Borgarlína í gullflokki

Borg­ar­línan getur hæg­lega orðið eitt af tíu bestu BRT-hrað­vagna­kerfum í heimi. Að sama skapi, ef við gefum of mik­inn afslátt af kröf­um, getur Borg­ar­línan hæg­lega orðið sá „strætó með vara­lit“ sem sumir saka hana um að vera.

Sam­kvæmt skýrslu BRT Plan ráð­gjafa­fyr­ir­tæks­ins skorar Borg­ar­línan á bil­inu 62-90 stig af 100 á BRT Stand­ar­d-kvarð­anum. Til eru níu kerfi sem skora yfir 85 stig og telj­ast því vera í „gull­flokki“, flest í Suð­ur- og Mið-Am­er­íku.

Grunn­for­senda BRT-­kerfa eru sér­rým­in. Til að kerfið telj­ist alvöru BRT-­kerfi þarf minnst helm­ingur leið­ar­innar að liggja í sér­rými og að í heild að minnsta kosti 3 km. Frum­drög borg­ar­línu gera ráð fyrir 14 km kafla sem er upp undir 80% í sér­rými. Borg­ar­lína upp­fyllir því lág­mark­s­við­miðin og gott bet­ur. Þá er að auki gert ráð fyrir að stærsti hluti leið­ar­innar verði á miðjum veg­inum (ekki sem hlið­ara­krein) og að stöðv­arnar verði upp­hækk­að­ar.

Allt þetta er í sam­ræmi við bestu við­mið BRT-­kerfa. Á sama tíma heyr­ist frá helstu  efa­semd­ar­mönnum að slaka eigi á kröf­um: að hætta að taka akreinar og bíla­stæði undir Borg­ar­línu á Suð­ur­lands­braut­inn­i.  „Þrengja ekki að annarri umferð,“ eins og sagt er.

Þetta er röng áhersla. Við eigum að stefna upp ekki nið­ur. Að mati BRT Plan þarf meðal ann­ars eft­ir­far­andi til að tryggja að Borg­ar­línan upp­fylli silf­ur­við­mið­in:

  • Að Borg­ar­línan keyri á hreinni orku.
  • Að greitt sé fyrir ferð­ina utan vagn­anna.
  • Færa stöðvar a.m.k. 26 m frá gatna­mót­um.
  • Fjölga hjóla­stæðum á stöðv­um.

Þessar kröfur kunna að kosta pen­inga en eru nokkuð óum­deild­ar. Því ætti það að vera lág­marks­krafa að Borg­ar­línan upp­fylli silf­ur­við­mið BRT Stand­ard stað­als­ins strax á fyrsta degi.

Til að Borg­ar­línan upp­fylli gull­við­miðin gæti þurft að hækka skorið, til dæmis með því að:

  • Fjölga enn frekar sér­rým­um, sér í lagi í kringum Tjörn­ina og á  Hverf­is­götu.
  • Fækka vinstri­beygjum yfir sér­rými.
  • Koma fyrir sjálf­virkum renni­hurðum á stöðv­un­um.

Þessi hlutir eru ekki lagðir til í frum­drögum Borg­ar­línu og því má reikna með að Borg­ar­línan nái silf­ur­við­miðum þegar hún opn­ar. Vel má vera að sumar af „gull­til­lög­un­um“ séu of rót­tækar nú, til dæmis frek­ari tak­mörkun umferðar á Hverf­is­götu. En við eigum klár­lega að stefna þang­að, frekar heldur en að gefa afslátt á fyr­ir­liggj­andi drögum í von um „breið­ari sátt“ sem skilar okkur mun verri sam­göng­um.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og vara­for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 10. febrúar 2021