Samtal um skipulagsmál á Hamraborgarsvæðinu

Bæjarfulltrúar BF Viðreisnar í Kópavogi, þau Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Einar Þovarðarson vilja ræða við íbúa um skipulagsmál Hamraborgarsvæðisins, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 17.00. Fundurinn verður veffundur á zoom og eru öll sem áhuga hafa boðin velkomin. Fundarboð má einnig finna á facebooksíðu BF Viðreisnar í Kópavogi.