Hálfur björgunarhringur dugar skammt

Eitt af trompum rík­is­stjórn­ar­innar til hjálpar nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum í fjár­hags­vanda er svokölluð Stuðn­ings Kría, sem felur í sér að fyr­ir­tækjum eru veitt lán ef þeim tekst að fá mót­fram­lag frá fjár­fest­um.

Strax við fram­lagn­ingu máls­ins á Alþingi gagn­rýndi Við­reisn harð­lega að ekki væri veitt nægt fjár­magn til verk­efn­is­ins en rík­is­stjórnin lagði til að 500 millj­ónir yrðu lagðar til Stuðn­ings Kríu. Í með­förum fjár­laga­nefndar og Alþingis tókst að auka fram­lagið í 700 millj­ónir en áfram varað við því að það væri ekki nóg. Þá var bent á galla sem fylgdi svo­kall­aðri pro-rata úthlut­un, þ.e hlutfallslegrar skerð­ingar ef fjár­magnið dygði ekki. Á þetta var lítið eða ekk­ert hlustað en sagt að mat nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins væri að þetta fjár­magn ætti að duga.

Í frétt á vef Nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins er greint frá nið­ur­stöðum úthlut­un­ar. Þar kemur fram að 755 millj­ónum hafi verið úthlutað í svokölluð mót­fram­lags­lán á móti fjár­mögnun einka­fjár­festa en Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins lagði 55 millj­ónir í púkk­ið. Sam­tals sóttu 31 fyr­ir­tæki um mót­fram­lags­lán en 26 umsóknir voru sam­þykktar og sú upp­hæð sem var sam­þykkt var tæpar 1.376 milljónir króna.

Þörfin er sem sagt 1.376 millj­ónir króna hjá þeim 26 fyr­ir­tækjum sem sóttu um og úthlut­un­ar­nefnd taldi upp­fylla öll skil­yrði. Þar með er hálf sagan sögð. Grípa þarf til skerð­ingar þar sem aðeins 755 millj­ónir eru til úthlut­unar til þess­ara 26 fyr­ir­tækja. Þannig verður að skerða lánin um 621 millj­ón. Fyr­ir­tækin geta því fengið 55% af því sem sam­þykkt var.

Hafa verður í huga að umsókn­irnar eru byggðar á raun­veru­legri þörf fyrir fjár­magn til þess að geta þraukað áfram í erf­iðu árferði, fjár­festar hafa lýst vilja sínum til að mæta henni gegn því að ríkið komi með lán á móti þannig að einka­fjár­festar og ríkið sam­ein­ist um fjár­mögn­un­ina og skipti henni á milli sín. Veru­leg hætta er á að einka­fjár­festar haldi að sér höndum við þessi illu tíð­indi.

Þetta eru mikil von­brigði en því miður fyr­ir­séð. Í stað þess að taka stór skref og full­fjár­magna þetta mik­il­væga úrræði er kastað út hálfum björg­un­ar­hring. Því miður er það í sam­ræmi við vinnubrögð rík­is­stjórn­ar­innar þegar nýsköpun á í hlut. Skref­in eru stigin til hálfs í stað þess að taka stór skref strax.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 29. september 2020