra, fyr­ir alla, að halda uppi öfl­ugu fram­kvæmda­stigi og reyna að flýta fram­kvæmd­um sem reyn­ast hag­kvæm­ar og þarf að fara í. Þó svo að það þýði tíma­bundið aukna skuld­setn­ingu, sem Reykja­vík get­ur staðið und­ir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. ágúst 2020