Er menning ein af grunnþörfum mannsins?

Menn­ingu á tímum kór­ónu­veiru­heims­far­ald­urs­ins er helst lýst sem skorti. Við upp­lifum nú skort á menn­ingu og list­um. Hvort sem það er að fremja hana eða upp­lifa og njóta.

Mikið hefur verið rætt um höggið sem þeir sem hafa lifi­brauð af því að skapa og fremja list og menn­ingu í allri sinni dýrð, verða fyr­ir. Enda er það sú stétt sem hefur orðið hvað verst fyrir núver­andi kreppu og málin eru alvar­leg. Við almenn­ingur höfum líka misst mik­ið. Okkar er miss­ir­inn þegar við komumst ekki í leik­hús, á tón­leika eða dansi­böll, bíó, mynd­list­ar­sýn­ing­ar, dans­sýn­ingar eða í stúk­una á íþrótta­leikjum hvers konar til að hvetja sitt fólk áfram. Allt þetta krefst þess að við mann­fólkið komum saman til að upp­lifa eitt­hvað saman í raun­tíma. Við erum að menn-ing­ast.

Oft er deilt um mik­il­vægi menn­ingar og lista í lífi þjóð­ar. Árlega er tek­ist á um lista­manna­laun og þörf þess að ríkið styðji við störf lista­manna. And­stæð­ingar vilja meina að þetta sé hobbý sem eigi ekki að vera rík­is­styrkt. Stað­reyndin er reyndar sú að listir og menn­ing spilar stærra og mik­il­væg­ara hlut­verk í lífi okkar en við gerum okkur grein fyr­ir. Nokkuð sem ég er sjálf alltaf að skilja betur og bet­ur.

 

Ég var á þetta minnt þegar las í bók Viktor E. Frankl; Leitin að til­gangi lífs­ins. Fyrir þá sem ekki vita skrifar Frankl, sem var mennt­aður geð­lækn­ir, um reynslu sína sem fangi í fanga­búðum nas­ista í Auschwitz. Ég átta mig algjör­lega á að það er meira og minna bannað að blanda hel­för­inni inn í póli­tík eða rök­ræður almennt. En ég bara má til.

Eftir að Frankl lýsir því að sam­fangar hans hafi nán­ast með öllu búnir að missa alla lífs­von, til­gang og neista. Örþreytt­ir. Og einnig! Búnir að missa kyn­hvöt­ina á meðan þeir voru í pynt­ing­ar­búð­unum – þá kemur hann inn á hversu mikið þeir vildu fórna til að kom­ast á „ka­bar­ett” eða söng­skemmt­un.

„Þeir komu til þess að hlæja eða gráta svo­lít­ið, að minnsta kosti til að gleyma um stund. Það var sung­ið, lesin ljóð, sagðar skrítl­ur, sumar með beiskum broddi um lífið í búð­un­um. Allt þetta átti að hjálpa okkur til að gleyma og það hjálp­aði. Sam­komurnar voru svo áhrifa­miklar að nokkrir venju­legir fangar fóru til að sjá kab­ar­ett­inn þrátt fyrir þreyt­una og þótt það kost­aði það að þeir misstu mat­ar­skammt­inn sinn þann dag­inn.” 

Við lifum á sögu­legum tímum að því leyti að það verða sagðar og skrif­aðar ótal sögur frá því hvernig heims­byggðin upp­lifði Covid19-heims­far­ald­ur­inn. Þar á meðal verða sög­urnar um það hvernig menn­ing og skortur á henni hafði áhrif á okk­ur.

Sam­kvæmt sög­unum um hel­för­ina er ekki hægt annað en að draga þann lær­dóm af henni en að það að njóta og upp­lifa list og menn­ingu sé lík­leg­ast bara ein af grunn­þörfum mann­eskj­unn­ar. Að njóta menn­ing­ar, og njóta hennar með öðrum er einn af grunn­þáttum mennsk­un­ar. Nokkuð sem gott er að hafa í huga í allri umræðu um stöðu menn­ing­ar­geiranna, ekki síst í ljósi alvar­legrar stöðu stétt­ar­innar nú.

Höf­undur er fyrsti vara­borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 21. september 2020