Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni

Í Morg­un­blað­inu í gær birt­ist grein eftir pró­fessor Ragnar Árna­son þar sem hann gagn­rýnir ýmis­legt við nýja félags­hag­fræði­lega úttekt á Borg­ar­lín­unni og segir útreikn­ing­ana sýna í raun að Borg­ar­lína sé ekki þjóð­hags­lega arð­bær.

Að mati Ragn­ars er til dæmis rangt að til­taka auknar far­gjalda­tekjur vegna nýrra not­enda sem þjóðhagslegan ábata. Þetta er áhuga­verður punktur (og sá áhuga­verð­asti í gagn­rýni Ragn­ar­s). Þetta kann að virka sann­fær­andi á yfir­borð­inu. Far­gjöld eru, jú, tekjur fyrir rekstr­ar­að­il­ann en útgjöld fyrir notendur svo ætti heild­ar­út­koman ekki alltaf að verða núll?

En þetta er ekki alveg þannig. Borg­ar­lín­u-­grein­ingin studd­ist við hand­bók­ina Guide to Cost-Benefit Analysis of Invest­ment Projects frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar er þetta ávarpað skýrt. Í neð­an­máls­grein á blað­síðu 87 seg­ir:

„Sometimes revenues of the oper­ator are not inclu­ded in the app­rai­sal since it is argued that this is only a trans­fer from users to the oper­ator which is not rel­evant for the economy as a whole. However, this rea­son­ing is only valid for the exist­ing traffic, but not for the newly generated traffic. For the newly generated traffic the additional revenues of the oper­ator are a mea­sure of the additional benefits of the additional traffic and must ther­efore be inclu­ded in the evalu­ation.”

Handbókin útskýrir þetta svo ítar­legar á fleiri stöð­um. Auknar far­gjalda­tekjur vegna nýrra not­enda eru mæli­kvarði á þann ábata sem nýir not­endur telja sig hljóta af fram­kvæmd­inni og þær verður að taka með í reikn­ing­inn þegar heild­ar­á­bat­inn er reikn­að­ur.

Hugsum okkur tvær nýjar lest­ar­lín­ur. Köllum þær Miða­línu og Skatta­línu. Báðar skila jafn­miklum tíma- og slysa­sparn­aði. Miða­línu má fjár­magna með far­gjöldum en Skatta­línu þarf að borga með skött­um. Eru lín­urnar jafn­hag­kvæmar þjóð­hags­lega? Nei. Not­end­urnir sjálfir meta ávinn­ing sinn af Miða­línu hærri en ávinn­ing­inn af Skatta­línu. Þeir eru sjálfir til­búnir að greiða fyrir hann!

Í grein sinni segir Ragn­ar: „Til þess að fá þá nið­ur­stöðu að þessi fram­kvæmd hafi jákvætt núvirði hefur reynst nauð­syn­legt að reikna sem ábata ýmsa þætti sem eru alls ekki félags­legur ábati eins og greidd far­gjöld[…].”

Af þessu má skilja að Ragnar telji höf­unda grein­ing­ar­innar hafi beitt ein­hverjum brellum til að „fá” þá nið­ur­stöðu að borg­ar­línan bæri sig. En ef kafað er í frum­heim­ildir með grein­ing­unni sést fljótt að er ekk­ert rangt við það að telja auknar far­gjalda­tekjur vegna nýrra not­enda sem félags­legan ábata. Það var ekki bara að höf­undar grein­ing­ar­innar hafi mátt gera það, þeir áttu að gera það. Ef lýs­ingin á aðferð­ar­fræð­inni er lesin er bein­línis mælt fyrir um það.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og for­seti borg­ar­stjórnar Reykja­vík­ur.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 30. október 2020