Að vernda póstinn eða Póstinn

Er það merki um frjálsa og heil­brigða sam­keppni þegar fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins nýtir yfir­burð­ar­stöðu sína til und­ir­verð­lagn­ing­ar? Að sjálf­sögðu ekki. Sér í lagi þegar staðan er komin til vegna ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­innar um að veita umræddu fyr­ir­tæki stuðn­ing upp á hund­ruð millj­óna króna.

Einka­réttur Pósts­ins á til­tek­inni póst­þjón­ustu féll úr gildi um síð­ustu ára­mót. Sam­tímis tók fyr­ir­tækið tíma­bund­ið, til eins árs, við hlut­verki svo­nefnds alþjón­ustu­veit­anda á grunni samn­ings við rík­ið, sem kaus að fara þá leið í stað þess að bjóða þjón­ust­una út. Nú hefur samn­ing­ur­inn verið fram­lengdur til næsta ára­tug­ar. Á þeim tíma­punkti er rétt að skoða hvernig hafi tek­ist til síð­ast­liðið ár. Hver voru áhrifin á hag neyt­enda? Hvernig er farið er með skattfé lands­manna og kannski ekki síst, hvernig tókst stjórn­völdum til við að losa tök­in?

Þegar lögin voru afgreidd vorið 2019 var ætl­unin að láta gjald fyrir bréf undir 50 gr að þyngd vera hið sama fyrir allt land­ið. Það var sú þjón­usta sem engin sam­keppni hafði verið um, enda hafði Póst­ur­inn notið einka­réttar á dreif­ing­unni. Í með­förum meiri­hluta þings­ins bætt­ist hins vegar við sú illa ígrund­aða setn­ing að hið sama skyldi ná yfir pakka­send­ingar allt að 10 kg. Sama verð fyrir allt land. Þar kaus meiri­hlut­inn að líta fram hjá því að heil­brigð sam­keppni hafði ríkt á þessum mark­aði, sér­stak­lega á lands­byggð­inni, þar sem fjöldi smærri vöru­flutn­inga­fyr­ir­tækja hefur sinnt þjón­ustu við til­tekin svæði með sóma síð­ustu ár og ára­tugi. Til að flækja málin svo enn frekar var líka bundið í þessi sömu lög að gjaldið skyldi taka mið af raun­kostn­aði við að veita þjón­ust­una að við­bættum hæfi­legum hagn­aði.

Til að und­ir­búa sig undir nýtt starfs­um­hverfi breytti Póst­ur­inn gjald­skrá sinni í upp­hafi þessa árs. Fór hann eftir til­mælum um sama gjald á pakka­send­ingum um land allt, en huns­aði með öllu til­mæli um að gjaldið tæki mið af raun­kostn­aði. Gjaldið varð hið sama á öllum fjórum skil­greindum mark­aðs­svæðum Pósts­ins og tók mið af því lægsta, höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í stað þess að taka til dæmis mið af með­al­tals­gjaldi fyrir allt landið hækk­aði Póst­ur­inn gjaldið örlítið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en lækk­aði um tugi pró­senta fyrir önnur svæði lands­ins. Vissu­lega hefði með­al­tals­gjaldið lík­lega leitt til þess að Póst­ur­inn hefði orðið undir í sam­keppn­inni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem margir aðrir eru um hit­una. En sam­keppnin úti á landi hefði lifað áfram góðu líf­i.

Heil­brigð sam­keppni barin niður …

Ég er sann­færð um að þing­menn sem stóðu að þessum breyt­ingum sáu ekki fyrir þá atburða­rás sem fór af stað í kjöl­far­ið. Breyt­ing­arnar voru senni­lega gerðar af góðum hug, í nafni þjón­ustu við lands­byggð­ina. Annað hefur þó komið á dag­inn. Nið­ur­greiðslan sem Póst­ur­inn stundar er ein­fald­lega aðför að starf­semi þeirra fyr­ir­tækja á lands­byggð­inni sem hafa boðið upp á sam­bæri­lega þjón­ustu árum sam­an­.

Vöru­flutn­inga­fyr­ir­tækið Auð­bert og Vig­fús í Vík í Mýr­dal er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem hefur orðið illa fyrir barð­inu á rík­is­styrktri sam­keppni Pósts­ins. Vig­fús Páll Auð­berts­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, var ómyrkur í máli þegar hann lýsti því í sam­tali við mig hvernig fyr­ir­tækið sem hefur séð um dreif­ingu á pökkum til Víkur og síðan inn­an­sveitar í fjölda­mörg ár á nú veru­lega undir högg að sækja vegna und­ir­verð­lagn­ingar Pósts­ins.

Þessi staða er enn grát­legri í ljósi þess að vax­andi verslun lands­manna á net­inu ætti, undir eðli­legum kring­um­stæð­um, að leiða til þess að þessi litlu vöru­flutn­inga­fyr­ir­tæki á lands­byggð­inni blómstr­uðu. Hjá fyr­ir­tæki Vig­fúsar Páls í Vík í Mýr­dal starfa 8 manns, vöru­móttakan í bænum er opin hjá þeim kl. 8-15 virka daga vik­unnar og fyr­ir­tækið dreifir dag­lega vöru í sveit­irn­ar.

Svona fyr­ir­tæki eru víð­ar, á Hvols­velli, Grund­ar­firði og Stykk­is­hólmi, svo dæmi séu tek­in. Þessi fyr­ir­tæki heyja nú öll harða bar­áttu fyrir til­veru sinni í ósann­gjarnri sam­keppni við rík­is­fyr­ir­tæki sem nýtir yfir­burða­stöðu sína í skjóli óljósrar og óvand­aðrar laga­setn­ing­ar.

Stjórn­völd eru nú að festa þetta kerfi í sessi til næstu 10 ára. Af hverju er þessi þjón­usta ekki boðin út? Það er nóg af gam­al­grónum smærri vöru­flutn­inga­fyr­ir­tækjum um allt land sem geta, vilja og hafa sinnt pakka­send­ingum til þessa. Ef svarið er að stjórn­völd ótt­ist að út af standi ein­hver svæði sem ekki yrði sinnt, þá er hægt að bregð­ast við því á sann­gjarn­ari og ódýr­ari hátt en nú er gert, til dæmis með því að dreifa alþjón­ustu­stuðn­ingi á fleiri hend­ur. Við afgreiðslu nýju póst­lag­anna, vorið 2019, lagði ég fram breyt­ing­ar­til­lögu þess efnis að ráð­herra gæti boðið út þjón­ust­una til eins fyr­ir­tækis eða fleiri og að útboðið mætti afmarka við til­tekna lands­hluta, póst­númer og/eða til­tekna þætti póst­þjón­ustu. Með mér á breyt­ing­ar­til­lög­unni voru full­trúar Sam­fylk­ingar og Pírata í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins. Þessi hug­mynd var felld af varð­mönnum kerf­is­ins í Sjálf­stæð­is­flokki, VG, Fram­sókn og Mið­flokki. Það er orðið aug­ljóst að sú varð­staða hefur reynst bæði dýr­keypt og skað­leg.

… og tapið sótt í vasa skatt­greið­enda

Und­ir­verð­lagn­ingin hefur núna bæði skaðað smærri þjón­ustu­veit­endur á lands­byggð­inni og leitt til veru­legs rekstr­ar­taps hjá Póst­in­um. Það var fyr­ir­sjá­an­legt um leið og gjald­skrá Pósts­ins leit dags­ins ljós, enda fékk hann þá fljót­lega 250 millj­ónir kr. sem inn­borgun upp í alþjón­ustu­byrði árs­ins 2020. Hvort sá fjórð­ungur úr millj­arði, beint úr vasa skatt­greið­enda, dugði til að létta byrð­ina nægi­lega eða hvort sækja þarf frekar í fé almenn­ings kemur vænt­an­lega í ljós á allra næstu dög­um.

Þessi staða er óboð­leg fyrir þá sem hafa lifi­brauð sitt af því að bjóða þjón­ustu og skapa atvinnu um allt land og búa nú við nið­ur­greidda rík­is­sam­keppni. Hún er ekki síður óboð­leg fyrir skatt­greið­endur sem á end­anum borga fyrir tap­rekst­ur­inn af þess­ari nið­ur­greiddu rík­is­sam­keppn­i.

Það er tíma­bært að stjórn­völd taki á þessum málum af fullri alvöru. Það er eðli­legt að Sam­keppn­is­yf­ir­völd skoði stöð­una. Jafn­framt þarf að skerpa á lög­unum þannig að stjórn­völd séu ekki að bjóða upp á mark­aðs­mis­notkun í skjóli óskýrrar og lítt ígrund­aðrar laga­setn­ing­ar. Hvorki póst­ur­inn né Póst­ur­inn eiga skilið að búa við svona mein­gallað kerfi. Eitt er alla vega víst, það tapa allir á þess­ari stöð­u.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisnar.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 18. desember 2020